Aðalsbloggarinn talar
Varð hugsað til þess þegar ég velti fyrir mér bílunum hérna í Danaveldi að það voru afar fáir sem keyrðu um á Landrover eða einhverju öðru landbúnaðartæki öðru en traktor. Ef maður á ekki traktor sýnist mér flestir vera á einhverjum fínum fólksbílum. Og svo auðvitað hellingur af svona litlum mótorhjóladæmum. Kannski eru íslendingar eitthvað sérstaklega jeppaglaðir, ég veit það ekki, kannski er það vegna þess að við búum á landi þar sem gaman getur verið að fara í jeppaferðir um óslétta sveita og fjallvegi, keyra yfir ár og þessháttar en auðvitað erum við nú líka á jeppunum okkar í bænum. Ég hlakka til að koma heim og gellast smávegis á gullmolanum okkar ;) Varð auðvitað að setja eina fjölskyldumynd með, vantar reyndar mömmu því einhver varð jú að taka myndina. Rosalega myndumst við vel... sérstaklega bíllinn :)
Þessi dagur hefur verið hörmulegur frídagur. Ég lá í rúminu mínu í tölvunni í allan heila dag. Brjálað rok úti og ég bara nennti svo mikið sem ekki út úr húsi í þessu veðri gangandi á fótunum mínum. Niðurstaðan varð tölvudagur í kalda herberginu mínu. Loksins er það þó að hlýna smávegis, enda næstum kominn nótt eina ferðina enn. Ekki má gleyma því að þrátt fyrir að enginn hafi verið heima hér í allan dag var ég nú ekki ein því kötturinn tók ekki annað í mál en að standa upp á maganum á mér, sleikja mig í framan, hlaupa yfir mig eða tölvuna, hrjóta á maganum mínum upp í eyrað á mér eða liggja fast við hliðiná mér svo ég gat varla hreyft mig. Þetta dýr getur verið ósköp yndælt og brakandi en eitthvað er hann nú uppáþrengjandi þegar maður nennir ekki að hafa hann ofaná sér.
Til að gera nú eitthvað í dag fór ég með stelpunum út að borða. Fengum fínustu pitsu og skemmltum okkur svo í keilu. Eða nei, það var allt upptekið svo ég lét mér nægja að sitja á stól og horfa á stelpurnar í þythokkí. Löbbuðum svo í bæjinn og eitthvað varð ég þá að nota orkuna sem safnaðist saman yfir daginn og hljóp út um allt og gerði þessar svaka leikfimisæfingar. Svona getur maður nú verið skrítinn.
Herra norðurland er á morgun. Já já auðvitað fylgist ég með þrátt fyrir að vera í öðru landi. Ég verð nú bara að segja hvað er málið? Ætla nú kannski ekkert að láta skoðun mína í ljós hérna en þið getið kannski myndað ykkur skoðun á málinu á http://www.sjallinn.is/index.php?categoryid=23.
Kæmi mér ekki á óvart ef Ásdís Svava myndi vinna eða vera í sæti í Ungfrú Evrópu á morgun. Ekki amarlegt ef íslendingar ættu fyrst ungfrú heim og svo ungfrú evrópu. Fallegt fólk við íslendingarnir finnst ykkur ekki.
Best að hætta þessu tölvugrufli og fara að sofa. Góða nótt góðir hálsar..... Valborg Rut aðalsbloggari
2 Comments:
Hæ !
Stebba var að koma í morgunkaffi til ömmu og sagði að það væri óveður hjá þér - tré hefðu rifnað upp með rótum á Jótlandi og það væri spáð snjókomu í Svíþjóð (kannski mjög norðarlega) Þú verður því líklega að hafa það frekar rólegt í dag. - Ætlið þið aldrei að athuga með að fara í lestinni til Århus þegar þið eigið frí - gaman að sjá nýjan og flottan stað.
Við vissum ekki einu sinni að þessi Evrópukeppni væri í dag - en ég hafði nú séð þessa pilta í Norðurlandsekppninni spranga um í Aksjón. Fannst þeir nú eitthvað vandræðalegir, greyin.
Við vitum hins vegar að það er von á fjölgun í dönsku konungsfjölskyldunni, þar sem Mary krónprinsessa á von á barni í maí. Vissir þú það ? :-)
Nú er snjórinn að minnka og allt í slubbi - Siggi, Steinar og aðrir vinir þínir úr útreiðatúrum eru að fara að syngja á Siglufirði í dag.
Annars frekar lítið að segja - bara ferð í Bónus í dag eins og oft á laugardögum. - og svo að athuga hvort mamma þín þarf aðstoð í eldhúsinu fyrir afmælið - gamlar konur á fimmtugsaldri þurfa nú að fá einhverja aðstoð.
Bið að heilsa kettinum - sem er augsýnilega mjög hrifinn af þér !!
Kveðja
Helga.
By Nafnlaus, at 3:28 f.h.
Engin tré fuku hérna en það munaði nú ekki miklu. Ætli það viti nokkuð nema útvaldir af svona fegurðarrugli í útlöndum ;) er svo vel að mér í þessu öllu saman ;)
Verð að játa að ég vissi ekki að Mary krónprinsessa væri ólétt, en ég veit að hún er í hverju einasta blaði hérna.
By Nafnlaus, at 3:39 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home