Danir alveg líe glað?
Síðustu daga hefur mig langað mikið að byrja að pakka. Líklega þykir það aðeins of snemmt en loksins finnst mér bara eins og ég sé að fara heim á morgun. Á morgun væri fínt en þessir 32 dagar sem eru eftir leggjast ágætlega í mig. Ég verð því bara að bíða spennt og get nú varla farið að pakka alveg strax. Er þó viss um að það verður gert tímalega.
Fór í skólann í gær. Það var fínt og dönskukunnáttan alltaf að bæta við sig en eitthvað hef ég þó lært lítið í þessum skóla. Ég fæ þó held ég að taka módultestið áður en ég fer heim svo ég verði allavega búin með þetta modul ef mig langar að koma einhverntíman aftur hingað. Ja sjáum nú til með það enn sem komið er. Skrítið að maður hlakkar eiginlega alltaf til að fara í skólann. Kannski ekki af því við erum að fara þangað heldur er alltaf svo afskaplega gaman á leiðinni heim með stelpunum. Þá er sko mikið talað, mikið hlegið, talað ótrúelga hátt og talað enn meira hver í kapp við aðra og alveg ofsalega hratt. Inn á milli koma svo orð á dönsku og eitthvað um hvað íslendingar séu nú skrítnir. Hver hefur ekki heyrt að maður sé alveg lige glad... sem ég notabena hef alla tíð haldið að væri eitthvað svaka glaður. Íslendingar segja oft að danir séu svo líe glað... jahá eftir okkur eru semsagt danir alveg sama. Ja þetta fannst okkur nú frekar skrítið. Æi veit nú ekki alveg hvort það er eitthvað til í þessari pælingu... en.... :)
Það er ekki rigning! Jeij.... kannski of snemmt að fagna samt þar sem lítið er liðið af deginum. Skilst að það sé bara hörku snjór heima, æi mann langar nú smá í smá snjó hérna ;)
En allavega hefur morguninn liðið hratt, búin að ryksuga allt og strauja þennan risahaug og nú er bara verið að velta fyrir sér hvað maður eigi að gera restina af deginum. Ekki ólíklegt að við Erik förum í smá gönguferð í tilefni þess að skýjin eru loks hætt að gráta.
Hvernig væri samt að allir þeir sem kíkja hingað inn myndu kvitta fyrir sig einu sinni? Svo ekki sé nema bara fyrir mína forvitni að fá að vita ;) Sama hver þið eruð... ég verð alltaf jafn glöð :D
Fór í skólann í gær. Það var fínt og dönskukunnáttan alltaf að bæta við sig en eitthvað hef ég þó lært lítið í þessum skóla. Ég fæ þó held ég að taka módultestið áður en ég fer heim svo ég verði allavega búin með þetta modul ef mig langar að koma einhverntíman aftur hingað. Ja sjáum nú til með það enn sem komið er. Skrítið að maður hlakkar eiginlega alltaf til að fara í skólann. Kannski ekki af því við erum að fara þangað heldur er alltaf svo afskaplega gaman á leiðinni heim með stelpunum. Þá er sko mikið talað, mikið hlegið, talað ótrúelga hátt og talað enn meira hver í kapp við aðra og alveg ofsalega hratt. Inn á milli koma svo orð á dönsku og eitthvað um hvað íslendingar séu nú skrítnir. Hver hefur ekki heyrt að maður sé alveg lige glad... sem ég notabena hef alla tíð haldið að væri eitthvað svaka glaður. Íslendingar segja oft að danir séu svo líe glað... jahá eftir okkur eru semsagt danir alveg sama. Ja þetta fannst okkur nú frekar skrítið. Æi veit nú ekki alveg hvort það er eitthvað til í þessari pælingu... en.... :)
Það er ekki rigning! Jeij.... kannski of snemmt að fagna samt þar sem lítið er liðið af deginum. Skilst að það sé bara hörku snjór heima, æi mann langar nú smá í smá snjó hérna ;)
En allavega hefur morguninn liðið hratt, búin að ryksuga allt og strauja þennan risahaug og nú er bara verið að velta fyrir sér hvað maður eigi að gera restina af deginum. Ekki ólíklegt að við Erik förum í smá gönguferð í tilefni þess að skýjin eru loks hætt að gráta.
