Noregur
Ef það er ekki bara allt að gerast í au-pair heiminum hér í Lemvig. Helst að frétta er líklega að ég hef ákveðið að flytja til Noregs í janúar og gerast au-pair þar. Leifa hættir líka hjá sínu fólki um jólin en ætlar líklega að setjast að hjá mínu fólki. Já það er sko skrautlegt lífið hérna núna. Lilja heldur þó kyrru fyrir hjá sínu fólki og veltir bara fyrir sér þessu veseni á okkur Leifu. Ég held að það verði allir ánægðir. Fólkið mitt verður ánægt því það fær líklega að fá Leifu til sín sem ætlar að vera svo dugleg að harka af sér vistina hjá þeim til að geta með góðu móti verið áfram í Lemvig og klárað sprogskólann. Lilja verður ánægð því Leifa verður áfram og bara rétt hjá en ekki útí sveit og ég verð ánægðust af öllum því ég fæ að fara eitthvað annað, kynnast nýju fólki og landi, auk þess sem ég þarf afar líklega ekki að strauja þvottinn, hvað þá smekkina. Ég á þó líklega eftir að sakna stelpnanna hérna en síminn og msnið verður víst að duga.
Flott-frábært-fullkomið :)
Í gærkvöldi vorum við boðnar í mat til Lilju (Ingibjargar og Halldórs). Þar smakkaði ég í fyrsta skipti önd. Verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð því ég var alls ekki viss um að þetta yrði svo gott en allt kom fyrir ekki og þetta bragðaðist bara mjög vel. Takk fyrir mig allir :)
Nöglunum mínum er farið að fækka. Tvær hafa verið nagaðar alveg lengst. En... þá er ekkert nema að byrja bara aftur upp á nýtt og standa sig í að naga ekki fleiri. Var rétt í þessu að lakka neglurnar mínar og laga þær til að koma í veg fyrir að tennurnar bragði á þeim. Þá getur maður byrjað á að plokka naglalakkið af í stað þess að naga ef manni vantar eitthvað að gera ;-)
Annars bara kveðja frá Lemvig úr roki og rigningu.... Valborg Rut
Flott-frábært-fullkomið :)
Í gærkvöldi vorum við boðnar í mat til Lilju (Ingibjargar og Halldórs). Þar smakkaði ég í fyrsta skipti önd. Verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð því ég var alls ekki viss um að þetta yrði svo gott en allt kom fyrir ekki og þetta bragðaðist bara mjög vel. Takk fyrir mig allir :)
Nöglunum mínum er farið að fækka. Tvær hafa verið nagaðar alveg lengst. En... þá er ekkert nema að byrja bara aftur upp á nýtt og standa sig í að naga ekki fleiri. Var rétt í þessu að lakka neglurnar mínar og laga þær til að koma í veg fyrir að tennurnar bragði á þeim. Þá getur maður byrjað á að plokka naglalakkið af í stað þess að naga ef manni vantar eitthvað að gera ;-)
Annars bara kveðja frá Lemvig úr roki og rigningu.... Valborg Rut
11 Comments:
Noregur er snildar land;) Soltið mikið okur-land en ég meina... Noregur er þess virði! Hef náttlega skroppið þangað svona NOKKRUM sinnum:D Ertu búin að komast að því hvar í Noregi þú verður? Skal skreppa til þín;) haeheheh.. Það væri gaman!
En herðu vinan.. ekkert kvart vegna einhverrar rigningar þarna hjá þér!! Hér er(bókstaflega)brjáluð snjókoma!:/ Og komin slatta snjór.. eða slabb kannski frekar!
Hafðu það gott;)
By Sólveig, at 2:17 f.h.
Þrælflottir skór gaman að þú ert farin að þora að breyta til.Hlakka til að sjá þig í þeim á jólunum.Svo að bráðum ferð þú að syngja á norsku nema að það sé töluð íslenska á heimilinu og þú lærir ekki neitt norskuna.Kanski þarft þú að tala norsku við hestana hí hí .Gangi þér vel að klára vistina þarna og njóta jólaundirbúningsins. Líði þér vel vinan amma.
