Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Leti og leiði

Er eitthvað hálf útúr í dag og hefur eiginlega bara langað að komast heim í jólaundirbúninginn. Frídagur og ég er búin að liggja uppí rúmi með tölvuna mína í allan dag. Labbaði reyndar aðeins í bæjinn með Lilju til að fá okkur morgunhádegismat en það tók nú ekki langan tíma. Leifa líka í fríi en föst útí sveit því engin okkar var með bíl. Ég hef því notað tímann til að vafra um netheima og lesið misgáfulegar færslur hér og þar í bloggheiminum og annarsstaðar. Ég er allavega búin að finna uppskrift af eplaskífunum sem allir borða þessa dagana í danaveldi. Er samt ekki að skilja að þetta heiti æbleskiver því að það eru engin epli í þessu og hvað þá eplabragð. Ja skrítnir þessir danir. Svo ætlaði ég nú að fjárfesta í svona eplaskífupönnu en var þessi pínulitla panna ekki bara 10 kíló svo ég varla gat loftað henni með annarri hendi. Þessi þyngsli get ég varla flutt með mér heim í ferðatöskunni. Ætla að athuga hvort ég finni ekki eitthvað aðeins léttara og ódýrara. Fólkið kom svo og náði í mig og við fórum á herragarðinn að borða pitsu. Finnst alltaf hálf asnalegt að borða pantaða pitsu með þeim. Hér er nefnilega ekki pöntuð bara eins stór pitsa eins og heima heldur fær hver sína pitsu. Þið getið rétt ímyndað ykkur, ég rétt svo get borðað hálfa pitsuna, ef ég þá næ því! Núna er semsagt herbergisdvölin tekin við aftur. Það væri nú ekkert mál ef ég hefði eitthvað að föndra, sauma, lesa, breyta eða laga en þessa stundina hef ég mest lítið af dunderíi annað en tölvumaskínuna mína. Hvar væri ég stödd í dag ef ekki væri þetta yndislega þráðlausa net?

Mér datt þó í hug í dag að gera svona tilraunarpakk. Þar sem ég þarf nú að koma öllu vel fyrir og láta það lenda á réttum áfangastað. Önnur taskan fer með mér til Íslands en hin verður send til Noregs. Báðar mega þær ekki vera þyngri en 20 kíló svo líklega er best að ég pakki fljótlega og vigti töskurnar svo ég viti það tímalega hvort gera þurfi aðrar áætlanir. Svo get ég bara pakkað upp aftur og sett svo rétt áður en ég fer allt í sína tösku. Ég er náttúrlega þrælvön því að pakka upp eftir að ég pakka niður þar sem ég er yfirleitt með of mikið og þarf að taka nokkrar flíkur upp úr töskunni. Hehe hver man ekki eftir því þegar ég skrapp eina helgi á Akranes og tók með mér 13 boli? Hahaha ég er nú kannski ekki alveg svona slæm ennþá!!

Ofvirkur dagur á morgun, ryksuga, skúra, taka til....

Hvernig væri svo að hringja í mig einhverntíman? Ég á ekki inneign svo ég hringi víst ekki eða senda sms, kannski redda ég þessu á morgun.

Kveðja á klakann.... Valborg og köturinn í kjallaranum.

6 Comments:

  • He he ég man sko eftir Akranesferðinni, var sjálf með nokkuð marga boli. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:42 f.h.  

  • hellú skvís! gaman að heyra í þér frá útlandinu :) hvernig er svo úti er fílingurinn alveg í hámarki ;) hvenær á að stefna heim á klakann?
    kv Berglind

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:03 f.h.  

  • Gaman fyrir þig að elta Erik um hðúsið, er hann ekki búin að fatta það að þú ert eins og skugginn á honum þegar þú ert ekki í fríi?
    Þetta er greinilega ekki mjög skemmtilegur frídagur- hvar er Pollýanna? Vildi að þú værir komin til mín í jólatiltekt (það heitir tiltekt núna því það er ekki algjör brjálæðishreingerning) Hverning gengur með neglurnar, Unnur er búin að láta laga sínar til fyrir brúðkaupið svo hendurnar hverfi ekki í skuggann en mínar eru bara að hugsa um að vera heima til að fá ekki minnimáttarkennd.
    Þetta er nú meira bullið- hætt í bili
    Kveðja
    Stebba.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:23 f.h.  

  • Þetta er fínt útland hérna, en hlakka nú samt til að koma heim og fara til Noregs eftir áramótin ;) Kem 17. des á klakann og verð fyrir sunnan þangað til 18. des ;)

    Stebba, þú verður nú að vera líka með flottar neglur, þegar ég verð nú komin með mínar flottar og Unnur búin að láta laga sínar getur þú nú ekki móðir brúðarinnar verið með eitthvað "brotajárn" ;) hehe. Pollýanna var í fríi í gær, hún getur ekki alltaf verið að leika við mig ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:42 f.h.  

  • Hæjhæj skvíz! skammast mín.. er ekki búin að vera dugleg að lesa bloggin síðustu daga;) En ég er núna búin að lesa allt síðan ég commentaði síðast!:D Það er yndislegt að lesa bloggin þín.. Vonandi gekk vel að taka til eftir manninn... híhííhí;)

    By Blogger Sólveig, at 6:58 f.h.  

  • Úff Sólveig dugnaðarforkur! Frábært að þér finnst gaman að lesa hérna ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home