Gleði
Þráðlausa netið er komið!!!!!
Mikið afskaplega er ég glöð með þetta. Hef ætt á milli síðna sem ég hef ekki lesið mikið undanfarið. Búin að krifja nýjustu fréttir af Miss World sem verður á laugardaginn. Vonandi verður þetta sýnt í sjónvarpinu hérna í Danmörku. Hlakka til að sjá hvernig þetta fer. Búin að velja nokkrar sem gætu hugsanlega haft þetta. Gaman að sjá hvort ég verð sátt við úrslitin. En líklega nóg af fegurðarheiminum!
Annað málefni dagsins í dag er að það er farið að kólna hérna. Mér varð i morgun þegar ég labbaði í bæjinn. Var þó fljótlega komin út útifötunum þegar brekkurnar á heimleiðinni tóku við. Í gær var Erik alveg sérstaklega skemmtilegur. Hefur örugglega séð eftir því hversu leiðinlegaur hann hefur verið undanfarið svo hann ákvað að sofa tvo tíma fyrir hádegi og aðra tvo seinnipartinn. Þetta líkaði mér einstaklega vel. Ekki hélt draumurinn þó áfram í dag.
Á morgun er von á einhverri vinkonu konunnar í heimsókn. Gaman að því. Ja allavega þangað til ég var beðin um að ryksuga, skúra og þrífa baðherbergin á morgun. Ég skúraði allt á mánudaginn og ryksugaði í gær. Það sést þó ekki núna því það er mold út um allt. Okey, ég get ryksugað ekkert mál enda alltaf gert á föstudögum. En þetta er stórt hús og að skúra líka og taka baðherbergin er kannski svolítið mikið ef krakkinnn verður í stuði. Í húsinu er ekki bara eitt baðherbergi heldur þrjú, þetta er á tveimur hæðum og mikið af dóti sem þarf að færa. Við gætum skorið efti hæðina í tvennt, sett partana ofaná hvern annan og þá væri þetta álíka stórt og húsið okkar heima ef við mínusuðum út eitt baðherbergi. Ég velti því fyrir mér hvort fólk og normal húsmæður þrífi þetta allt á einum degi. Ég veit ekki betur en að mamma mín skipti meira að segja hæðum eftir dögum annað slagið. Ég er snillingur ef mér tekst þetta fyrir þrjú á morgun auk þess að fara í apótekið með krakkann svo hann fái að drekka. Sú ferð tekur oft um klukkutíma með því að labba báðar leiðir.
I gærkvöldi kom Lilja að sækja mig. Við fórum í búðina og svo heim til Leifu. Bökuðum köku (reyndar úr pakka), skreyttum hana með smartís, lágum í sófanum og gæddum okkur á þessu öllu saman ásamt þess sem nammið var í miklu magni á borðinu. Mikið hlegið þetta kvöld.
Líklega er best að reyna að gera eitthvað af viti. Ekki að þetta sé ekki mikilvægt. Auðvitað er mikilvægt að hafa samband við umheiminn líka.
Glöð með þráðlaust net kveð ég af neðri hæðinni ásamt kettinum ;)
Mikið afskaplega er ég glöð með þetta. Hef ætt á milli síðna sem ég hef ekki lesið mikið undanfarið. Búin að krifja nýjustu fréttir af Miss World sem verður á laugardaginn. Vonandi verður þetta sýnt í sjónvarpinu hérna í Danmörku. Hlakka til að sjá hvernig þetta fer. Búin að velja nokkrar sem gætu hugsanlega haft þetta. Gaman að sjá hvort ég verð sátt við úrslitin. En líklega nóg af fegurðarheiminum!
Annað málefni dagsins í dag er að það er farið að kólna hérna. Mér varð i morgun þegar ég labbaði í bæjinn. Var þó fljótlega komin út útifötunum þegar brekkurnar á heimleiðinni tóku við. Í gær var Erik alveg sérstaklega skemmtilegur. Hefur örugglega séð eftir því hversu leiðinlegaur hann hefur verið undanfarið svo hann ákvað að sofa tvo tíma fyrir hádegi og aðra tvo seinnipartinn. Þetta líkaði mér einstaklega vel. Ekki hélt draumurinn þó áfram í dag.
