30 dagar!!
Föstudagurinn er augjljóslega hafinn hér í danaveldi. Hér er búin að hamasta við að ryksuga og skúra allt þetta risa hús, finna annan bílstól þar sem konan fór óvart með hinn í bílnum sínum í vinnuna, reddaði því þó því ég vissi af öðrum stól í geymslunni sem mátti fixa aðeins til, skrapp í búðina og á pósthúsið, búin að elda kvöldmatinn og eftir aðeins klukkutíma þarf ég að sækja Peter í leikskólann. Líklega verð ég svo að vera með skemmtidagskrá fyrir hann svo tilveran hér í húsinu virki til allavega sex í kvöld. Frí í kvöld en vinna til hádegsi á morgun.
Föndurkvöldið varð bara þetta líka föndurkvöld eða svona já. Lilja tók þetta alveg út og málaði og gerði tilraunir til að föndra einhverja kalla, þolinmæðin entist þó ekki lengi svo þessu var hent hálfkláruðu niðrí pokann aftur. Leifa sem allir héldu að myndi gera mest gerði nánast ekkert nema að máta vetlingana sem hún er að prjóna, prónaði þó held ég ekkert. Ég hins vegar sat og skrifaði á kort sem var einmitt að fara í póst áðan til Helgu. Jebb, skvísan á víst afmæli bráðum svo um að gera var að skrifa nokkur orð á blað. Líklega stóðum við okkur best í að tala og hlægja :)
Kveðja í bili.... Valborg Rut í ljómadi góðu veðri í Lemig.
Föndurkvöldið varð bara þetta líka föndurkvöld eða svona já. Lilja tók þetta alveg út og málaði og gerði tilraunir til að föndra einhverja kalla, þolinmæðin entist þó ekki lengi svo þessu var hent hálfkláruðu niðrí pokann aftur. Leifa sem allir héldu að myndi gera mest gerði nánast ekkert nema að máta vetlingana sem hún er að prjóna, prónaði þó held ég ekkert. Ég hins vegar sat og skrifaði á kort sem var einmitt að fara í póst áðan til Helgu. Jebb, skvísan á víst afmæli bráðum svo um að gera var að skrifa nokkur orð á blað. Líklega stóðum við okkur best í að tala og hlægja :)
Kveðja í bili.... Valborg Rut í ljómadi góðu veðri í Lemig.
7 Comments:
Blessuð,
Ég hélt að þú ætlaðir að skrifa ...í ljómando góðu skapi..
Allt gott að frétta , ég fer kannski líka á tónleika með Óskari en bara kl. 22.00 og annað hvort ein eða með ömmu, ég fékk líka tvo frímiða sem sóknarnefndarmanneskja.
Unnur er að drepast úr kvefi -aumingi með hor og hita en er vist að koma eitthvað til en Haukur er bara sæll og glaður í skólanum og eg tala nú ekki um tæ-kvon-do-ið.
Bless í bili héðan úr jólaveðrinu
Stebba
By Nafnlaus, at 11:07 f.h.
Það er naumast þið eruð miklur aðdáendur Óskars Pé, ég hefði nú örugglega líka fengið miða sko því ég er jú svo mekileg ;)
Það eru nú bara allir eitthvað veikir held ég... gott að vera alltaf að spriga úr ánægju í skólanum!
Hlakka til að koma heim í jólaveðrið ;) Svo frétti ég að raggi í jmj væri búinn að skreyta! Úff.... rosalega eruð þið snemma í þessu, bæði veðrið og skreytingarnar !
By Nafnlaus, at 12:29 f.h.
hæ !
Í dag er 12°frost en mjög gott veður. Við erum nú allar fjórar búnar að hlusta á Óskar Pé. og fannst afar skemmtilegt. Það hafa nú ekki oft verið jafn margir í Akureyrarkirkju og í gærkvöldi. Nú förum við aðeins að líta í búðirnar og athuga hvort við getum eytt einhverju.
Med mange kjærlig hilsner !
Helga, mamma, stebba og amma
By Nafnlaus, at 2:30 f.h.
Hæ skvís.
Nú eru jólin komin í B íbúðinni í húsinu á móti glugganum þínum !! Útijólaljósin voru sett upp áðan og í gær komu lítil ljós í alla litlu gluggana uppi......kannski bara búið að pakka inn og skrifa á jólakortin....
Fundum ekkert í bænum í morgun ....og fórum þess vegna bara á Bláu könnuna og fengum okkur súpu og salat.....völdum að vísu fallegt skraut og servéttur fyrir Unni í blómabúðinni....
Búið að vera -15° í dag og mjög fallegt bjart veður.
Hafður það sem best, Agnar og Baldur biðja að heilsa og örugglega pabbi líka en hann er á næturvöktum um helgina.
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 2:10 e.h.
Heil og sæl.Mér fannst nú kalt í gær í 15° stiga frosti.Fór samt í bæinn gat ekkert keypt en hitti þar dætur mínar þrjár sem voru í hasarstuði að venju á þessum tíma árs.Við afi fórum á málverkasýningu hjá Kidda J.sem er gamall skólabróðir minn.Það var ágætt en ég fékk í bakið af því að standa bein í baki en ekki eins og gömul kerling bogin og lotleg eins og ég er orðin.Annars er allt gott að frétta og ´blessuð jólin eru byrjuð að íta í mann svo að ég keypti nokkur jólakort .Ég sé að það er kominn niðurteljari á síðuna þína sem sýnir hvað langt er þangað til að þú kemur heim.Hlakka til að sjá þig Bestu kveðjur amma
By Nafnlaus, at 5:48 f.h.
Blessuð,,,
Ætla bara að láta þig vita að eg vinn með einni konu sem sá bæði brún og svört stígvél og gat ekki gert upp á milli þannig að hún keypti bara bæði :-)
Þú ættir kannski að reyna toppa þetta.
Allt gott að frétta síðan síðast, við systur bökuðum kransaköku nr. eitt í morgun gerum hina seinna eins og allt annað
Stebba
By Nafnlaus, at 1:43 e.h.
Frábært að fá fréttir að heiman, maður saknar þess nú samt pínu að vera ekki með ykkur öllum í jólastressinu. Þið verðið greinilega að drífa jólaskrautið upp ;) ég keypti merkimiða á pakkana áðan, eitthvað fáar jólagjafirnar enn sem komið er en ég er allavega byrjuð á pakkaskrautinu!
Það eru 28 dagar þangað til ég kem heim! Helgarbloggið kemur á morgun ;)
By Nafnlaus, at 2:01 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home