-- 20 dagar --
Það stittist óðum í að ég komi heim og núna eru bara 20 dagar. Á morgun verða 19 dagar svo þá get ég hætt að segja og eitthvað. Langt síðan ég bloggaði um daginn og veginn og lífið sjálft. Líklega er það þó bara nokkuð gott því það voru örugglega allir orðnir leiðir á því. En síðustu dagar hafa allavega verið ágætustu dagar. Brjálað að gera reyndar en ekki langt í skemmtununa þegar ég var í fríi. Á laugardaginn þegar ég var búin að passa skellti ég mér til Leifu. Bökuðum þessa fínu súkkulaðiköku og gæddum okkur því á köku og ís um kaffileitið. Ekki fannst okkur þetta nú nóg svo við bökuðum líka pitsu til að hafa í kvöldmatinn. Einhvernegin vill það verða svo að þegar við Leifa erum saman seins á kvöldin vilja oft koma einhverjar svaklegar umræður. Ég kom mér allavega ekki heim fyrr en uppúr tvö þegar við loksins gátum hætt að tala. Það lá við að við slepptum því að anda við töluðum svo mikið, svo hratt og þurftum að segja frá svo rosalega miklu.
Hvað er betra að gera á sunnudögum en að þvælast smávegis, allavega í þau skipti sem við höfum bíl. Fórum í þessa líka svakalegu gelluferð til Thyboron. Hörku stuð bara og ég verð að segja að þessar sex búðir sem þarna voru komu verulega á óvart. Kom allavega heim einu gallapilsi ríkari svo ekki sé minnst á það að ég er kannski búin að redda jólakortunum líka. Keyrðum og skoðuðum helling, flippuðum til dæmis vel á myndavélunum fyrir framan Sneglehuset. Þetta er svo ótrúlega flott hús. Allt þakið skeljum og kuðungum. Ákvað að biðja pabba um að gefa mér kannski svona hús ef ég gifti mig einhverntíman, þetta væri nú fínasta brúðargjöf! He he æ kannski nær hann að púsla þessu fyrir tvítugsafmælið ;) En allavega, ég vildi endilega skoða Thyboronkirkju og við auðvitað þar inn. Frekar skrítin og köld kirkja eitthvað, líka tómlegt að koma þarna inn í svona stórt hús, allt slökkt og svona. Okkur fannst við nú eiginlega vera að stelast, en ég meina, það var opið ;) Á leiðinni heim ákváðum við að ég þyrfti nú að snerta svona stórt hvítt dæmi sem býr til rafmagn. Æddum út úr bílnum í pilsunum okkar og hlupum eitthvað áleiðis þarna út í sjóinn en samt á steinunum. Þetta var krípí, rosalega stórt að vera svona undir þessu og vá þetta virkar ekki svona stórt frá veginum.
Keyrðum svo til Harboöre til að skoða þann sögufræga bæ nú aðeins. Kíktum á kirkjuna þar líka en allt læst. Ég tók þó mynd af kirkjugarðinum fyrir utan, já það var athygglisvert. Leit svona út eins og um legsteinaútsölu væri að ræða. Ekki gat þetta alltsaman gengið áfallalaust fyrir sig. Allt í einu kemur einhver svakaleg brunalykt inn í bílinn. Ég eitthvað ji hvaða lykt er þetta eiginleg og hélt að það væri bara að kveikna í bílnum. Sá svo allt í einu að það var bara hefí reikur út úr hurðinni minni hjá tökkunum til að opna gluggann. Við stoppuðum á staðnum og hoppuðum alveg út úr bílnum í svaka panikki því við kunnum náttúrlega ekkert á eitthvað svona. Mér tókst svo að stoppa einhvern strák þarna sem taldi mér trú um það að þetta væri bara búið núna og það væri allt í lagi að keyra áfram. Úff, okey við inn í bílinn og vorum farnar að hlægja af þessari uppákomu. En strákurinn hafði rétt fyrir sér og við urðum ekkert varar við þetta meir. Komumst heilar á höldnu heim og horfðum á Örninn í sjónvarpinu eftir ótrúlegan dag.
Í morgun er búið að strauja, ryksuga, fara í bæjinn, borða og nú tölvast. Nú liggur þó leiðin aftur í þvottahúsið þar sem ég á eftir að klára þetta hrillilega verkefni sem tekur svo ótrúlega langan tíma.
Sjáumst eftir 20 daga!!! Valborg Rut
3 Comments:
bara eftir 20 daga? ótrúlega stutt þangað til og ég er ekki byrjuð að gera neitt fyrir jólin hvað þá annað.
Gaman að sjá hvað þú ert orðin flink að skrifa dönskuna, nú verður þú alltaf að fara með til danabæjar sem túlkur ef við verðum þarna eitthvað að þvælast.
Nú er ég á næturvakt eins og alltaf þegar ég sendi þér línu og aumingja ég þarf líka að vinna næstu nótt, vonandi get ég sofið eitthvað á morgun en ég á frekar erfitt með að sofa á daginn.
Haukur er búin að taka belta-próf og er núna komin með appelsínugult belti og svo verður næsta grænt.Hann er búin að standa sig svo vel í stærðfræðinni að hann þarf ekki að taka próf og var að sjálfsögðu mjög glaður svo fer hann í þjónapróf á morgun.
Jæja ekki meira í bili, bestu kveðjur frá mér og Reyðarfjarðar-gaurnum
Stebba
By Nafnlaus, at 6:32 e.h.
Gaman hjá þér ;) Skemmtileg blogg undanfarna daga. Var bara ein mynd frá gellu ferðinni ykkar um helgina ? Hlakka orðið til að fá þig heim í jólafrí og nú þykist ég ætla að vera búin að gera sem mest áður en þú kemur.....ekki nema þig lagni sérstaklega til að þrífa með mér og baka.......en það verður örugglega eitthvað eftir þannig að þetta reddast.....
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 3:26 f.h.
Heyrðu það eru til þónokkrar myndir, ætla að reyna að setja þær á myndasíðuna í kvöld. Fínt ef það verður búið að taka skápa og geymslur og þannig svo ég geti bara verið heima opg hjálpað við það sem er skemmtilegt! Ég þarf nú allavega að fá að hjálpa við að baka eina sort, býst nú alveg við að það verði hellingur eftir til að gera þegar ég kem heim. Hvernig væri samt að leyfa herberginu mínu að fá jólaseríu í gluggann sinn bráðum? Það verður nú að vera pínu jólalegt þegar ég kem ;)
By Nafnlaus, at 5:29 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home