Allt á floti allstaðar...

Segja má að hér í Lemvig sé allt á floti. Bílastæðin einfaldlega fljóta í vatni vegna mikillar rigningar svo sjórinn hækkaði svo mikið að nú er vatn yfir öllu bílastæðinu í miðbænum líka. Við erum ekki að tala um eitthvað smá heldur alveg þónokkuð magn. Fínasta buslulaug ef þau væri hlýtt hérna.
Annars er alveg ótrúlega kalt hérna. Veðrir svolítið íslenskt og við bara einfaldlega að frjósa úr kulda. Líklega verð ég að hætta að fara út á peysunni og leyfa vetlingum og hlýjum fötum að taka yfirhöndina.
Kíkti aðeins í bæjinn með Lilju áðan og í bakaríið. Það var fínt en alveg afskaplega kalt þrátt fyrir að hafa verið á bíl. Nú er ég svo búin að setja vatn í fötu og ætla að gera tilraun til þess að þrífa herbergið mitt. Það er vægast sagt ógeðslegt. Í gluggunum eru kóngulóavefir og blómapottarnir næstum fastir við gluggana því rykið og ógeðið er svo mikið. Það var ekki ég sem bað um þessi hálfdauðu pottablóm í gluggann. Ef hún vill halda þeim lifandi er eins gott að hún fari að fjarlægja þetta því ég er nú ekki þekkt fyrir það að eiga blóm sem þarf að vökva mjög lengi í einu.
Ég er með fóbíu fyrir gúmíhönskum. Veit ekki hvort ég var búin að segja ykkur það en allavega er það rétt. Það er bara eitthvað hræðilega óheillandi við að vera í einhverjum hönskum sem notaðir eru í mörg verkefni eða margir nota. Auk þess sem það kemur vond lykt af manni eftir að hafa verið í þessu. Ég fór því í búðina áðan og ætlaði að kaupa einnota hanska. Hlutur sem ekki var til. Ég neiddist því til að kaupa mér bara venjulega gúmihanska til þess að þrífa með en þá fær enginn að nota nema ég og það má ekki þrífa klósett með þeim. Þegar maður er kominn með svona fínar neglur er allt fyrir neglurnar gert. Ekkert hangs ofaní sápuvatni takk fyrir.
Nóg í bili enda annað blggið í dag. Vonandi skemmtilegra en það fyrra. Danadísin kveður....
7 Comments:
haha gúmmíhanskafóbía :D ekkert sma fyndið en samt alveg fullkomlega skiljanlega fóbía þegar ég hugsa útí það! ég nota reyndar alltaf einnota hanska :D sérstaklega í vinnunni... en annars vildi ég bara kvitta fyrir mig og láta þig vita að ég sakna þín nú soltið :(
By
Nafnlaus, at 7:29 f.h.
Hæ !
Guði sé lof fyrir seinna bréfið -- ég nennti ekki að svara því fyrra - það var svo leiðinlegt ;-)
En vá - engin smá rigning - hún getur nú verið skemmtileg ef maður er vopnaður réttu græjunum.
Ég er svo mikill sauður að ég hef aldrei hugsað sérstaklega mikið um gúmmihanska - en ég man líklega eftir þessum vangaveltum þegar ég set þá upp hér eftir.
Vi ses - Hej, hej !!
Helga.
By
Nafnlaus, at 8:36 f.h.
Ég vissi þetta með gúmmíhanskana, manstu í Vatnaskógi...þar eru alltaf hanskar. Ég notaði þá nú sjaldan því ég er sammála þér í þessu, en gerði það reyndar stundum því maður getur vaskað með heitara vatni ef maður notar þá og þá er maður fljótari með stór föt og potta eins og í skóginum... heima dettur mér ekki í hug að nota svona.
By
Nafnlaus, at 1:09 e.h.
Tókst þú þessa mynd?
By
Nafnlaus, at 1:10 e.h.
Þetta var nú meiri austurinn sem við fengum að lesa, allt í klessu greinilega. Var ekki Benedicta-kona ekki búin að segja að hun myndi borga skolann? er kennarinn skrítinn? Þú máttir alveg vera í vondu skapi því það þarf oft minna til. Ég er líka alveg viss um að næstu blogg verða skemmtilegri því þau geta ekki verið mikið leiðinlegri en þessi tvö síðustu. Það er alveg greinilegt á myndinni að það hefur rignt sæmilega- þú þyrftir bara að drifa þig í pollagallann og fara að stappa í pollunum því við það fær maður einhvernveginn útrás og verður ótrúlega glaður í hjartanu á eftir. Ég stappaði í einn stóran poll í haust og það var alveg svakalega gaman og ég var brosandi út að eyrum þegar ég kom inn- skora á þig að prófa ;-)
Kveðja frá okkur öllum
Stebba
By
Nafnlaus, at 5:17 e.h.
Halla: sakna ykkar allra nú pínu líka ;) það er gott að vita að einhver saknar manns :)
Helga frænka: Kannski þrífur þú bara svona sjaldan að þú þarft sjaldan að vera vopnuð gúmíhönskum ;)
Helga: Jamm tók þessa mynd þegar við vorum að keyra í gær ;) Aldrei hef ég notað gúmíhanska í vatnaskógi aðra en einnota held ég bara.... úff maður er svo skrítinn.
Stebba: Verst að ég á ekki pollagalla, hvað þá stígvél. En það er samt alveg ótrúlega gaman að fara út að hoppa í pollunum!
By
Nafnlaus, at 1:29 f.h.
Kannski getur þú hoppað í pollunum í kuldaskónum sem voru að fara á pósthúsið.....meira að segja búin að bera á þá leðurfeit ;-)
By
Nafnlaus, at 2:46 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home