Innkaup og skyr
Líklega er best að blogga smávegis hérna í gleðiskapi til tilbreytingar. Er búin að vera ein í höllinni síðan í gær því konan og krakkarnir fóru í heimsókn til systur hennar. Ég hef því bara notið þess að vera í fríi og búin að hafa það nokkuð gott bara. Fór með Leifu til Hoalstebro í gær. Var nú nokkuð dugleg að eyða peningum, eitt stykki pils, peysa og skór. Óvart allt brúnt, er með eitthvað brúnt æði í gangi núna. Hef nú aldrei á ævinni vitað til þess að ég myndi keypa mér fínlega skó í stað þess að ganga í svona "línu langsokk bomsum". Hehe en ég er bara orðin svo svakalega stór og dugleg að ég get meira að segja gengið á smá hælum. Og ég hef nú bara ekkert dottið ennþá! ;) Verð allavega orðin svaka skvísa þegar ég kem heim um jólin. Maður verður nú að halda í við mömmu sína ;)
Í dag vaknaði ég, skaust fram úr rúminu, setti sálina í græjurnar, stillti hátt og tók svo til við að ryksuga, skúra og taka baðherbergið í gegn. Auk þess sem ég pússaði glerið í arninum og lagaði til í honum. Er nú ekkert að búast við takki fyrir þetta allt samt. Svo var bara farið í sturtu og lúkkið sett upp, svaka gella í pilsi í dag ;) Keyði svo til Struer með Lilju til að fara í eina búð. Kíkti í heimsókn til Leifu og nú er ég komin heim og sest niður við tölvuskrifin.
Ég hef orðið svo fræg að smakka danskt skyr. Verð nú að segja að það íslenska er nú aðeins betra en þetta er nú bara nokkuð gott eftir að hafa borðað eina dollu eða svo, þá fer maður að fatta að þetta er skyr. Á dollunni stendur: Et lille stykke Island fra Thise Mejeri. Hehe fannst svona eins og ég ætti að halda á Íslandi eða eitthvað ;) Verst að þessi góða íslenska "afurð" fæst kun i en butikk i Struer.
Kannski ég ætti að byrja á sprogskólaverkefninu mínu. Á víst að skrifa eitthvað um barnæsku mína! Jæja það verður nú meira bullið... já ég lék mér með dúkkur, átti póníhesta, var í skóla og leikskóla, átti heima á Íslandi og í besta bæ í heimi, algjör frekjudós og einkabarn í 7 ár. Æi, líklega er þetta ekki nóg og gott.... finn eitthvað betra ;)
Þangað til næst..... VRG
Í dag vaknaði ég, skaust fram úr rúminu, setti sálina í græjurnar, stillti hátt og tók svo til við að ryksuga, skúra og taka baðherbergið í gegn. Auk þess sem ég pússaði glerið í arninum og lagaði til í honum. Er nú ekkert að búast við takki fyrir þetta allt samt. Svo var bara farið í sturtu og lúkkið sett upp, svaka gella í pilsi í dag ;) Keyði svo til Struer með Lilju til að fara í eina búð. Kíkti í heimsókn til Leifu og nú er ég komin heim og sest niður við tölvuskrifin.
Ég hef orðið svo fræg að smakka danskt skyr. Verð nú að segja að það íslenska er nú aðeins betra en þetta er nú bara nokkuð gott eftir að hafa borðað eina dollu eða svo, þá fer maður að fatta að þetta er skyr. Á dollunni stendur: Et lille stykke Island fra Thise Mejeri. Hehe fannst svona eins og ég ætti að halda á Íslandi eða eitthvað ;) Verst að þessi góða íslenska "afurð" fæst kun i en butikk i Struer.
