Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, október 26, 2006

Köttur og barn með athyglissýki

Hef lítið annað að gera en að blogga. Dugnaður, tvö blogg á dag. Ligg hér í rúminu mínu í danaveldi með köttinn á maganum. Talvan á löppunum og klærnar á kettinu stingast inn í hálsinn á mér. Veit ekki hvað ég er búin að henda honum oft í burtu. En jæja, hann vann í þetta skiptið. Maginn minn verður kúrustaður kvöldsins. Sambúðin með kettinum hér á neðri hæðinni gengur annars vel. Finnst hann nú samt frekar ágengur og heimtar að koma með mér á klósettið og í sturtu. Svo heldur hann til á bak við klósettið mitt þegar honum leiðist. Á morgnana kemur hann brakandi (mjálmið, hann er svo gamall) á móti mér og eltir mig hvert fótspor. Líklega heldur hann stundum að hann sé hundur. Jæja, ég hef þá alltaf félagsskap, meira að segja á klósettinu. Helst af öllu vill hann sitja hjá mér, en nei takk það fær hann sko ekki!! Annars er það afar oft þannig að hann kemur einmitt þegar ég nenni ekki að hafa kött ofaná mér. Svo þegar mig vantar eitthvað að gera eða kæri mig um að hafa kattarhár á fötunum mínum vill hann svo kannski ekkert með mig hafa. Skrítinn þessi danski köttur.

Er búin að setja nýjar myndir á myndasíðuna. Kannski ekkert mjög fjölbreyttar en myndir þrátt fyrir það. Hélt ég myndi bilast þegar ég var að þessu. Það þarf jú afar mikla þolinmæði til þess að setja þetta inn svo ég mátti hafa mig alla við til þess að nenna að bíða eftir þessu.

Annars hef ég bara verið heima í dag og ekki farið lengra en út með barnavagninn sem stendur alltaf rétt fyrir utan dyrnar. Leiðindar veður svo ég nennti ekki að labba neitt. Hef bara verið að tölvast í dag auk þess sem Erik var í sínu besta leidinarskapi í dag og grenjaði ef maður lét hann niður eða veitti honum ekki 100% athyggli. Leifa og Lilja komu svo í heimsókn til að hressa upp á daginn. Annars bara lítið að frétta. Hef sagt skilið við eldamennskuna aftur eftir að Henrik kom heim. Sagði ég ykkur að ég tók yfir í eldhúsinu og eldaði nokkur kvöld í röð og alltaf var maturinn til þegar Benedicta kom heim. Dugnaðurinn alveg að fara með mig held ég stundum. Eða var það bara löngunin í góðan mat?? ja það er spurning.

Ungfrú Evrópa er á morgun í Úkraínu. Hlakka til að vita hvernig það fer. Hef verið að skoða þetta aðeins og held að Ásdís Svava eigi nú kannski góða möguleika. Fannst hún allavega svaka fín og sæt á öllum myndunum þarna. En ætli ég þreyti ykkur nokkuð á þessu furðulega áhugamáli mínu núna..... getið tékkað á www.misseurop.com.ua ef ykkur langar að vita meira ;)

Valborg og kötturinn kveðja úr kalda herberginu á neðri hæðinni.

3 Comments:

  • Hæ !
    Ég er sú eina sem er vöknuð, byrjuð að vinna og leik mér svo í vinnunni á netinu ;-) Kötturinn virðist hafa mikla ást á þér - það er nú ágætt - ég var að skoða myndirnar - gaman að sjá þetta fólk sem við höfum bara heyrt um en aldrei séð - vantar þó mynd af Benediktu ;-) -------- Erik er alltaf jafn sætur - eða myndast allavega mjög vel !!
    -- Ég trúi að það hafi verið skítaveður, það kom í fréttum hér að búist væri við stormi, rigningu og óveðri í Skandinavíu í gær eða fyrradag.
    Jæja, best að fara að vinna fyrir laununum sínum.
    Kv. Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:45 f.h.  

  • Hæ skvís.
    Gaman að myndunum þínum ! Þær eru fínar, og kakan og neglurnar ekkert smá flott.....gamana að fá loks að sjá hina margumræddu Leifu, sem við höfum tröllatrú á ;)
    Erik ekkert smá mikið krútt.

    Var í saumó hjá Stebbu í gærkvöldi. Fékk ýmislegt góðgæti sem hún var að prófa. Engar kjaftasögur í gangi ;(

    A 52 er komið á Landann og fer honum bara ágætlega.

    Vissi ekki að þú hefðir verið svona dugleg að elda....var það ekki bara gaman ??
    Kannski þú byðjir nú um kött þegar þú kemur heim...........það er gott fyrir þig að hafa hann hjá þér þarna í kjallaranu !!

    Vissir þú að það eru bara 58 dagar til jóla.......ertu byrjuð á jólakortunum...... ;)

    Kveðja mamma litla.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:46 f.h.  

  • Hef oft hugsað um að byrja á jólakortunum. Svo virðist þó sem danir séu ekki eins jólakortaglaði eins og íslendingar og hér er ekki um neinar hugmyndir að velja. Kannski þú verðir bara að senda mér dótið frá í fyrra svo ég geti bara gert eitthvað líkt því.
    Hér er kreisí veður, ligg bara uppí rúmi því ég nenni alls ekki út í rokið.
    Fínt að elda smávegis en var ánægð með að komast í pásu.
    Vá það fer bara að stittast í að maður þurfi að kaupa jólagjafirnar! og náttúrlega jólafötin... ekki get ég nú verið minni gella en mamman og móðursysturnar ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:42 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home