Algengt?
Fann þessa mynd í tölvunni minni. Man að mamma tók hana eitthvert kvöldið heima þegar ég einmitt lá í rúminu mínu með tölvuna á vafri um netheiminn. Þetta er víst töluvert algengt, ég liggjandi með tölvuna mína að kvöldi til með tölvuna á fótunum. Fannst þetta svolítið skondið því núna er ég alveg eins, bara í öðru herbergi, í annarri 66°n peysu en sömu buxunum. Auk þess sem ég hef stóran gráan kött á maganum sem vill endilega fylgjast með bloggheiminum líka. Svo gáfaður þessi danski köttur hérna.
Annars er ég enn ein heima. Þegar ég var búin að rífa mig á fætur, komin fram úr og í fötin klukkan átta á laugardegi heyrði ég að allt hljóðnaði uppi aftur. Ákvað því að þau hefðu kannski bara langt sig smá. Þegar ég fó svo upp aðeins seinna komst ég að því að enginn var heima heldur aðeins bréf til mín sem á stóð að þau væru núna að passa afann en kæmu heim á morgun. Jahá...
Rólegheitadagur. Eiginlega of rólegur bara. Hef verið hér í herberginu mestallan dag utna við smá heimsókn með Lilju til Leifu. Annars bara veraladarvefurinn, Ísafold, sprogskólaverkefnið og nammi með köttinn ávallt mér við hlið, eða öllu heldur á maganum. Stefnan á morgun er sett á Struer. Smá heimsókn til Ásdísar og Sigrúnar.
Svo er bara alltaf að stittast í að ég komi heim! Finnst allt í einu svo stutt þangað til. Þó það sé nú pínu langt en þetta stittist og vitandi það að ég kem ekki aftur hingað líður þetta miklu hraðar ;) Svo ánægð með þetta :)
Best að kveðja úr kulda og hrolli..... aðalsbloggarinn.
2 Comments:
Já, maður hefur nú séð þessa sjón áður...og ósjaldan legið þarna með þér. ;) Veistu hvað ég er að fara að gera á þriðjudaginn? Fara á unicef fund. :) Er ótrúlega spennt yfir þessu, held að það sé ótrúlega gefandi að vera í svona barnahjálparstarfi. ;)
By Nafnlaus, at 5:23 e.h.
Vá frábært! Vildi að ég gæti komið með, var einmitt að skoða fullt af myndum og fréttum í gær frá barnaþorpum og grúska í svona síðum ;) Þetta er alveg ótrúlega spennandi :)
By Nafnlaus, at 1:05 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home