28 dagar
Hef ákveðið að skrifa nokkra stafi sem saman mynda orð sem úr verður frásögn helgarinnar áður en ég strauja allan þvottinn sem bíður eftir mér. Erik sofnaður svo nú er ró í klukkutíma eða svo.
Laugardagurinn leið mínótu fyrir mínótu, alveg ótrúlega hægt en loksins hafðist þetta. Ji minn einasti hvað ég var glöð. Tíminn fram að hádegi hefur aldrei verið svona lengi að líða. En ég gat tekið gleði mína á ný þegar allir fóru eitthvað og ég hitti þau ekkert fyrr en í morgun. Ég var því ein í höllinni og það er nú bara fínt. Stundum svolíð tómlegt þegar allt er orðið dimmt en ég var nú ekki svo mikið heima svo ég er vel lifandi núna ;) Í gær fór íslensku au-pair skvísurnar til Holstebro, kíkktum í Bilka og eyddum þónokkrum tíma þar. Ætli við höfum ekki dundað okkur þarna í næstum klukkutíma. Keyðum svo til Struer þar sem beið okkar þetta fína matarboð hjá Sigrúnu og co. Ótrúlega góður matur þar á ferð og þar af leiðandi borðuðum við yfir okkur. Keyrðum svo heim einhverntíman seint um síðir þegar við loksins gátum hætt að tala. Nokkuð góður dagur bara en verð að játa að ég er eitthvað afskaplega þreytt núna.
Það stittist óðum í að ég komi heim og í dag eru bara 28 dagar. Þeir mættu alveg vera aðeins færri en æi þetta klárast á endanum. Varð nú samt pínu reið um daginn við Benedictu þegar ég var að spurja hvenær Henrik kæmi heim af sjónum og hvenær hann fer aftur. Þá komst ég að því að líklega hafa þau vitað allan tíman að hann yrði heima þegar ég færi svo ekkert mál hefði verið fyrir mig að fara á föstudeginum heim með Leifu. Ömulegt þar sem ég á þá frí á fimmtudegi og laugardegi en fer ekki heim fyrr en á sunnudegi. Finnst eitthvað svo glatað að þau hafi ekki boðið mér að fara á föstudeginum því þau vissu vel hvað okkur Leifu langaði að fljúga saman heim. En nei, þau létu alveg eins og hálvitar þegar við vorum að reyna að tala um þetta við þau, snéru sér bara við og snéru út úr og eitthvað svo ég ákvað að tala bara ekkert meira við þau enda alveg vonlaust ef fólk ætlar að hegða sér svona eins og smákrakkar. Þetta var þó áður en ég sagði upp. En nú erum við búnar að panta flug hjá sitthvoru flugfélaginu svo við fljúgum báðar einar heim og ferðumst einar alla leið í lestinni. Þetta er því útrætt mál og ég verð bara að þrauka.
Það er rok og rigning í danaveldi og bara orðið frekar kalt hérna finnst mér. Líklega ekkert á við heima samt þar sem bílarnir festast hvað eftir annað í snjónum og fólk er dúðað upp fyrir haus. Það lítur ekki út fyrir að ég komi í opnum skóm og á peysunni þegar ég kem heim. Nei líklega gengur það ekki upp.
Bestu kveðjur í bili.... Valborg Rut
Laugardagurinn leið mínótu fyrir mínótu, alveg ótrúlega hægt en loksins hafðist þetta. Ji minn einasti hvað ég var glöð. Tíminn fram að hádegi hefur aldrei verið svona lengi að líða. En ég gat tekið gleði mína á ný þegar allir fóru eitthvað og ég hitti þau ekkert fyrr en í morgun. Ég var því ein í höllinni og það er nú bara fínt. Stundum svolíð tómlegt þegar allt er orðið dimmt en ég var nú ekki svo mikið heima svo ég er vel lifandi núna ;) Í gær fór íslensku au-pair skvísurnar til Holstebro, kíkktum í Bilka og eyddum þónokkrum tíma þar. Ætli við höfum ekki dundað okkur þarna í næstum klukkutíma. Keyðum svo til Struer þar sem beið okkar þetta fína matarboð hjá Sigrúnu og co. Ótrúlega góður matur þar á ferð og þar af leiðandi borðuðum við yfir okkur. Keyrðum svo heim einhverntíman seint um síðir þegar við loksins gátum hætt að tala. Nokkuð góður dagur bara en verð að játa að ég er eitthvað afskaplega þreytt núna.
