Á ferð og flugi
Ég er með algjöra ferðadellu þessa dagana. Langar mest af öllu til að ferðastu vítt og breitt um heiminn og gerast heimsborgari í smá tíma. Hver man ekki eftir hrillilegu auglýsingunum heima um að hver sem er gæti orðið heimsborgar? Ég sé mig þó ekki fyrir mér líkt og kallinn í auglýsingunum en ja ég fæ það allvega staðfest að ég get orðið heimsborgari á nó tæm. Fyrir langalangalöngu ákváðum við Helga að við fengjum tvítugs-útlanda-útskriftarferð frá okkur sjálfum þegar við yrðum tvítugar. Þá voru náttúrlega mörg ár þangað til við ætluðum að verða svona gamlar en... þegar ég kem heim verð ég að verða tvítug! Svo í allt kvöld erum við búnar að liggja á netinu, staddar á sitthvoru landinu, auðvitað með msn-ið á fullu í leit að spennandi ferð og flugi. Höfum ákveðið að fara til borgar sem við getum skoðað helling, drukkið í okkur borgarlífið og menninguna, farið á fínar óperur og ballettsýningar, borðað á ótal veitingastöðum, setið á fínustu kaffihúsum og auðvitað arkað á milli búða og fyllt ferðatöskurnar af nýjum fötum og hlutum. Úff, ég er næstum því bara lögð af stað!
Þrátt fyrir að ég sé núna í öðru landi er þetta meira eins og heimili en ekki ferðastaður. Eftir áramótin er ég að fara til Noregs en það verður líka eins og heimili. Flækingurinn á mér, það veit ég vel og hef marg oft heyrt en ég er víst alls ekki búin með kvótann þrátt fyrir þetta ferðaár ;) Ég eiginlega bara get ekki verið kjurr núna, þarf svo mikið að skoða og ferðast. Kannski ég skelli mér í smá interail einhvern daginn.
Annars hef ég fengið það staðfest að ég flýg út til Noregs þann 12. janúar 2007 klukkan 07:35. Þið megið svo búast við skvísunni heim aftur 20. ágúst 2007 klukkan 14:45. Er farin að hlakka líka þetta svakalega til. Er viss um að það verður gaman að prófa að vera annarsstaðar og læra eitthvað nýtt. Var einmitt að segja við mömmu áðan að afmælisgjöfin sem var nú eiginlega flug til Danmekur yrði eiginlega að fá að breytast í ferð til Noregs.
Ligg uppí rúmi ennþá veik en get ekki verið að taka þetta út mikið lengur. Á morgun þarf ég að taka allt húsið í gegn og passa fram á kvöld svo líklega get ég ekki verið með hausverk og vesen þá. Á laugardaginn er eins gott að matarlistin verði komin í lag því fyrirfram skipulagður sukkdagur hjá okkur Leifu er í vændum. Lilja leikur sér bara í Köben með fólinu sínu þessa dagana svo fyrst við gátum ekki líka farið í jólafjör í borginni bökum við bara köku í staðinn og sukkum smávegis.
Súkkulaðiunnandi númer eitt á ferð og flugi kveður í bili :)
Þrátt fyrir að ég sé núna í öðru landi er þetta meira eins og heimili en ekki ferðastaður. Eftir áramótin er ég að fara til Noregs en það verður líka eins og heimili. Flækingurinn á mér, það veit ég vel og hef marg oft heyrt en ég er víst alls ekki búin með kvótann þrátt fyrir þetta ferðaár ;) Ég eiginlega bara get ekki verið kjurr núna, þarf svo mikið að skoða og ferðast. Kannski ég skelli mér í smá interail einhvern daginn.
Annars hef ég fengið það staðfest að ég flýg út til Noregs þann 12. janúar 2007 klukkan 07:35. Þið megið svo búast við skvísunni heim aftur 20. ágúst 2007 klukkan 14:45. Er farin að hlakka líka þetta svakalega til. Er viss um að það verður gaman að prófa að vera annarsstaðar og læra eitthvað nýtt. Var einmitt að segja við mömmu áðan að afmælisgjöfin sem var nú eiginlega flug til Danmekur yrði eiginlega að fá að breytast í ferð til Noregs.
Ligg uppí rúmi ennþá veik en get ekki verið að taka þetta út mikið lengur. Á morgun þarf ég að taka allt húsið í gegn og passa fram á kvöld svo líklega get ég ekki verið með hausverk og vesen þá. Á laugardaginn er eins gott að matarlistin verði komin í lag því fyrirfram skipulagður sukkdagur hjá okkur Leifu er í vændum. Lilja leikur sér bara í Köben með fólinu sínu þessa dagana svo fyrst við gátum ekki líka farið í jólafjör í borginni bökum við bara köku í staðinn og sukkum smávegis.
Súkkulaðiunnandi númer eitt á ferð og flugi kveður í bili :)
4 Comments:
Blessuð,,,
Ótrúlegt að vera veik og geta talað um sukk og kökur, það er greinilega ekki ælupest og ógleði sem er að hrjá þig.
Þú ert greinilega draumóramanneskja þessa dagana og það er gott. Vonandi áttu eftir að ferðast mikið um heiminn og læra um framandi lönd. Farðu bara varlega.
Ég er búin að vera með fullt af jólalögum í kollinum í dag og það eru fyrstu jólaeinkennin hjá mér. Kveðjur frá okkur
Stebba
By Nafnlaus, at 12:22 e.h.
Hæ draumórastúlka....
um að gera að eiga sér drauma og svo kemur bara í ljós síðar hvort þeir rætist eða ekki.
Það var gaman í gærkvöldi en þá fórum við pabbi og strákarnir öll saman í bíó !! Já hvað er að gerast....skelltum okkur á James Bond....hörku stuð og strákunum fannst mjög gaman...Agnar sá minnsti og yngsti í bíó.
Nú er pabbi þinn að fara í smá sleðaferð á Flateyjardal og kemur til baka aftur í dag. Í kvöld förum við svo á jólahlaðborð á Hótel Kea með bankanum mínum.....
Hafðu það gott.
Kveðja Svava.
By Nafnlaus, at 2:05 f.h.
hí, ´hí asnalegt, sagði óvart kveðja Svava eins og ég er von að gera hér í bankanum....skulum hafa hér bestu kveðjur frá mömmu.
Gaman annars að lesa það hér á síðunni þinni að þú farir til Noregs þann 12. jan :-)
By Nafnlaus, at 2:11 f.h.
Hehe fjölskyldan mín saman í bíó, ekki vissi ég að það gæti gerst! En hlutirnir gerast augljóslega í öllum heimshornum. Mig langar líka á snjósleða, eins gott að það verði snjór og gott veður um jólin. Um að gera að skipuleggja nóg af ferðum, en eitthvað erfiðara að finna pening fyrir þessu öllu saman kannski ;) En það kemur! Ég er náttúrlega alltaf svo dugleg að spara... ehem!
By Nafnlaus, at 2:58 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home