Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, nóvember 25, 2006

Bakþankar um barnauppeldi

Sem au-pair hjá fjölskyldu sér maður ólíkar hliðar barnauppeldis. Útfrásér sér maður hvað fólk er að gera svo hræðilega vitlaust og hvernig þau ættu kannski frekar að gera. Líklega er það þannig að þeir sem í beinni tengingu tengjast ekkert þessu börnum sjá betur hvað mætti betur fara en fólkið sjálft. Fólkið er jú þátttakendur en ég í raun áhorfandi. Jafnvel þó svo að ég hafi mínar reglur þegar ég ræð hér ríkjum þýðir það ekki að ég geti stjórnað algjörlega þar sem ég get ekki brugðið of mikið út af þeim venjum sem á heimilinu voru fyrir.

Ég hef mikið velt því fyrir mér hvernig fólk elur börnin sín upp á mismunandi hátt. Á þessu heimili er það þannig að foreldrarnir eru ekki svo íkja mikið heima og pabban sjá börnin bara um helming ársins þar sem hann er sjómaður. Ég skil vel að þegar foreldrarnir eru heima vilji þau gera allt sem þau geta fyrir börnin sín en samt mætti það oft vera í hófi. Það er eins og foreldarnir séu að friða sjálfan sig meira en börnin í felstum tilvikum. Hér er til mikið af dóti. Nýtt dót hefur komið næstum því á hverjum einasta degi síðan ég kom. Sérstaklega þegar pabbinn er í landi kemur strákurinn með nýtt dót, snakk, gos eða nammi heim á hverjum degi eftir að pabbinn hefur sótt hann í leikskólann. Í gær fór ég í bæjinn með báða strákana að sjá þegar kveikt var á jólatrénu í miðbænum. Það komst ekkert annað að hjá eldri stráknum en að heimsækja mömmu sína í apótekið. Jú jú ekkert mál, það gátum við vel gert. Þegar komið var í apótekið og mamman kom var barnið fljótt að biðja um pening. Ég skildi ekki að þetta hefði verið tilgangurinn í heimsóknina, að biðja mömmu um pengin. Þegar hún spurði hvað hann ætlaði að gera við peninginn sagði hann vitanlega að hann ætlaði í dótabúðina með Valborgu að kaupa dót! Okey, mamman leit á mig og spurði hvort það væri ekki í lagi. Jú jú varla gat ég neitað því. Hún stökk af stað, náði í pening og rétti barninu 100 krónur. Sem eru meira en 1000 heima. Ég missti næstum andlitið. Kannski hefði ég gefið barninu mínu pening fyrir ís, en ekki til að velja sér sjálft dót í dótabúðinni fyrir þessa upphæð. Þegar í dótabúðina kom vildi hann auðvitað kaupa eitthvað risastórt dót. Ég stakk hvað eftir annað uppá hinu og þessu sem ég sá að við höfðum vel efni á en alltaf kom: nei ég á svona heima! Að lokum valdi hann einhvern lyftarabíl og við gátum snúið heim á leið. Hann lék sér að dótinu í hálftíma, þá var búið að gleyma nýja dótinu rétt eins og öllu hinu. Þegar mamman kom heim kom hún með pakka. Í honum var pússluspil. Jafnvel þó svo að hún hafi unnið allan daginn og kvöldið líka hefði barnið örugglega verið jafn ánægt með að fá mömmu sína heim jafnvel þó svo að hún hefði ekki komið með dót.

Mér finnst þetta svo rangt. Barninu er alveg sama hvort það fái nýtt dót á hverjum degi eða ekki. Hjá honum er þetta bara sjálfsagður hlutur, nýtt dót á hverjum degi og í hverri búðarferð. Honum líður alveg örugglega ekkert betur en öðrum börnum þó svo að hann eigi heimsins stærstu hrúgur og hillur af bílum og öllu því sem hugurinn girnist. Ekki er hann neitt skarpari en önnur börn og bókað að hann er ekki þakklátari. Fyrir hvern eru gjafirnar? Eru þær til að bæta börnunum upp þá tíma sem foreldrarnir eru ekki heima? Eða eru þær til þess að barnið verði hamingjusamt og glaðilynnt til æviloka? Er þetta fyrir au-pair stelpuna til þess að hún geti örugglega fundið nóg að leika með? Eða er þetta bara sjálfsagður hlutur sem hefur í raun engan tilgang?

