Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, október 01, 2006

Stelpuferð til Holstebro


Dagarnir líða og á morgun hef ég verið hér í mánuð. Finnst það skrítið núna, þessi vika var alltof fljót að líða.

Föstudagurinn fór í að fínisera heimilið. Ég náði takmarkinu.... er orðin snillingur. Ryksugaði, skúriði og tók baðherbergin allt fyrir kl 2 auk þess að fara í apótekið með Erik. Henrik var reyndar svo frábær að taka krakkann smá stund og fara með hann út að labba þar sem hann var sko í sínu mesta stuði og vildi sko alls ekkert vera eitthvað einn á gólfinu að leika sér.

Helgarfríið tók við og í gær settist ég að hjá Leifu. Keyrði nokkrar ferðir í búðina auk þess að skutla Lilju til og frá Lemvig. Gaman að því ;) Leifa bakaði pitsu handa okkur í gærkvöldi og svo kom Lilja og þá var borðaður ís og snakk með heitri sósu sem Lilja mallaði. Hér í Lemvig opnar maður hurðina, gengur inn og kallar halló. Ekki bara au-pair stelpurnar heima hjá hvor annarri heldur gerir pósturinn þetta líka. Fyndið.

Nú liggur leiðin til Holstebro með stelpunum. Stelpudagur út í gegn og engir litlir strákar með aldrei þessu vant. Ætlum að kíkka í nokkrar búðir, fara út að borða og svo í bíó í Stuer.

Er að vinna í því að búa til myndasíðu.... þið fáið meira en nóg að skoða þegar hún verður tilbúin :) Á myndinni eru Erik og Oxí.... ekkert smá sætir þarna!!

Skvísan ykkar kveður í bili..... Valborg Rut sem var rétt í þessu að fá útborgað :) frábært.... átti nefnilega engan pening!!

9 Comments:

  • Ekkert smá sæt mynd. Hvernig gengur þér samt að læra dönskuna? Ertu orðin altalandi?

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:31 f.h.  

  • Heil og sæl. Mikið eru Erik og kötturinn sætir.Það er nú svo gaman að heyra í þér þegar þú ert svona líka ánægð. Gaman að sjá fleiri myndir.Mamma þín keypti sér flott dress í gær,var svaka flott gella í þvi.Afi biður að heilsa,hann er með gigt í síðunni eins og gömlum manni sæmir.Kærlige hilsner fra mormor í Ásvegi.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:38 f.h.  

  • Hæ !
    Verulega sæt mynd ----- heyrðu, nú á ég "kanel-giffler" í poka niðrí skóla (það stendur Kanle-giffler" utan á honum - enda eru þetta danskir snúðar. Það gaf einn kennarinn mér þá, af því að mér finnst þetta svo skemmtilegt orð ;-)
    Af því að ég er svo góð í dönsku og er búin að skoða kortið svo oft hef ég tekið eftir að þú skrifar ekki "r" í Struer :-)
    Hér er ekkert sérstakt um að vera þessa helgi ----- örugglega skemmtilegra í Danmörku ;-)
    --- Mamma þín er orðin algjör gella ------- þú ættir að sjá græna jakkann hennar ------- hún er ógeðslega flott í honum ;-)

    Jeg glæder meg til at höre om hvordan det går i danske -skolen -- Bedste hilsner
    moster Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:06 f.h.  

  • PS !!
    Hvað kostar að fara í þennan dönskuskóla ???? --- þarft þú ekki að borga það ???
    PS 2. ----- finnst "fólkinu" (þ.e. Benedictu og Henrik) þú ekkert eyða miklu bensíni ;-) ???
    Bæ.
    H.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:10 f.h.  

  • Abba: Danskan gengur ágætlega. Tekst orðið að gera mig skiljanlega og ef það gengur ekki þá er það bara orðabókin! Hún er sko geymd miðsvæðis svo við getum öll notað hana ;) Annars get ég nú ekkert tjáð mig eitthvað svaka sko...

    Amma: Bið að heilsa afa líka ;)

    Helga: Ertu farin að tala dönsku í vinnunni líka? Það er naumast þú hlakkar til að koma til danaveldis til mín einhvern daginn ;)
    Mamma er náttla svaka gella rétt eins og dóttirin ;)
    Hef örugglega bara gleymt r inu óvart.
    Held að skólinn kosti 500 danskar. Veit ekki hvort ég þarf að borga það sjálf.
    Bensínið... ég hef nú engar áhyggjur af því, þau geta nú víst borgað það... keyra nú ekkert lítið sjálf. Þau hafa nú ekkert nefnt að ég keyri mikið... hljóta þá bara að segja mér að keyra minna!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:20 f.h.  

  • vá smá sæta barnið...úff má ég eiga það...!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:25 f.h.  

  • Bleeeesud gamla!
    Min ekkert ordin sma heimavön i Danmörku, bara farin ad finnast timinn lida of hratt, tad er alveg frabært. Ef tu sæir mömmu tina i nýja dressinu ta tyrftir tu nu ad hugsa augnablik hvor ykkar er meiri gella ;-)
    Eg hlakka til ad sja fleiri myndir, lika fra umhverfinu i kring um tig.
    Bestu kvedjur
    Stebba.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:38 f.h.  

  • Nei Hulda það gengur ekki.... ég á hann núna ;)

    Hehe já Stebba skilst að hún mamma mín sé bara aðal skvísan í bænum núna ;) Það var þá eins gott að ég keypti nýja tösku í gær og tvo nýja boli svo ég verði nú líka í einhverju nýju ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:40 f.h.  

  • ...hvað er í gangi....það er eins og ég hafi aldrei verið gella áður....þó maður fái nú dress annað slagið....

    Myndin frábær af börnunum þínum.
    Það er gott að þú ert dugnaðastúlka ( ég skal ekki segja dugnaðarhross eins og Helga )
    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home