Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Föndurkvöld?

Í morgun fékk ég gleðifréttir. Þær stóru fréttir voru að ég hefði frí eftir hádegi, já afskaplega gaman að heyra það svona nývaknaður. Fréttirnar voru nú líka sérstaklega skemmtilegar því stelpurnar höfðu báðar frí. Vinnudagurinn var því stuttur og fljótur að líða. Svo komu stelpurnar og við kíkktum í nokkrar búðir í Holstebro. Fórum í alveg stórskemmtilega húsgagnabúð þarna og ég eins og vanalega þegar ég kemst í svona búðir langaði bara allra helst að flytja að heiman og fá að innrétta allt eftir mínu höfði. Hef fengið að heyra að ég verði augljóslega að fá mér kall í vellaunuðu starfi og að eins gott að hann hafi sama stíl og ég. Ja... sko ég verð náttúrlega í einhverju svakalegu úrvalsdjobbi, með hvaða menntun veit ég þó ekki... en örugglega eitthvað hæ rits ;) Svo er nú svo góð í að innrétta, breita og bæta svo maðurinn verður örugglega ánægður með þetta allt saman og fær engu ráðið ;) Einhverntíman heyrði ég að það yrði örugglega hræðilegt að búa með mér.... ha? Nei nei ég er nú ekki svo slæm ef allt er á sínum stað ;) híhí :D

Ég fór í nýjum brúnum skóm í bæjinn í dag. Ég svo afskaplega sniðug að fara í nýjum skóm að labba út um allt. En svona er ég bara! Með eindæmum ótrúleg stelpuskotta sem fellur nú þó afar vel inn í ættina sína. Allavega fékk ég hælsæri og gat varla gengið eftir smá stund. En málunum var reddað, ég fór í matas og keypti plástur, inná bað í bilka til að fara úr sokkabuxunum og setja þetta á hælana, í allt draslið aftur og svo bara verslað smá í bilka. Ég gat gengið eðlilega á ný. Líklega er best að ég gangi skóna til hérna heima fyrst um sinn.

Líklega ætti ég að halda áfram að laga til í fataskápnum og koma nokkrum hlutum ofaní kassann sem er á leiðinni á pósthúsið áleiðis til mömmu.

Valborg Rut sem fékk afar fá komment á síðasta blogg þrátt fyrir óskir sínar.

4 Comments:

  • Heppin að fá frí um leið og stelpurnar, geta farið í búðir og lifað í ævintýra heimi með að geta keypt búslóð hvað þá meira.Gaman hjá ykkur. Verst að fá hælsæri á nýju skónum .Þú verður að æfa þá heima aður en þú ferð í innkaupaferð. Við mæðgurnar vorum að baka kleinur því líka hrúgu sem skiptist í fjóra hluta þetta voru 55 pokar með 13-14 kleinum í .Allt sett á frysti til jólanna.Hafðu það gott vinan. Amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:48 e.h.  

  • Hæ Vabbý !
    Hér er 8°frost og fullt af snjó. Ég ætla kannski suður eftir helgi ef ég þori vegna veðurs. - Er eiginlega strax komin með magapínu. - Hafðu það annars gott. kveðja
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:47 f.h.  

  • Hæ, hó.

    Í kvöld fer ég á tónleika með Óskari Péturssyni. það eru útgáfutónleikar í Akureyrarkirkju vegna nýju plötunnar hans. Það verður örugglega gaman. Bankinn bauð mér og þar sem að pabbi er að vinna fer Helga líklega með mér.
    Ert þú búin að fá brúnu stígvélin ?
    Föndurkvöld.....eruð þið að fara að föndra með kertaljós og jólalög ?
    Hafðu það sem best.
    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:29 f.h.  

  • Nei engin jólalög þar sem þau eru öll á íslandi en skórnir eru komnir ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home