Hvernig væri samt að allir þeir sem kíkja hingað inn myndu kvitta fyrir sig einu sinni? Svo ekki sé nema bara fyrir mína forvitni að fá að vita ;) Sama hver þið eruð... ég verð alltaf jafn glöð :D
6 Comments:
Já, ég kvitta fyrir mig.
Hvernig væri bara að fara að skella í eina smákökusort og komast í smá snemmbært jólastuð.....njóta þess að vera í öðru landi í nokkra daga í viðbót og dekra smá við sjálfa sig og aðra !
Getur þú ekki sett á síðuna þína teljara...gaman væri að vita hversu margir kíkja í heimsókn....
Hér er nægur snjór og 9 stiga frost. Bræðurn þínir duglegir úti þessa dagana.
Knús til þín.
Mamma.
By Nafnlaus, at 2:08 f.h.
Ég kvitta líka.
Úff, það er sko mikill snjór. Ég hélt ég yrði úti á leiðinni í tónó í gær. Blindhríð og ég var eins og snjókall. Ekki skemmtilegt. Var samt skárra að labba áðan. Klukkan er nefnilega korter í 11 á miðvikudagsmorgni en ég er samt sem áður búin að fara í tónheyrn. Dugleg ég.
Er í uppeldisfræði og vorum að ræða um kynjaskiptingu í skólum. Ég er að fýla Hjallastefnuna allavega og væri alveg til í að sjá einhverjar tilraunir með kynjaskiptingu í grunnskólum.
Jæja, núna veistu hvað ég er að hugsa þennan morguninn.
Vi ses.
By Nafnlaus, at 2:51 f.h.
Eflaust er hægt að setja teljara hingað, verst að ég er bara alls ekki svo klár þrátt fyrir að geta nú margt núorðið ;)
Langar mikið að vita hversu margir kíkja hingað, hef frétt af ótrúlegasta fólki sem les þetta. Hvernig væri svo að kvitta til að svala forvitni minni?
Abba ég verð að vera sammála þér, ég held að þessi hjallastefna geti verið mjög sniðug. Held að það gæti líka verið gaman að sjá hvernig svona grunnskóli myndi virka.
By Nafnlaus, at 4:22 f.h.
Já, ég er líka mjög með hjallastefnuni. Patrekur er á Hjalla og mér finnst allt svo sniðugt þar. Samt fannst mér fyrst dáldið skrítið að þar eru engin leikföng en það er samt sniðugt. Og allir eru í skólabúning. :) Er ekki einn grunnskóli með svona skiptingu? Finnst ég hafa heyrt það.
By Nafnlaus, at 8:30 f.h.
Ekki hugmynd, nei ég held ekki en held að það hafi verið inní umræðunni. Kosturinn við að hafa ekkert dót er að maður þarf aldrei að laga til! Vó þvílíkur munur það... annars þætti mér gaman að prófa að vinna á svona leikskóla og sjá hvernig þau hafa ofanaf fyrir krökkunum og hvernig þau eru að virka í þessu.
By Nafnlaus, at 10:07 f.h.
Blessuð,
Ætli það verði þannig að börnin þín fái ekki að eiga dót svo þú þurfir ekki að laga til- ekki mjög líkt þér. Við systur erum að fara til ömmu í dag að baka jólakleinurnar- gaman, það er reyndar það fyrsta sem ég geri fyrir þessi jól en einhvernstaðar þarf að byrja. Haukur fer í síðasta prófið 11. des og er þá komin í jólafrí. Kannski getur hann reddað sér einhverri vinnu fyrir jólin en þá þarf aað fara að leita.
Hafðu það gott gamla mín,
Kveðja Stebba.
By Nafnlaus, at 4:22 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home