Mánudagur og allt á fullu
Mánudagsmorgun og þvotturinn bíður eins og venjulega. Strauþvotturinn sem bíður í risastórum haug í þvottahúsinu. Er ekki að nenna að byrja á þessu. Hef þó langt frá því setið aðgerðarlaus í morgun. Hér mátti ryksuga, fara í búðina, baka súkkulaðikökur, setja krem á herlegheitin, vera með barnið sem er ofurþreytt eftir helgina. Hann er yfirleitt alveg ómögulegur á mánudögum og svefninn hans allur í rugli. Líklega vegna þess að hann sefur miklu meira hjá mér en þeim og alltaf á sama tíma. Nú hafði hann augljóslega ekki sofið nema pínku pons daginn áður. Nú er hann þó loksins sofnaður og að komast aftur í virka daga rútínuna hjá skipulögðu au-pair stelpunni.
Gærdagurinn var fínn. Fór með stelpunum til Struer því það var sunnudagsopnun í búðunum. Vorum því duglegar í þessum fáu búðum en versluðum eitthvað lítið. Kom þó heim með eina svarta peysu og nokkur blöð sem kannski verður föndrað úr. Keypti þau aðalega því mér fannst þau svo flott á litinn. Annars bara heimsókn til Ásdísar og þeirra í Struer áður en við keyrðum heim aftur.
Hér rignir og rignir, orðið ótrúlega kalt og svo komið að ég verð að byðja mömmu um að senda mér bæði úlpuna og snjóbuxurnar. Auk þess sem það væri gaman að fá íslenska vanilludropa með í pakkanum. Eitthvað sem ég sakna mikið þegar ég er að baka. Fyrirbæri sem ekki finnst í Lemig.
Eldhúsið er allt í klessu eftir að ég var að sulla við baksturinn, líklega best að halda áfram og svo tekur þvotturinn við. Svo lengi sem krakkinn sefur.
Hafið það gott heima í snjónum..... kveðja Valborg kökugerðarmeistari og þvottadrusla.
10 Comments:
Hæ !
------ Við ætluðum einmitt að senda þér vanilludropa með síðasta pakka - en gleymdum því bara - gott að geta sett þá inn í úlpu svo að tollurinn haldi ekki að þetta sé efni til sprengjugerðar;-)
Vona að þér gangi vel með eldhúsið og þvottaherbergið ------ ertu búin með bækurnar þrjár --- nú er dönskuskóli á morgun - og sálmarnir í fyrramálið ekki satt??
Kv.
H.
By Nafnlaus, at 6:30 f.h.
Vá, þetta er enginn smá hóll af þvotti. Næstum meira en ég á...nei hehe djók.
By Nafnlaus, at 9:39 f.h.
Heyrðu jú það er satt. Er búin að lesa allar bækurnar og er einmitt að farað gera verkefnin. Búin með uppkast af tveimur er á þriðja eftir og hreinskrifa. Naumast maður er duglegur að læra allt í einu! Barnasálmasöngur í rigningunni á morgun, arka í kirkjuna rennandi blaut hlýtur að vera.
Einmitt... þetta er enginn smá hóll!
By Nafnlaus, at 9:56 f.h.
Tu verdur abygilega myndarlegasta husmodir tegar tar ad kemur, tvi tu verdur ordin svo vön. Finnst tetta ekki vera neitt mal i april. Eg er viss um ad Benedicta -kona- fattar all hressi lega hvad tu hefur verid ad gera i heimilinu og fyrir börnin hennar tegar tu hættir hja teim næsta sumar, en vonandi verdur hun buin ad fatta tad miklu fyrr svo hun geti nu synt ter svolitid takklæti. Bestu kvedjur - snjorinn er næstum farinn en her er frekar kalt- enda ad koma november.
Stebba
By Nafnlaus, at 11:11 f.h.
Tu verdur abygilega myndarlegasta husmodir tegar tar ad kemur, tvi tu verdur ordin svo vön. Finnst tetta ekki vera neitt mal i april. Eg er viss um ad Benedicta -kona- fattar all hressi lega hvad tu hefur verid ad gera i heimilinu og fyrir börnin hennar tegar tu hættir hja teim næsta sumar, en vonandi verdur hun buin ad fatta tad miklu fyrr svo hun geti nu synt ter svolitid takklæti. Bestu kvedjur - snjorinn er næstum farinn en her er frekar kalt- enda ad koma november.
Stebba
By Nafnlaus, at 11:11 f.h.
Maður hefur þetta húsmæðragen frá mömmu svo ætli ég hafi ekki bara alltaf kunnað þetta? ja það er spurning. Hjá mér verður sko alltaf fínt, heimabakað brauð, kökur.... æi líklega lifi ég í draumaheimi hvað þetta varðar. Þau fatta þetta ekkert maður, kannski þegar ég er farin og þá verður of seint að þakka fyrir.
By Nafnlaus, at 12:01 e.h.
Hæ skvís....
Baldur fór í skyndipróf í dönsku í síðustu viku. Það var að mér skilst aðalega um tölur á dönsku en hann var alsæll og fékk 7,5 !
Hann var líka í prófi í náttúrufræði og fékk 9,0 ;-)
Duglegur strákurinn og við ætlum að fá okkur kók og prins í tilefni
af þessu...smá hvatning.
Bekkjarkvöld hjá Agnari í kvöld og hann hlakkar til að fara með mér að kaupa gos og snakk sem hann má hafa með sér !
Fékk frábæra blómaskreytingu á sunnudaginn frá ömmu, afa og ömmu gömlu. Hún er í bastkörfu og í er hvít Erika og líka rósaskreyting fyrir framan. Appelsínugular rósir og einhver falleg blöð með rauðum berjum !! Mjög svo fallegt. Fékk líka gjafabréf í Listfléttuna frá öllu liðinu hér í bankanum ;-)
Tek til í pakkann í dag og set í póst í dag eða á morgun.
Þú ert dugnaðarstúlka og engin þvottadrusla ....
gaman að þú hafir þennan dugnað frá mér.....tek þessu sem hrósi...
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 1:44 f.h.
Ég er nú bara farin að hlakka til að eiga stórafmæli... það lýtur út fyrir að maður fái alveg helling af pökkum og svaka blómum ;) er það ekki þannig líka þegar maður er tvítugur? ég meina það er alveg helmingurinn af 40 ;)
By Nafnlaus, at 2:19 f.h.
Jú, það styttist í næsta stórafmæli og það er þitt. Það verður gaman en það er að vísu hlemingi minna en mitt ;-)
Hér er heiðskírt, sól og logn og
-5°
By Nafnlaus, at 2:43 f.h.
Og hér er alveg úthelli brjáluð rigning! En alveg ábyggilega ekki frost eða nálægt því.
By Nafnlaus, at 4:19 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home