By Nafnlaus, at 3:40 f.h.
blessuð gamla,
já, ég er búin að sitja hér í vinnunni og lesa marga daga frá þér því það er eitthvað sem ekki virkar heima hjá mér. Frá bærir skór, synd að okkur passar ekki saman - en þú svosem heppin.
Það er gott að þú ert ánægð með ákvörðunina þína og ég efast ekki um að þú verðir ánægð í Noregi. Norgegur er fallegt land, svakalega há fjöll og þröngir dalir. Vonandi færð þú tækifæri á að ferðast eitthvað, svo skilst mér að Þóra og Orri ætli að reyna að fá þig lánaða, ekki er það verra.
Jæja, kveðja úr sdnjónum á Akureyri.
Stebba
By Nafnlaus, at 4:42 f.h.
blessuð gamla,
já, ég er búin að sitja hér í vinnunni og lesa marga daga frá þér því það er eitthvað sem ekki virkar heima hjá mér. Frá bærir skór, synd að okkur passar ekki saman - en þú svosem heppin.
Það er gott að þú ert ánægð með ákvörðunina þína og ég efast ekki um að þú verðir ánægð í Noregi. Norgegur er fallegt land, svakalega há fjöll og þröngir dalir. Vonandi færð þú tækifæri á að ferðast eitthvað, svo skilst mér að Þóra og Orri ætli að reyna að fá þig lánaða, ekki er það verra.
Jæja, kveðja úr snjónum á Akureyri.
Stebba
By Nafnlaus, at 4:42 f.h.
Létt í þér hljóðið í dag.
Bið að heilsa Leyfu. Mér finnst svo gott að hún ætli að leysa þig af. Biddu hana um að vera líka góða við Oxí....því hann kemur örugglega til með að sakna þín eins og Erik.
Getur þú verið samferða Lilju heim ?
Mamma.
By Nafnlaus, at 5:09 f.h.
Sólveig: Takk :) Verð í Vestu Noregi, er nú ekki mjög góð í langafræðinni og veit næstum ekkert hvað snýr upp eða niður en þú lætur mig allavega vita þegar þú verður næsti í Norge ;)
Amma: Jamm hér á að reyna að hafa það gott þangað til ég kem heim um jólin, hlakka til að koma!!
Stebba: Þú verður nú að farað laga þetta heima hjá þér svo þú getir nú fylgst náið með hverjum skrifum ;)
Kveðja til allra í snjónum!!
By Nafnlaus, at 5:10 f.h.
hæ !
Nánari staðsetning í Noregi er Molde - ekki satt !! - Ég held að það sé bær með um 28 þús. manns.
Frekar stutt að fara til Álasunds - og svo enn sunnar eru Bergen og Stavanger ;-)
Ég vona heitt og innilega að það sé töluð norska á heimilinu og að þú kynnist NORSKUM stelpum /krökkum/strákum ;-)
- Bara svo að þú losnir við að vera alltaf að tala íslensku.
Kveðja
Helga
By Nafnlaus, at 5:50 f.h.
Hehehe... ég vona einmitt að ég geti talað íslensku, þó svo ég sé nú orðin nokkuð góð að bjarga mér hérna á danska heimilinu.
Þetta er samt hinumegin við fjörðinn miðað við Molde en maður sér það víst út um gluggann ;)
By Nafnlaus, at 10:06 f.h.
Hæ,
eg er komin i lag svo þu getur ekkert sagt nema eg viti af því eins og allir hinir. Eg held að eg hafi kom,ið þara á staðinn í Noregi, þarf bara aðeins að skoða kortið mitt - eg á að sjálfsögðu kort af Noregi þar sem eg hef komið þangað tvisvar sinnum- og aldrei að vita nema eg komi þangað oftar ;-) Bið að heilsa, er að fara að leggja mig fyrir næturvaktina,
Kveðja
Stebba
By Nafnlaus, at 11:41 f.h.
Frábært að þú ert ánægð. Hvað verðuru lengi í Norge?
By Nafnlaus, at 9:18 f.h.
Ja allavega þangað til í ágúst, maður verður nú kannski að vera heima á tvítugsafmælinu sínu í september ;)Ji hvað maður er að verða gamall!
By Nafnlaus, at 1:17 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home