Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, október 31, 2006

Og það rignir á mig....

...rignir endalaust....

Ég harkaði af mér rokið enda sannur íslendingur og hélt upp í kirkjuna í morgun með Erik. Barnasálmasöngur í gangi og við mættum bara 5. Held að rokið og rigningin sé eitthvað að draga út dönunum við að mæta hitt og þetta. En allavega, við byrjuðum þarna og sungum einhver lög og svo er eitt lag sem hefur alltaf bara verið spilað á orgelið og það er sama lag og borðsálmurinn í Vatnaskógi. Nú átti maður hins vegar að syngja með eitthvað um blóma og fugla. Rosalega þótti mér fyndið að vera stödd í kirkju að syngja með liltlum krökkum lag sem ég er vön að heyra hundrað stráka syngja við matarborðið. Já, þetta kom verulega á óvart. Ég ætti þá allavega að geta sungið með og lært textann heima við tækifæri.

Annars fórum við Leifa í skátamessu á sunnudaginn. Þegar við komum inn, vitanlega á síðustu stundu var troðfuollt út úr dyrum. Svo fullt að við gátum ekki einu sinni setið á sama stað. En svo byrjaði messan og við héldum bara að við værum í leikhúsi. Presturinn var svo ofvirkur að tala við krakkana og lék allt sem hann sagði sem sagt söguna um Adam og Evu í aldingarðinum ef ég skildi þetta rétt. Krakkarnir fylgdust með eins og dáleiddir rétt eins og fullorðnafólkið sem var bara að skemmta sér konunglega. Svo átti maður endalaust að vera að standa upp og vera í einhverju speglaleik. Ég fattaði það nú ekki alveg og fór bara að hlægja. Maðurinn við hliðiná mér vildi þó endilega prófa þetta svo ég reyndi að hreyfa mig eitthvað og þá átti hann að gera eins. Hehe þetta var furðulegt allt saman en ótrúelga gaman. Mun betra en messan í Lemvig kirke sem ég entist ekki einu sinni allan tíman ;) híhí.

Ég og Lilja löbbðum í bæjinn áðan að fá okkur að borða. Hélt ég myndi drukna það ringdi svo mikið. Bleika kaffihúsið með reykingarlyktinni varð fyrir valinu. Skrítið að við völdum það... eða nei líklega ekki þar sem það er eini staðurinn hérna sem maður getur setið og borðað eitthvað fjölbreytt. Erik er sofandi núna, frábært, hlýtur samt að farað vakna, hann sefur alveg ótrúlega lítið og illa núna eitthvað. Svolítið óþolandi og þegar hann er vakandi vill hann alls ekki sitja á gólfinu.

Skóli í kvöld og ég á ennþá eftir að klára að læra. Allavega hreinskrifa það sem ég var að gera. Frí á morgun en ekki á fimmtudaginn sem þýðir að ég eyðilegg stelpuferð til Holstbro sem var löngu ákveðin. Skil ekki að kallinn geti ekki bara haft barnið einn fimmtudag svo ég þurfi ekki að vera ein í fríi með engan bíl í ausandi rigningu. Stelpurnar fara því án mín í búðir í Holstebro. Ji minn einasti.

Valborg danadís kveður í bili.

5 Comments:

  • Hæ !
    Ég skil alveg Erik snúðinn, að vilja ekki alltaf sitja á gólfinu ef von er um eitthvað annað betra ;-)
    Hvernig er þetta eiginlega með Århus ----- ætliði aldrei þangað ??
    -- mundu svo eftir blómaskólanum ;-)
    --- Kjötbollurnar 500 eru ekki ennþá búnar svo að þær endast alla vega í 3-4 daga;-)
    Kv.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:38 f.h.  

  • þu ættir ad fa þer regnhlif en þad er verra ef þu tekst a loft i rokinu- það gerist ekkert þar sem þu eert orðin svo mikil bolla, hvernig er þetta eiginlega með ræktina?.
    Allt gott að fretta af okkur og Unni lika...
    Kveðja Stebba.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:42 f.h.  

  • Þetta með Århus gengur hægt þar sem við þurfum bæði bíl og tíma og eigum aldrei frí á sömu dögum svo þetta þarf að skipuleggjast með fyrirvara. Stefnum þó að þessu fyrir jólin.

    Ég á nú þessa fínu regnhllíf hérna inní skáp sem ég keypti mér á flugvellinum í Frankfurt í sumar, svaka fín hvít með svörtum nótum út um allt þar sem ég var nú í söngferðalagi ;) En hún hefuraldrei verið notuð, er enn að átta mig á því að hér þykir ekki hallærislegt að nota svona útbúnað.

    Ræktin... ja það gengur hægt eins og margt annað hér í danaveldi, er ekki einu sinni búin að tékka á því hvað þetta kostar. Geri það við tækifæri þegar ég hef bíl því það er alltof langt að labba í hinn enda bæjarins. Hef þó athugað með íþróttaskóna, afar lítið úrval af þessháttar hérna.

    Myndi glöð þyggja nokkrar kjötbollur núna. Afar svöng eftir hrillilega rauðsprettu í matinn með 2564 beinum í. Hrærði bara í þessu og henti þessu svo þegar enginn sá til ;) og þegar við komum úr skólanum var allt lokað svo við gátum ekki keypt neitt að borða! ekkert til hér eins og vanalega og líka allir sofnaðir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:29 e.h.  

  • Hæ-hæ þú þarft að hafa fyrirhyggju og eiga eitthvað í herberginu þínu þegar þú ert svöng safa og kex eða eitthvað sem þér finnst gott.Er Erik ekki að taka tennur, þá eru börn oft svo pirruð og líður illa.ÉG vona að það fari að stytta upp hjá þér hér er 7° frost núna en hlýnar eitthvað á morgun.Er ekki hægt að taka lest til Aarhus ?
    ´Við fengum líka kjötbollur í kvöld
    og Baldur var búinn á búa til brauð til að hafa með það var mjög gott með osti og pepperoni.Mamma þín var búin að prenta út afmælisbloggið frá þér til að geyma það með kortunum það var mjög fallegt hjá þér.Kveðjur frá afa og ömmu.














    e

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:56 e.h.  

  • He he að prenta út bloggið mitt ;) kannski ég eigi einhvern daginn færslur uppá vegg hjá ykkur öllum! hehe nei kannski ekki.
    Jú djús og kex í herberginu rétt áður en ég fer að sofa er einmitt það sem mig langar í þegar ég er að reyna að hætta að borða svona mikið af rusli. En maður gerir það nú samt og eins og allir vita get ég enganvegin borðað ekki nammi ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home