Myndirnar komnar
Daginn! Hér ligg ég í sófanum í stofunni, með tölvuna og æði á milli mis spennandi hluta í tækniheiminum. Erik nýsofnaður og ég búin með öll verk dagsins svo lífið er ljúft þessa stundina.
Í gær var semst hladið til Holstebro með Lilju og Leifu. Sunnudagsopnun í búðunum svo við gátum nú ekki annað en að tékka aðeins á því. Versluðum eitt og annað á göngugötunni en mátuðum enn meira. Á slaginu 4 lokaði allt. Og þá meina ég allt. Ekki var hægt að fá sér ís í sjoppu, ekki hægt að fara á kaffihús og fá sér köku, allt var lokað. Að frátöldu mc donalds sem fékk þá að njóta nærveru okkar. Reyndar bara í lúgu til að kaupa ís. Eftir rúnt í Holstebro og nokkra nýja hluti meðferðis keyrðum við til Struer. Fórum í heimsókn til Ásdísar (íslensk stelpa í Struer, býr þar með fjölskyldunni sinni, mamman heitir Sigrún, pabbinn Gunni og svo á hún þrjár yngri systur.) Sátum þar og spjölluðum í nokkra klukkutíma. Sigrún var svo frábær að bjóða okkur bara í mat svo við fengum þetta líka góða grillaða lambalæri. Vá og það var meira að segja brún sósa með!! Hef aldrei fengið sósu með matnum mínum þennan mánuð sem ég hef verið hérna. Ja nema tómatsósu auðvitað.
Svo fórum við í bíó á einhverja svaka stelpu mynd. Það snérist allt um tísku, dýra og fína hönnuði og flotta skó. Yndælt og bara gaman. Keyrðum svo heim til Lemvig og komum þangað um miðnætti.
Hef verið að vinna í því að búa til myndasíðu svo þið getið nú fylgst með á myndum líka. Það eru komnar myndir af öllu húsinu mínu og strákunum. Fleira bætist við smátt og smátt.
Slóðin er http://valborg.myphotoalbum.com . Vonandi skemmtiði ykkur vel við að skoða þetta. Getið klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri ;) (leiðbeiningar handa nokkrum) Set þetta líka hér til hliðar ;)
Valborg Rut kveður úr þungskýjuðu danaveldinu og rigningunni.
7 Comments:
Takk Valborg mín. Mjög gaman að sjá hvernig þú býrð, hvernig fer um þig og eins að sjá strákana.
Mér sýnist herbergið þitt mjög gott nema gardínurnar eru svo sem ekkert líkar þér ;) en allt í lagi.
Gott var að þú fékkst góðan mat með sósu meira að segja !!
Og enn betra að þú hafir getað eitt einhverju í bænum....gott að þú eignaðist danska boli...og nýja tösku.....
Mammsa.
By Nafnlaus, at 6:17 f.h.
Hæ !!
flottar myndir !! ---- mér finnst Erik mjög sætur------ er hann með brún augu ?
Gaman að sjá þetta allt.
Heyrumst síðar.
Kveðja
Helga.
By Nafnlaus, at 6:24 f.h.
Jamm risastór brún augu. Hélt á honum í búð um daginn og ég hélt að afgreiðslukonan myndi nú bara éta hann henni fannst augun hans svo flott! hehe.
Umm nei gardínurnar eru sko langt frá því að vera líkar mér.
By Nafnlaus, at 7:06 f.h.
He he, gardínurnar voru einmitt með því fyrsta sem ég tók eftir...þær og kötturinn! Hitt líst mér vel á. Það er samt alveg sama hvernig aðstæðurnar eru, þó þú fengir litla kompu eða þvottahús væri samt fínt og notalegt hjá þér skvísan mín! :)
By Nafnlaus, at 9:27 f.h.
hæ!!!
Mér finnst rumid titt fallegt og hjónarumid lika. Gaman ad sja allar tessar myndir, vonandi verdur meira af teim, tu getur t.d. farid med myndavelina i göngutur eða a herragardin svo ad vid forvitnafolkid vitum hvar tu ert ad tvælast, svo væri gaman ad sja tessar godu vinkonur sem tu hefur eignast. Bestu kvedjur
Stebba
By Nafnlaus, at 9:34 f.h.
Frábært, frábært.
Þú verður að vera dugleg að setja inn myndir svo mér leiðist ekki í heimspeki.
Híhí, það eru frímó.
Vúhú.
By Nafnlaus, at 2:01 f.h.
He he já það er einmitt ætlunin að reyna að taka nokkrar myndir á herragarðinum einhvern daginn. Verst að ég er afar sjaldan ein heima þar ;)
By Nafnlaus, at 2:40 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home