Kannski ég ætti að byrja á sprogskólaverkefninu mínu. Á víst að skrifa eitthvað um barnæsku mína! Jæja það verður nú meira bullið... já ég lék mér með dúkkur, átti póníhesta, var í skóla og leikskóla, átti heima á Íslandi og í besta bæ í heimi, algjör frekjudós og einkabarn í 7 ár. Æi, líklega er þetta ekki nóg og gott.... finn eitthvað betra ;)
Þangað til næst..... VRG
5 Comments:
Frábært að þú keyptir þér skó, styð það alltaf. Er líka með æði fyrir brúnum, var að kaupa mér brúna peysu. :)
Var að koma heim, fór með Möggu og Helgu Björgu út á Möggu bíl (sem er enn á sumardekkjum) og það tók okkur rúman hálftíma að komast upp brekkuna upp í Holtin. Ekki séns að við kæmumst, spóluðum bara í hringi. Svo biðum við eftir kærastanum hennar Möggu sem keyrði bílinn upp í fyrstu tilraun!! Þurfti ekkert smá á klósettið, alltaf á svona tímum sem maður er í spreng.. ;) Hehe. Ekkert smá ævintýri. Það er semsagt kominn snjór og hálka í höfuðborginni! Ég lét sem betur fer skipta um dekk á mínum bíl í dag þannig að ég er í góðum málum. :)
Stutt í jólin, hlakka til að sjá þig. :) Er að pæla í að skreppa til Akureyrar fyrir jólin, komast í jólafílíng í bænum. Það er reyndar komið jólaskraut hér, í kringlunni er reyndar ekki mjög fallegt skraut, einhver risa glimmerhreindýr uppí loftinu og glimmerhreindýrahausar á veggjum. He he.
Jæja, ætla að stoppa áður en þetta verður lengra en bloggfærslan sjálf. ;)
By Nafnlaus, at 4:07 e.h.
He he þið kunnið greynilega bara ekkert að keyra bíla ;) En hvað er Magga búin að finna nýjan kærasta? sú er ekki lengi að skipta ;)
Mann langar nú bara heim í snjóævintýrin þegar maður les þetta en æ ætli mig langaði ekki í sól og blíðu ef ég væri stödd í snjónum.
Jólin eru bara alveg að bresta á... eða svo mætti halda miðað við allt jólaskrautið hérna og bjórauglýsingar sem óska manni gleðilegra jóla! Ekki seinna vænna kannski ;)
By Nafnlaus, at 11:28 e.h.
Það hefur alltaf verið talað um skyr sem eitthvað ekta íslenskt en jógúrtin úti í Búlgaríu var alveg skuggalega lík skyri á bragðið. Ekkert var minnst á Ísland í því samhengi heldur.
Mér dettur alltaf í hug vinstri grænir þegar ég sé skammstöfunina þína VRG, hehe.
By Nafnlaus, at 8:11 f.h.
Hæ !
Jæja, ég er loksins búin að stafa mig fram úr öllum nýjum skrifum. við mamma þín erum hjá ömmu, af því að hún ætlar að fara að hjálpa mömmu þinni að sauma engla ;-)
Hér er annars fátt að frétta´- við fórum í Bónus í morgun og byrjuðum að kaupa svona aðeins jóladót - svo keyptum við líka jólakort- svo við erum líklega eitthvað skyldar Dönum. ÉG tala alltaf dönsku á föstudögum í vinnunni - gott þegar ég get líka farið að tala dönsku við þig !!
Jæja, nú þarf mamma þín að fara að drífa sig heim til að skrifa ritgerð með Baldri - hún á að vera um Queen - ef þau finna nóg af heimildum - Baldur ætlar svo að fara í skólann með Queen bol og útskýra merkið sem pabbi þinn veit allt um .
Ég frétti að þú ættir að fá brún stígvel í næstu viku - best að kaupa bara líka svört há - svo að þú sért búin með þetta allt á einu bretti.
Segðu okkur ef þú sérð sjúkleg dönsk jólabörn sem þú heldur að langi til að flytja til Íslands.
Kveðja
Helg.a
By Nafnlaus, at 9:09 f.h.
He he ég verð greinilega að hætta að skammstafa nafnið mitt! Ekki vil ég að manni detti í hug óþolandi bréfsnepplar með grænu V-i sem í óða önn flykkjast inn um bréfalúguna.
Já Helga, það verður sko bara danaska um jólin. Jólin á eftir verða svo kannski á norsku ;) er það í lagi? Þú veður nú ekki lengi að breyta föstudagsdönsku yfir í föstudagsnorsku er það?
Ég lofa að láta vita af sætum jólabörnum ef ég finn einhver ;)
Ef ég ætti nógan pening sem ég myndi tíma að eyða í skó væri ég líklega löngu búin að kaupa bara bæði. Verst að mig vantar afskaplega mikið hverstakslega útistrigaskó líka.
Mamma að sauma engla... það er naumast hún er að dúlla sér núna! Það verður greinilega allt tilbúið þegar ég kem um jólin ;)
By Nafnlaus, at 12:57 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home