Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, október 03, 2006

Óperutónleikar

Í gærkvöldi fór ég á óperutónleika í Holstebro með Didu (stelpan frá Búlgaríu sem vinnur á herragarðinum) . Fannst þetta mjög gaman en er nú ekki viss um að Dida hafi verið að fíla þetta. Nú hef ég t.d. heyrt part úr Töfraflautunni á dönsku og var náttla rosa ánægð þegar ég þekkti hvaðan þessi lög voru. Híhí ;) Þetta var í nýja tónleikahúsinu í Holstebro sem drottningin var einmitt að opna rétt áður en ég kom. Ekkert smá flott hús og hönnunin ótrúlega einföld og töff. Var svaka gella í nýjum grænum bol, svörtu pilsi og á fína svarta bílnum þeirra. Alveg að passa fínt inn þarna hjá fína fólkinu í óperunni ;)

Hér er stanslaus rigning. Hér rignir ekki lítið þegar það rignir og á götunum í Lemvig í gær var næstum flóð. Ég labbandi hingað og þangað með strákana þar sem ég hafði ekki bíl. Held þau verði nú bara að fá sér þriðja bílinn því það er ekkert smá sem ég labba hérna alla daga. Fór áðan með Erik í barnasálmasönginn sem við skráðum okkur í. Þetta var gaman, svolítið sniðugt fyrirbæri fyrir fólk með litla krakka.

Ógeðslega mikill þvottur bíður. Þau bara þvo og þvo og svo hef ég engan tíma til að ganga frá svo allur þvotturinn sem ég þvoði í gær, 3 vélar og allta sem hún þvoði um helgina bíður nú eftir að verða straujað. Verð líkelga að í allt kvöld. En.... líkega best að byrja á meðan Erik sefur. Lítið gert þegar hann er vakandi.

Skvísin í danaveldi skilar kveðju til fólksins á besta landinu ;)

3 Comments:

  • Vá geggjað ------ gaman að fara í Operuna í flottum, svörtum bíl ;-)
    ------ Já, ég sá í veðurfréttunum í gærkvöldi að það rignir núna stórum dropum um alla norðanverða Evrópu.
    Gangi þér vel með þvottinn.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:44 f.h.  

  • Hæ snobbhænsn!
    Eg veit eiginlega ekki hvernig tu verdur ordin tegar tu kemur heim eftir arid, Heimtar nyjan bil og tarft ad lifa enn finna lifi en vid gerum her a skerinu goda, tu ert greinilega i godum gir. Frabært fyrir tig ad hafa komist i operuna, vonandi færd tu ad fara meira svona skemmtilegt. Drifdu tig i tvottinn og HÆTTU ad strauja tetta allt, brjottu bara vel saman.
    Bestu kvedjur fra mer og minum...

    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:11 e.h.  

  • Elsku prinsessa....takk fyrir sendinguna.....frábærir kallar....frábærir límmiðar og kortin dásamleg....og takk fyrir aðal kortið sem kom svona líka rosalega á óvart......mamma ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home