Stolt
Ég er afar stolt af nöglunum mínum. Eftir margar tilraunir til þess að hætta að naga neglurnar og margra ára ábendingar frá mömmu um hvað neglurnar mínar séu ógeðslegar og hæfi ekki svona fínni stúlku eins nagaðar og þær hafa alltaf verið. Ég gafst ekki upp á að reyna að hætta að naga neglurnar. Ég er viss um að þetta er eins og að hætta að reykja. Enda fíkn að vissu leiti. En nú eru 90 % af nöglunum mínum afar fínar og flottar, lakkaðar og ónagaðar. Aðeins 1 nögl eða 10% er enn að ná sér eftir síðasta kastið mitt. Vonandi verða þau ekki mikið fleiri. Um jólin verð ég því loksins með flottar neglur á Íslandi :)
Löng helgi framundan, föstudagur, laugardagur og sunnudagur í frí. Afskaplega verður það gott. Nema hvað að það er ekki bara nóg að gefa manni frí heldur verður maður líka að finna eitthvað að gera. Enginn bíll svo líklega verð ég að láta mér nægja að hjóla eða nota strætó til annarra bæja. Ég sit og borða íslenskt nammi. Þristar sem Lilja kom með frá Íslandi um daginn þegar hún var búin í fríi þar með fjölskyldunni sinni. Ótrúlega er þetta gott!! Nammið okkar er alveg ábyggilega það besta í heiminum. Ég súkkulaði manneskjan sjálf hef ekki fundið neitt spennandi súkkulaði hérna. Eða jú en þá bara það sem er til heima líka. Annars er ég að reyna að hætta að borða svona mikið nammi og þá allavega í aðalrétt í kvöldmatinn.
Annars hef ég ákveðið að fjárfesta í hlaupaskóm. Þó einhverju sem má nota bæði inni og úti þar sem ég hef ákveðið að takast á við líkamsræktarstöðvafóbíuna og kíka í ræktina hérna ef það kostar ekki morðfjár. Á eftir að tékka á því. Svona á til að gerast þegar maður flytur til annars lands. Þess má í lokin geta að ég hef þyngst um einhver 7 kíló á þessum bráðum tveimur mánuðum sem ég hef verið hérna. Ji minn einasti ef ég fengi nú 3 kíló á mánuði.... já nei takk!! Annars er þetta aðalega til þess að hafa eitthvað að gera á kvöldin þessi líkamsrækt. Víst hafa jú allir gott af smá hreyfingu ;)
Er að reyna að setja myndir inn á myndasíðuna en það gengur eitthvað illa... vonandi tekst það fljótlega... allavega áður en þolinmæði mín er á þrotum....
Kveð í bili úr roki og rigningu....... Valborg Rut
5 Comments:
Hæ, gamla!!
Tetta var skemmtilegt ad lesa, tinar neglur eru greinilega flottari en minar i augnablikinu, eg verd ad fara taka mig a svo eg verdi fin um jolin ;-) Hvar er billinn eiginlega? Tarf Benedicta-kona ad nota hann i vinnunni? Mer list vel a ad tu kikkir i ræktina, tu hefur bædi gaman og gott af tvi eg tala nu ekki um ef tu ert a leidinni ad breytast i fil. Njottu frisins um helgina
kvedja Stebba.
By Nafnlaus, at 7:03 f.h.
Takk Stebba,já fríið verður sko notað! Að breytast í fíl... hehe já kannski það endi með því! Bílinn sem ég er alltaf á er í ferðalagi fyrir apótekið því apótekið á hann held ég. Apotekarinn sjálfur getur nú ekki labbað í vinnuna svo hún fer á hinum bílnum. Heyrðu jú hún labbaði einn dag, þá hafði ég líka bíl en bara rétt á meðan ég var að passa. Vona að hinn bíllinn komi nú fljótlega heim...
By Nafnlaus, at 7:31 f.h.
Flottar neglur.
By Nafnlaus, at 7:38 f.h.
Hæ!
Okkur finnastþetta líka fínar neglur. Já, gott að fara og líta á hvernig svona íþróttasalir líta út. Við mamma þín erum líka að fara að drífa okkur í fimleikatíma. - Við eigum bara svo lítinn pening - en það koma nú bráðum mánaðamót ( og svo gætum við Stebba gefið henni kort í ræktina í afmælisgjöf - af því að hana langar hvort sem er ekki í neitt ;-)
Hér er snjókúlusnjór - en er að verða autt í hjólförum.
Bæ !
Helga, mamma og amma
By Nafnlaus, at 9:23 f.h.
He he já endilega allar í fimleikana! Æi þið eruð nú svo góðar í þessu sprikli ;)hehehe
Ég veit nú ekki hversu skemmtilegt er að fá kort í ræktina í fertugsafmælisgjöf en...
Mann langar nú pínu heim í snjóinn þegar allir tala um hann. Annars hef ég það ágætt í roki og rigningu.
By Nafnlaus, at 10:54 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home