Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Hugs, hugs...

Í morgun keyrðum við Erik á litla græna bílnum upp í kirkju til að fara að syngja. Það var fínt. Komum svo heim og Erik út að sofa. Við Lilja löbbuðum svo í bæjinn, keyptum fullt af bakaríisbrauði og komum hingað heim að borða og spjalla. Erik sefur ennþá er fer nú líklega að vakna. Annars bara skóli í kvöld, afinn á afmæli, ég pínu fegin að komast ekki í boðið og svo bara alltaf gaman að keyra á milli með stelpunum. Vonandi verður skólinn skemmtilegri en í síðustu viku!
tt.
Annars er mest lítið að frétta. Stórar fréttir gætu komið á morgun en enn hefur ekkert verið framkvæmt svo líklega er betra að þegja enn sem komið er. Hér er bara hugsað og hugsað og allt á hvolfi þarna í hausnum. Líklega er ég búin að hugsa svo alltof mikið síðustu daga. Vá hvað það verður gott að geta hætt að hugsa! Ég er eiginlega orðin afar þreytt á þessu. Ég bara skil ekki hvað það getur verið erfitt að ákveða hluti.

Mig dauðlagnar að kaupa mér ný föt. Hef ekki keypt svo mikið síðan kom en nú get ég varla farið inn í búð án þess að mig langi í eitthvað nýtt. Ætla endilega að eyða einhverju á fimmtudaginn sem ég vona að ég verði í fríi. Stefnum á ferð til Holstebro þar sem ég verð afar líklega á bíl. Fann ólífugræn leðurstígvél um daginn. He he mér fannst þau alveg ótrúlega flott en vitiði... ég veit ekki hvort ég myndi nota þau svo mikið. Aldrei að vita samt ;) Annars er ég með eitthvað pilsabrjálæði núna, enda allt í pilsum hérna ;) æ ég á svo lítið af fötum að það má nú vel bæta fataskápinn smávegis ;)

Annars auglýsi ég eftir heimsókn í desember. Einhver sem getur komið með hálftóma tösku til að koma í veg fyrir yfirvigtina mína á leiðinni heim ;) Auk þess sem ég væri til í að hafa einhvern til að ferðast með heim til besta landsins :)

Hugsandi kveð ég í bili..... VRG

3 Comments:

  • hæ hugsuður !
    Þarftu ekki líka að tala eitthvað og útskýra hvað þú ert að reyna að hugsa - t.d. við Benedictu - eða Leifu eða einhvern annan sem þér dettur í hug ;-)
    Hell og lykke videre !
    HElga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:59 f.h.  

  • Stelpurnar eru nú alveg með í hugsununum sko. Konuna... já nei veistu það er nú ekki talandi við hana hversu ótrúlegt sem það nú er.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:25 f.h.  

  • Já mér líst vel að sjá þig í stígvélum og pilsi.....fáðu þér endilega einhver föt......
    Sendi þér póst áðan vona að þú hafir fengið hann.
    Ekki ofgera heilanum .....hann verður allavega að fá hvíld annað slagið.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home