Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ákvörðun framkvæmd

Viss þungi er að hverfa. Ég sagði vinnunni minni hérna upp áðan. Ég kem semsagt ekki aftur eftir jólin. Þetta var nú svolítið erfitt en ég veit að ég verð miklu ánægðari núna. Ji minn einasti hvað það er gott að vera búin að þessu. Konan tók þessu ekkert illa heldur var bara nokkuð almennileg svona til tilbreytingar og þakkaði bara fyrir að ég léti hana vita svona snemma að ég ætlaði ekki að koma aftur. Ekki hefur oft verið þakkað fyrir eitthvað á þessu heimili en hefur allavega komið eitt takk til viðbótar. Líklega get ég talið þakkirnar á annarri hendi. Jafnvel þó svo ég hafi verið hérn í þó nokkurn tíma. En jæja, ein hugsun má víkja svo nú tekur bara það næsta við ;)

Hér er búið að rigna heilan helling. Skýjin hafa bara ekki fengið neina pásu í dag, ja okkur til mikillar óánægju þar sem ég er afar löt að fara út að labba og hreyfa mig í rennandi blautu veðri. En ég hafði bíl í dag svo ég sat ekki aðgerðarlaus. Það gerir maður nú reyndar aldrei hérna, ég er alltaf að gera eitthvað. En fór allavega í Kvicly að versla smávegis og svo fórum við í heimsókn til Leifu. Alltaf gaman að hitta þessar skvísur :)

Amma og afi sendu mér blað um daginn með pakkanum frá mömmu sem innihélt massív kuldaföt. Verð að segja að þetta er nú bara besta blað sem gefið hefur verið út á Íslandi held ég. Ísafold, það er greinilega málið í dag. Leið pínu eins og ég væri með tískutímarit í höndunum fyrst enda er þetta álíka veglegt blað. En þegar ég opnaði blaðið og ákvað að lesa í því var það svo miklu innihladsmeira en besta glanstímarit. Og það var bara alveg hellingur sem hægt var að lesa. Svo mikið að ég er ekki enn búin. Ja mæli allavega með þessu. Margra blaðsíðna viðtal við Unni Birnu kom mikið á óvart. Fannst gaman að lesa það. Held að hún hafi aldrei viljað verða fegurðardrottning. Hún á líklega miklu ferkar að vera í hestafötunum en tiplandi um á háhæluðum skóm. Takk fyrir blaðið a&a :)

Fréttir kvöldsins hafa hér verið sagðar.... fréttir aftur síðar.....

Valborg Rut

8 Comments:

  • Hæ,hæ vinan mikið er gott að þessum þunga er af þér létt og að þú getir slappað af í bili.Við erum farin að hlakka til að sjá þig í desember vonandi káta og ánægða.Gott að þér líkaði blaðið mér fannst það bísna gott.Afi las það líka og fannst margt í því skemmtilegt .Nú er bara að vera dugleg og klára þessa vist með sóma.það er auðveldara þegar maður veit hvert stefnir og hefur eitthvað að hlakka til. Kærlige hilsner amma og afi.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:19 e.h.  

  • Hæ !
    Jæja, gott að þessi ákvörðun er frá. Þá geturðu farið að huga að einhverju öðru. Hefurðu nokkuð rekist á "jólabörnin" þarna úti - þ.e. dúkkurnar frá Birgitte Frigast ? ---- þær hljóta að vera þarna einhvers staðar.
    Farðu og keyptu stígvél ----- það finnst öllum sjálfsagt að eiga nokkur pör - allavega hallærislegt að eiga engin !!
    Kv.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:22 f.h.  

  • En þá get ég ekki komið heimsókn til þín. Ætli það skipti samt ekki mestu að þú sért ánægð og ég styð þig í þessu.

    Á ég þá að bjóða þér inngöngu inn í samtök þeirra óákveðnu eða ertu strax búin að ákveða hvað þú ætlar að taka þér næst fyrir hendur?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:48 f.h.  

  • Má ég líka koma í samtök þeirra óákveðnu? Á vel heima þar! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:01 f.h.  

  • Abba: Já takk ég þigg inngöngu. Ja Abba, við verðum bara að finna eitthvað ótrúlega skemmtilegt til að gera eitthvað áður en ég læt mig hverfa næst ;)
    Helga: Já veitu þú mátt alveg öruglgega vera með.
    Amma: Það er nú gott ef þetta blað höfðar til allra fjölskyldumeðlima!
    Helga frænka: Jú hef rekist á jólabörnin í einni búð og þau börn voru nú ekkert sérstaklega sæt, það hlýtur að vera til meira af þessu einhvernsstaðar hérna. Ja ég keypti allavega skó, svaka flottir sko ;), fann tvenn stígvél önnur brún en hin svört en gat ekki ákveðið mig svo ég keypti hvorug. Líklega endar með því að ég kaupi bæði því ég er náttúrlega svo rík! ehem

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:22 f.h.  

  • Það er greinilega miklu af þér létt- til hamingja með það.Drífðu nú í því að kaupa þessi stígvél því annars verður einhver á undan þér og Þá færð þú engin. Njóttu tímans sem eftir er í Danaveldi í botn en gerðu samt ekkert sem ég myndi ekki gera bara allt hitt.
    Kær ar kveðjur frá okkur
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:50 f.h.  

  • hæ sista þetta er baldur og þetta er jóla óskalistin minn 1.sklvirin
    2.pc talva 3.sjónvarp 4.psp 5.kvolp 6.dverg hamstur 7.páfa gauk sem talar 8.ipot nano 9.iron maiden dót 10.fiska 11.?

    ég veit ekki meir bles sita

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:07 f.h.  

  • Hehehehe já Baldur ég gef þér alveg ábyggilega páfagauk sem talar í jólabjöf! Annars væri ég til í að hafa hamstur á heimilinu en líkleg eru fiskarnir bestir. Hundurinn kemur svo kannski þegar ég kem heim svo hann verði nú vel upp alinn ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home