Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Jólin að koma?

Ég hef verið að reyna að koma mér í jólaskap síðustu daga. Á föstudaginn tókst það en þá fórum við í bæjinn að sjá þegar það var kveikt á jólatrénu. Slökkviliðið hafði tekið að sér að búa til snjó og sprautað hvítri froðu út um allt og á jólatréð. Jólalögin spiluð á orgelið í kirkjunni sem var svo leitt út með hátalara svo ómaði um allan bæ, klukkurnar spiluðu lag og ljósin á trénu lístu upp myrkrið. Ég gat haldið heim full af jólagleði og spenningi vegna jólanna.

Þetta entist ekki lengi. Sápufroðan fór og allt í kring er grænt gras, nýútsprungnar rósir og sumir garðar eins og þar sé ávallt glaðasólskýn og hásumar. Ég er bara einfaldlega ekki vön því að sjá nágrannana slá og laga garðinn svo rétt fyrir jólin. Hvað þá að hafa svona grænt gras og aðeins annaðhvort tré farið að fölna og dreifa laufum sínum og allt.

Þetta er líklega staðfesting á því að ég gæti aldrei farið til sólarlanda um jólin. Ég vissi það nú reyndar alveg en núna er ég allavega alveg viss. Það er einhver sérstök stemming í snjónum og kuldanum heima. Jafnvel þó svo að okkur langi stundum í hlýju eða nennum ekki að dúða okkur upp fyrir haus til að fara út, hvað þá til að skafa upp bílinn á morgnanna. Rosalega hlakka ég samt til að sjá snjóinn.

Í kvöld hef ég verið að hlusta á jólalög á netinu. Löngunin í jólaskapið leggur allt á sig. Ég hlustaði í smá tíma, söng með, skrifaði eitt stikki kort en gafst svo upp. Slökkti á jólalögunum og fannst eins og ég væri að gera eitthvað vitlaust. Eins og ég væri kannski að stelast til að hlusta á jólalög um mitt sumar. Ég man vel að í fyrra á akkurat sama tíma bjó ég í Reykjavík ein og yfirgefin. Ég var í svo miklu jólaskapi með krökkunum á leikskólanum, að föndra og syngja jólalögin. Eftir vinnu arkaði ég svo heim í rokinu á Seltjarnarnesinu, kveikti á jólatónlistinni og saumaði út í hvert jólakortið á eftir öðru við kertaljós og vitanlega var súkkulaðið ekki langt undan. Svona gekk þetta dag eftir dag. Ég var að springa úr jólaskapi, byrjuð að kaupa jólagjafirnar og hlakkaði til að flytja aftur til Akureyrar og halda jólaundirbúningnum áfram.

Ég er viss um að þegar ég lendi á Íslandi, sé öll jólaljósin, stressið í kringlunni, jólasnjóinn og norðurljósin að jólaskapið komi og láti fara vel um sig innra með mér. Ég þarf bara að bíða í 19 daga ;)

"Jólastuðskveðjur" Valborg Rut

7 Comments:

  • Það eru naumast lýsingar, hjá okkur hérna á klakanum var rigning og hund-leiðinlegt slabb á götunum og 3-4 stiga hiti allavega. Svo er ótrúlega mikið komið af jólaljósum úti um allt, en ekki eitt einasta í Heiðarlundi 1b. Hef ekkert að segja frá í gær- er ekki svona skáldleg og fær í blogginu eins og þú en verð það kannski einhverntíman ef þú verður lengi í útlöndum ;-D
    Kveðja
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:45 e.h.  

  • Ja þú hefur allavega 9 mánuði í viðbót til þess að æfa þig ;)
    Ég á hitavinninginn, 12 stiga hiti hérna :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:04 f.h.  

  • Hæ !
    Í morgun var rigning og svell um allt - svo varla er hægt að ganga á bílaplönum o.fl. stöðum.
    Annars ekkert merkilegt að frétta af fjölskyldunni - við erum ekki að gera neitt sérstakt - bara vinna og sofa - svo förum við vonandi að baka og þrífa.

    Mange hilsner til Ras med vognen.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:25 f.h.  

  • Hæ-hæ mikið er gaman að lesa bloggið þitt núna.þú ert yfirleitt í góðu skapi og skrifar skemmtilega.ég skil vel að þig sé farið að langa heim í snjó,slabb,og rigningu.Það á víst að fara að snjóa aftur um næstu helgi en veðurklúbburinn á Dalvík og veðurstofan spá rauðum jólum en það er nú aldrei að vita.Það verður ná eitthvað kaldara á þér í Noregi en kanski hlífa fjöllin eitthvað fyrir rokinu.Mér líður vel og er að byrja að komast í jólaskap,stóð mig af því að raula jólalag í bænum í morgun .Góðar kveðjur amma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:19 f.h.  

  • Því jólin er' að koma í kvöld!

    Í kvöld, jólin er'að koma.
    Í kvöld, jólin er'að koma.





    Þetta lag er ég með á heilanum þessa stundinu.

    Jólakveðjur ú félagsfræði.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:19 f.h.  

  • Ég er í jólaskapi, svaka jólalegt núna. En reyndar hefur það minnkað því að snjórinn fór í nótt. :( En þegar það er myrkur eru jólaljósin ótrúlega falleg. Það var að opna jólabær í miðbæ Hafnarfjarðar, á eftir að kíkja á hann...
    Tel með þér þangað til þú kemur...18 dagar. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:43 f.h.  

  • Rauð jól... aftur! Nei nei nei það er nú alveg vonlaust!
    Abba er greinilega með jólalögin á fullu... núna ég líka, eitthvað danskt í græjunum!
    Frábært Helga að þú hlakkar til að fá mig ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home