26 dagar!
Dagurinn hefur einkennst af þvælingi hingað og þangað. Byrjaði á að fara og syngja í kirkjunni með Erik. Er nú alveg að ná þessum sálmum, sungum meira að segja jólasálm. Held að það sé fögur er foldin, heiður er guðshiminn.... á íslensku allavega er þetta eitthvað um jörðina og himinninn á dönsku ;) Fór svo og náði í Lilju, keypum grænmetisböku í dulargerfi (súkkulaðiköku) og fótum í heimsókn til Leifu. Erik svaf þar úti í vagni á meðan skvísurnar voru ekki lengi að klára eina köku eða svo :) Fórum svo heim og eftir það var litli pjakkur alveg afskaplega leiðinlegur eitthvað, hélt ég yrði alveg gráhærð á honum. Er búin að vera að drepast í bakinu í allan dag og ekki bætti á að geta ekki lagt litla hlunk frá sér nema hann stæði á öskrinu. Hélt líka að ég væri að fá ælupesti því Peter er búinn að vera ælandi síðan um helgina. Yndislegt, og auðvitað var mér óglatt í morgun. Reyndi nú samt bara að gleyma því, hér er ekki í boði að verða veikur!
Skutluðumst í skólann áðan. Fínasta fínt bara, mc donalds þegar eftir skóla því við erum alltaf að deyja úr hungri eftir þetta og þetta er það eina sem er opið á öllu jótlandi held ég bara lengur en til níu. Heimferðin var skrautleg eins og vanalega. Nú hófum við upp raust okkar og sungum hástöfum með einhverjum íslenskum ættjarðarlögum sem var til á geisladisk þarna í íslenska bílnum (Ingibjargar og Halldórs). Rosalega góðar að syngja svona og svona líka að vanda okkur.... ja eða alveg öfugt ;) Komst allavega heim að lokum eftir miklar þjóðhátíðarumræður, skipulag og hátíðarhöld, drykkju og allt sem viðkemur þessari hátið. Nú liggur því leiðin fljótlega í háttinn þar sem nóttin er löngu brosin á í danaveldi.
Stjörnuspáin mín í dag:
Hlustaðu vel á manneskjur sem leiðbeina þér í og hugsaðu þig vel um áður en ákvörðun verður tekin varðandi breytingar. Þú verður að gæta þess að ásetningur þinn leiði til góðs og gefa af þér án þess að krefjast endurgjalds og sjá, draumar þínir rætast. Stjarna meyju sýnir hér jafnvægi og tilhlökkun. Hér er fyrirboði þess að þú standir fyrr en síðar frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir innan skamms.
Ætla nú rétt að vona að ég sé búin með minn skammt af ákvörðunum og að þær verði ekki mikið fleiri né erfiðari í bili! Þess má geta að ég hef safnað stjörnuspánni minni næstum allan nóvember mánuð og á þetta bara alveg ótrúlega oft eitthvað við mig, hehe, miðað við að stundum er þetta bara eitthvað algjört bull.
..... sitji Guðs engjalr saman í hring, sænginni yfir minni...... Góða nótt :)
Skutluðumst í skólann áðan. Fínasta fínt bara, mc donalds þegar eftir skóla því við erum alltaf að deyja úr hungri eftir þetta og þetta er það eina sem er opið á öllu jótlandi held ég bara lengur en til níu. Heimferðin var skrautleg eins og vanalega. Nú hófum við upp raust okkar og sungum hástöfum með einhverjum íslenskum ættjarðarlögum sem var til á geisladisk þarna í íslenska bílnum (Ingibjargar og Halldórs). Rosalega góðar að syngja svona og svona líka að vanda okkur.... ja eða alveg öfugt ;) Komst allavega heim að lokum eftir miklar þjóðhátíðarumræður, skipulag og hátíðarhöld, drykkju og allt sem viðkemur þessari hátið. Nú liggur því leiðin fljótlega í háttinn þar sem nóttin er löngu brosin á í danaveldi.
Stjörnuspáin mín í dag:
Hlustaðu vel á manneskjur sem leiðbeina þér í og hugsaðu þig vel um áður en ákvörðun verður tekin varðandi breytingar. Þú verður að gæta þess að ásetningur þinn leiði til góðs og gefa af þér án þess að krefjast endurgjalds og sjá, draumar þínir rætast. Stjarna meyju sýnir hér jafnvægi og tilhlökkun. Hér er fyrirboði þess að þú standir fyrr en síðar frammi fyrir því að taka mikilvægar ákvarðanir innan skamms.
Ætla nú rétt að vona að ég sé búin með minn skammt af ákvörðunum og að þær verði ekki mikið fleiri né erfiðari í bili! Þess má geta að ég hef safnað stjörnuspánni minni næstum allan nóvember mánuð og á þetta bara alveg ótrúlega oft eitthvað við mig, hehe, miðað við að stundum er þetta bara eitthvað algjört bull.
..... sitji Guðs engjalr saman í hring, sænginni yfir minni...... Góða nótt :)
6 Comments:
Góða nótt,,,
það er núna nótt hjá mér og ég í vinnunni. 26 dagar... það er nú ekki neitt og þú verður komin heim áður en þú veist af. Unnur er að fara til London 3. des og verður á þvælingi milli borga í inntökupróf í fjóra eða fimm skóla held ég. Hún fær að gista hjá Helgu Valborgu og það verður ábyggilega rosalega gaman fyrir þær að hittast.Svo endar hún í London aftur. Ferðin tekur viku og svo kemur hún heim í jólafrí 20. des og fer aftur suður á Nýjársdag. Haukur byrjar í prófum 1. des og fer í síðasta þann ellefta.
Annars allt gott að frétta að sjálfsögðu
kveðja
Stebba
By Nafnlaus, at 5:56 e.h.
Frábært, ekki leiðinlegt að hafa einhverja ástæðu til að ferðast um London, skoða, kaupa, syngja... hörku stuð :)
Gott að ég er ekki að fara í nein próf á næstunni. Afskaplega gott að vera ekki í þessum skóla ;) Annars væri ég alveg til í að taka kokkaprófið og þjónaprófið aftur, alls ekki svo slæmt ;) En ekkert bóklegt ;)
By Nafnlaus, at 12:28 f.h.
Hæbb.....er að fara að bera út Dagskrána....og síðan til ömmu gömlu að hjálpa henni aðeins.
Nú eiga dagarnir að fara að verða skipulagðir .....hvernig sem það mun nú ganga.....
Mammsa.
By Nafnlaus, at 4:59 f.h.
Úúú, hlakka ekkert smá til að hitta þig!! 26 dagar... :)
By Nafnlaus, at 5:25 f.h.
Hæ !
Ég er búin að vera í Reykjavík ---- keypti aðallega tvennt - jólakort og föt á Agnar-smáan.
Þetta var bara fínt þó að flugvélin hristist svolitið á leiðinni.
Nú get ég farið heim að skrifa á jólakortin mín 70.
Kveðja
Helga.
By Nafnlaus, at 10:11 f.h.
Frábært, vildi að ég væri líka í Reykjavík núna og gæti svo farið að skrifa á jólakortin. Þegar maður byrjar á því eru jólin alveg að koma. Man ekki betur en að ég hafi löngu verið byrjuð á jólakortunum um þetta leiti í fyrra.
By Valborg Rut, at 10:22 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home