Það stittist óðum í að ég komi heim og í dag eru bara 28 dagar. Þeir mættu alveg vera aðeins færri en æi þetta klárast á endanum. Varð nú samt pínu reið um daginn við Benedictu þegar ég var að spurja hvenær Henrik kæmi heim af sjónum og hvenær hann fer aftur. Þá komst ég að því að líklega hafa þau vitað allan tíman að hann yrði heima þegar ég færi svo ekkert mál hefði verið fyrir mig að fara á föstudeginum heim með Leifu. Ömulegt þar sem ég á þá frí á fimmtudegi og laugardegi en fer ekki heim fyrr en á sunnudegi. Finnst eitthvað svo glatað að þau hafi ekki boðið mér að fara á föstudeginum því þau vissu vel hvað okkur Leifu langaði að fljúga saman heim. En nei, þau létu alveg eins og hálvitar þegar við vorum að reyna að tala um þetta við þau, snéru sér bara við og snéru út úr og eitthvað svo ég ákvað að tala bara ekkert meira við þau enda alveg vonlaust ef fólk ætlar að hegða sér svona eins og smákrakkar. Þetta var þó áður en ég sagði upp. En nú erum við búnar að panta flug hjá sitthvoru flugfélaginu svo við fljúgum báðar einar heim og ferðumst einar alla leið í lestinni. Þetta er því útrætt mál og ég verð bara að þrauka.
Það er rok og rigning í danaveldi og bara orðið frekar kalt hérna finnst mér. Líklega ekkert á við heima samt þar sem bílarnir festast hvað eftir annað í snjónum og fólk er dúðað upp fyrir haus. Það lítur ekki út fyrir að ég komi í opnum skóm og á peysunni þegar ég kem heim. Nei líklega gengur það ekki upp.
Bestu kveðjur í bili.... Valborg Rut
4 Comments:
Hæ ! Í dag vildi ég vera galdrakerling.....Helga systir er í Reykjavík og mig langar svo til að geta sagt hókus, pókus og vera komin suður til hennar. Gæti þá reddað jólagjöfunum einn, tveir og þrír eða held það alla vega.... og tala nú ekki um brúðargjöfina sem þarf að fara að ákveða hver á að vera....Nú var Helga einmitt að hringja og sá víst svo sætt á Agnar .....ég sagði henni bara að kaupa það........þannig að við hringumst vís á í dag.....bara gaman en hefði verið enn skemmtilegar að vara með henni.
Annars allt gott frá fróni....
kv. mamma.
By Nafnlaus, at 4:13 f.h.
Mig langar líka að vera galdrakerling í dag... þá myndi ég galdra mig heim ;)
By Nafnlaus, at 5:39 f.h.
Blessuð,
þú ert galdrakerling, þú ert baraekki búin að fatta það ennþá.
Allt gott að frétta, ég þyrfti að fara komast í kraftgírinn, en það er bara eins og hann virki ekki neitt, vona að þetta fari að koma.Gaman að sjá teljarann ásíðunni þinni því nú er bara hægt að kíkja á þig til að sjá hvað tíuminn líður rosalega hratt hérna þó hann líði kannski eitthvað hægar hjá þér.
Bið að heilsa öllum sem þú þekkir í útlandinu,
kveðja Stebba
By Nafnlaus, at 11:24 f.h.
Ég er nú ekkert smá stolt að mér að hafa getað sett þennan teljara hingað inná... tæknidýrið sjálft... ja eða ekki... ;)
By Nafnlaus, at 12:35 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home