Hún á afmæl'í dag...
Það er merkis dagur í dag. Hún mamma mín á afmæli í dag. Loksins að verða fullorðin, alveg 40 ára. Já hún er ekki gömul hún mamma mín skal ég segja ykkur. Nú er hún þó að ná aldrinum og ja hver veit nema hún verði einhvern daginn amma! Ja.... kannski ekki alveg strax samt. En allavega..... Elsku mamma.... til hamingu með daginn :)
Mynd af mömmu og pabba í Vaglaskógi í sumar. Svaka fín þarna með bláa kæliboxið sitt ;) híhí.
Meira á morgun.... Valborg Rut
Mynd af mömmu og pabba í Vaglaskógi í sumar. Svaka fín þarna með bláa kæliboxið sitt ;) híhí.
Meira á morgun.... Valborg Rut
5 Comments:
Við vorum að koma heim úr þessari fínu afmælisveislu mömmu þinnar.Já litla barnið mitt er orðin 40 ára og ber aldurinn vel skrítið þetta og nú fer að styttart í að þú verðir 20 ára næsta haust svo ég hlýt að vera orðin nokkuð gömul kerling .Get samt gert ýmislegt ennþá.Er ekki ofn í herberginu þínu sem þú getur hækkað hitann á þegar þér er kalt.Þú hlýtur að vera mikill dýravinur fyrst kisi greyið vill alltaf vera nálægt þér.Svo sá ég hvað Reginn er góður við þig og hinir hestarnir líka. Vonandi gengur vel með strákana þeir virðast óskup indælir og Erik horfir stórum augum á þig þegar þú ert að taka myndirnar af honum. Var skátamessan skemmtileg ? kær kveðja amma
By Nafnlaus, at 3:24 e.h.
Til hamingju með daginn elsku Svava. Kveðja Helga. :) Og Valborg mín...til hamingju með mömmuna. ;)
By Nafnlaus, at 4:09 e.h.
Góðan dag Valborg Rut put !
flott mynd af gömlu hjónunum. Mama þín var bara unglegt afmælisbarn - og veislan var geggjuð eins og vanalega - 500 kjötbollur, ásamt öðru góssi ;-)m --- Allir fóru saddir og sælir að sofa - líka eftir að vera búnir að heyra að þú hefðir bara átt góðan sunnudag í Danaveldi !
Góða viku framundan
Helga H
By Nafnlaus, at 12:19 f.h.
Takk elsku Valborg mín !!
Allt er fertugum fært .....
Takk enn og aftur fyrir afmælisgjöfina ... hlakka til að nota hana og vera þá með þér.
Já, afmælið gekk vel og í dag er ég mætt í vinnuna með tertu í nesti !! Kannski ég sé að komast á ömmualdurinn....en varla þó alveg strax ;-)
Flott mynd af okkur pabba !
Hafðu það sem allra best.
Þín mamma.
( Takk Helga fyrir afmæliskveðjuna)
By Nafnlaus, at 1:23 f.h.
Eg segi bara eins og allir hinir, til hamingju med mommuna godu ;-)
Eg ætladi að taka mina myndavel med i afmælid svo hægt yrdi ad senda ter myndir en klikkadi alveg tannig ad tu færd skodar tær bara i jolafriinu. Hafdu tad sem allra best og fadu upplysingar um blomaskreytinga-skolann....
Kvedja Stebba
By Nafnlaus, at 3:02 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home