Á morgun er von á einhverri vinkonu konunnar í heimsókn. Gaman að því. Ja allavega þangað til ég var beðin um að ryksuga, skúra og þrífa baðherbergin á morgun. Ég skúraði allt á mánudaginn og ryksugaði í gær. Það sést þó ekki núna því það er mold út um allt. Okey, ég get ryksugað ekkert mál enda alltaf gert á föstudögum. En þetta er stórt hús og að skúra líka og taka baðherbergin er kannski svolítið mikið ef krakkinnn verður í stuði. Í húsinu er ekki bara eitt baðherbergi heldur þrjú, þetta er á tveimur hæðum og mikið af dóti sem þarf að færa. Við gætum skorið efti hæðina í tvennt, sett partana ofaná hvern annan og þá væri þetta álíka stórt og húsið okkar heima ef við mínusuðum út eitt baðherbergi. Ég velti því fyrir mér hvort fólk og normal húsmæður þrífi þetta allt á einum degi. Ég veit ekki betur en að mamma mín skipti meira að segja hæðum eftir dögum annað slagið. Ég er snillingur ef mér tekst þetta fyrir þrjú á morgun auk þess að fara í apótekið með krakkann svo hann fái að drekka. Sú ferð tekur oft um klukkutíma með því að labba báðar leiðir.
I gærkvöldi kom Lilja að sækja mig. Við fórum í búðina og svo heim til Leifu. Bökuðum köku (reyndar úr pakka), skreyttum hana með smartís, lágum í sófanum og gæddum okkur á þessu öllu saman ásamt þess sem nammið var í miklu magni á borðinu. Mikið hlegið þetta kvöld.
Líklega er best að reyna að gera eitthvað af viti. Ekki að þetta sé ekki mikilvægt. Auðvitað er mikilvægt að hafa samband við umheiminn líka.
Glöð með þráðlaust net kveð ég af neðri hæðinni ásamt kettinum ;)
4 Comments:
Hæ !
Já, það virðist mikið að gera í þrifunum núna -------- til þess að lifa af skaltu bara passa að gera þetta ekki allt of vel. Þú getur alveg skipt því þannig að gera helminginn vel núna og svo öfugt. ---- Það tekur enginn eftir því !!! ;-)
----- Mér finnst svo fyndið þegar þú segir "konan" --- hún heitir Benedicta ---- er hún kannski kölluð eitthvað ?
Gangi þér vel dugnaðarhross !!
Kveðja
Helga fyrsta.
By Nafnlaus, at 1:38 f.h.
Pabbi þinn þyrfti að vera kominn til þín núna .....hann gæti hjálpað þér í tiltektinni ;) Ég sagði við hann að það væri í góðu lagi að bjóða múrurum heim oftar því hann var svo duglegur að þurka af.....pússa.....ryksuga.....ofl...áður en þeir komu.
Glæsilegt að hafa nú nettengingu niðri hjá þér og kettinum...eintóm gleði....svoleiðis á það að vera.
Helgin framundan og lítið á dagskránni hjá okkur. Á mánudaginn byrjar pabbi aftur í löggunni ;(
Hafðu það sem best,
Mamma.
By Nafnlaus, at 5:42 f.h.
Blessuð!
Já eg ersammala Helgu, passaðu þig a að gera ekki allt of vel hreint i einu, bara svona annaðhvoet skipti svo þu drepir þig ekki ur þrifnaðaræði-það tekur engin eftir því. Unnur fekk ekkert að vita hvort hun fær að vera með, það verður haft samband aftur. Þetta er einhver samvinna hja Íslensku óperunnni og Operustudioinu sem er eitthvað fyrir nemendur og nýlega utskrifaða söngvara. Færð frettir seinna.Allt gott að fretta heðan, er að reyna komast i þrifnaðarkast en það gengur hægt- viltu koma og hjalpa mer? Þú ert allavega í goðri æfingu.
Kveðja Stebba.
By Nafnlaus, at 6:42 f.h.
Dugnaðarhross.... en fallegt orð!!
Já ég frétti að pabbi minn hefði bara þurrkað af og allt áður en kallarnir komu í heimsókn.... úff... eitthvað hlýtur hann að hafa dottið á hausinn þarna í múrverkinu ;) Vonandi fannst honum þetta skemmtilegt svo það verði framhald á þessu ;)
Ég var alltof dugleg... tók bara allt í gegn og gerði það vel. Henrik var meira að segja svo frábær að taka Erik með sér út svo ég gæti klárað að skúra.
By Nafnlaus, at 7:38 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home