Kannski þykir mörgum þetta ekkert athugavert. Ég hinsvegar var ekki alin upp við það að fá mikið nýtt dót í hversdagsgjöf og það eru bræður mínir ekki heldur. Hjá okkur fær maður einstaka sinnum nýtt dót en aðalega á afmælum og í jólagjöf. Mér líður alls ekki illa í dag þrátt fyrir það. Ég held að þeir sem fá ekki stöðugt eitthvað læri betur að meta það sem þeir fá. Bakþankarnir eru komnir á prent svo hér með er þeim vísað frá.

Valborg Rut verðandi uppeldistæknifræðingur.

7 Comments:

  • Hæ uppeldistæknifræðingur !
    Það er mikil speki sem streymir fram í gegnum takkaborðið hjá þér - en ég er nú alveg sammála þér í sjálfu sér.
    Í gær var ég í matarboði hjá Júllu sem var á Husabakka og allur gamli saumaklúbburinn okkar. Það var kjúklingur í matinn - sungið og mjög skemmtilegt.
    Svo var ég mætt í skólann kl. 8 á sunnudagsmorgni - af því að ég hélt að ég þyrfti að laga til - en þá var húsvörðurinn búinn að því - svo ég fer bara í morgunkaffi til ömmu. -
    Núna er frekar skítleg norðanátt og leiðinlegt veður.
    Mange hilsner til Danmark.
    PS. -------- þarftu ekki að kaup þér eplaskífupönnu ------- það er einn af þjóðarréttum Dana þegar þeir ætla að "hygge sig" fyrir jólin - þá drekka þeir glögg og borða nýsteiktar eplaskífur - ég hef einu sinni smakkað þær og þær voru mjög góðar. Dönskukennarinn hér - sem hefur búið í Danmörku, ætlar að láta bekkina sína baka eplaskífur í desember.
    Magne hilsner til Danmark - og deg.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:11 f.h.  

  • Got blogg...mjög góðar pælingar;0)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:34 f.h.  

  • Menge hilsner til bage til Ísland ;) Hef nú aldrei heyrt um þessar eplaskífur. Hvað þá að til séu svona pönnur. Líklega verð ég þó að gera leit að þessu næstu daga. En ég get allavega sagt að fáir danir eiga pönnukökupönnu, allavega þurftum við að baka pönnukökur á venjulegri pönni þegar okkur langaði svaka mikið í eitthvað íslenskt!
    Hér er nú bara blár himinn og grænt gras sem nágrannar eru ennþá að dunda við að slá.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:36 f.h.  

  • Í alvöru, ég hef meira að segja heyrt um eplaskífurnar. Eplaskífur með sultu og flórsykri og jólaglögg. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:45 f.h.  

  • Þessar pönnur eru svartar með svona dældum - eins og fyrir litlar snjókúlur ---- eplaskífur eru semsagt svona kúlulaga með eplabitum og svo eins og Helga sagði með smá flórsykri að utan - borðaðar volgar með jólaglögginu;-)

    PS - har jeg en dansk dræng nå ?
    Hvad hedder han ? din mor sagde at han hvade en vogn - er det ikke flot ?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:12 f.h.  

  • Ja du har nu en julenisse. Meget flot og han har også en smuk vogn. Han hedder Ras og har en blå troje på ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:52 f.h.  

  • jahá...! þetta eru miklar pælingar;) og mér finnst þetta nokkuð gott hjá þér! er sko alveg sammála þér !!! sjáumst KANNSKI eitthvað um jólin þar sem að ég er að fara út til svíþjóðar 17. des... hafðu það gott!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home