Náttföt og veikindi
Ef þetta er ekki svona dagur sem manni langar mest af öllu að vera heima hjá mömmu þá veit ég ekki hvað. Er búin að liggja uppí rúmi í næstum allan dag og ef mér svo mikið sem dettur í hug að standa upp verður mér alveg ógeðslega óglatt. Er eitthvað hálf drusluleg hérna í herberginu, í náttfötunum og ekki búin að borða neitt í allan dag vegna listaleysis. Það vantar mömmu til að kaupa kók og mikið af ís handa mér. Auk þess sem væri fínt að hafa eitthvað að lesa. Dauðleiðist alveg og finnast svo erfitt að geta ekki gert neitt hérna heima. Stundum erfitt að búa í vinnunni sinni.
Í morgun langaði mig svo mikið heim að ég var að hugsa um að pakka niður á stundinni, taka lestina til köben og láta mig bara hverfa. Get ekki beðið eftir að þetta klárist. Vildi að ég gæti stitt þessa dvöl aðeins, allavega komið heim um leið og Henrik kemur af sjónum í lok nóvember. Mikið væri það nú gott. En þetta stittist og ég reyni að þrauka, 25 dagar þangað til ég lendi á klakanum, 26 dagar þangað til ég kem til Akureyrar. Lendi svo seint á sunnudagskvöld að ég get ekki flogið beint. En ég ætti að lifa það af, aldrei að vita nema við Helga kíkjum á jólastressið í borginni áður en ég fer heim.
Ég hef ekki glóru um hvað ég á að gefa neinum í jólagjöf þetta árið. Er eitthvað afskaplega hugmyndalaus og kannski ekki alveg komin í rétta jólafílinginn þar sem það vantar snjóinn, grasið er ennþá grænt og engin jólalög óma í útvarpinu daginn út og inn. En ég er búin að kaupa merkispjöldin á pakkana. Jólakortin hafa ekki verið búin til og mig vantar eitthvað svakalega góða hugmynd úr engu. Hér er engar hugmyndir að fá. Ég ætti ekki annað eftir en að senda keypt jólakort, æi nei. Ef það verður raunin lofa ég bara að það verður ekki á næsta ári. Ekki fyrr en ég verð komin með kall og krakka og hef engan tíma til þess að dunda mér svona.
Hugmyndirnar búnar í bili.... Valborg Rut sem vorkennir sjálfri sér í dag.
Í morgun langaði mig svo mikið heim að ég var að hugsa um að pakka niður á stundinni, taka lestina til köben og láta mig bara hverfa. Get ekki beðið eftir að þetta klárist. Vildi að ég gæti stitt þessa dvöl aðeins, allavega komið heim um leið og Henrik kemur af sjónum í lok nóvember. Mikið væri það nú gott. En þetta stittist og ég reyni að þrauka, 25 dagar þangað til ég lendi á klakanum, 26 dagar þangað til ég kem til Akureyrar. Lendi svo seint á sunnudagskvöld að ég get ekki flogið beint. En ég ætti að lifa það af, aldrei að vita nema við Helga kíkjum á jólastressið í borginni áður en ég fer heim.
Ég hef ekki glóru um hvað ég á að gefa neinum í jólagjöf þetta árið. Er eitthvað afskaplega hugmyndalaus og kannski ekki alveg komin í rétta jólafílinginn þar sem það vantar snjóinn, grasið er ennþá grænt og engin jólalög óma í útvarpinu daginn út og inn. En ég er búin að kaupa merkispjöldin á pakkana. Jólakortin hafa ekki verið búin til og mig vantar eitthvað svakalega góða hugmynd úr engu. Hér er engar hugmyndir að fá. Ég ætti ekki annað eftir en að senda keypt jólakort, æi nei. Ef það verður raunin lofa ég bara að það verður ekki á næsta ári. Ekki fyrr en ég verð komin með kall og krakka og hef engan tíma til þess að dunda mér svona.
Hugmyndirnar búnar í bili.... Valborg Rut sem vorkennir sjálfri sér í dag.
5 Comments:
Blessuð vinan.Ljótt er að heyra hvað þér líður illa en svona er nú alltaf að hafa ælupest.Þú harkar þetta af þér og verður góð eftir nokkra daga.Kannski getur einhver reddað kóki handa þér.Það styttist nú í að þú komir heim reyndu að njóta tímans sem eftir er í danaveldi með stelpunum.Nú getur þú lesið í dönskum blöðum og bókum að er mjög létt að lesa ástarvellur á dönsku reyndu bara. Kanski færð þú einhverja hugdettu með jólakort ef ekki þá bara klippa út mynd og líma á spjald eins og þú gerðir þegar þú varst lítil og gerðir það svo vel. Okkur afa líður vel og jólin eru farin að læðast að okkur.Sjáumst fljótlega l8 des. Hjartans kveðjur frá ömmu.
By Nafnlaus, at 3:06 e.h.
Hæ lasarus.....
fallega sagt.....að nú væri gott að hafa mömmu.....láttu þér nú batna og reyndu að hressa þig við en til þess verður þú reyndar að fá þér eitthvað að borða !!
Það eru örugglega falleg jólakort til í búðunum hjá þér sem ekki eru til hér hjá okkur þannig að það er bara upplagt fyrir þig að kaupa kortin í ár en bara kannski að passa að það sé enginn texti inn í þeim, leiðinlegra að hafa hann á dönsku.
Lang bestu þakkir fyrir pakkann...bræður þínir alsælir og Agnar var virkilega fyndinn í sebrahestinum.....og ég svo langflottust....
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 1:26 f.h.
Hehe hann verður sko bókað að máta þetta fyrir mig þegar ég kem heim. Baldur hefur sínar bara sem skraut ef þær passa ekki. Nú getiði allavega lesið bókina um Lemvig sem þau gáfu mér, um að gera að æfa sig að lesa á dönsu, og þú getur líka notað þessa tösku ef þig langar, hef aldrei notað hana. Líklega verð ég að gera aðra tilraun með að finna tösku sem er líkari mér ;)
Leifa kom með kók og ís í gærkvöldi svo ég lifði af. Benedicta keypti líka ís í morgun svo ég borðaði það í morgunmat ;)
By Nafnlaus, at 3:23 f.h.
Hæ !
Aldrei hef ég heyrt það áður að ís sé góður við ælupest ! - en nú er ég bara að fara á fund !
Kveðja
Helga.
By Nafnlaus, at 6:40 f.h.
Hresstu þig við, liðkaðu lið, duddeli dú, dúddeli dú...
eða þannig. Fullt að vera lasin. Unnur hóstar og er með hor og endaði hjá lækninum sem setti hana á sýklalyfjakúr-vonandi fer ykkur báðum að batna.
Hugsaðu, ef það væru 60 dagar þar til þú kemur heim :-( það væri leiðinlegt. Hvar er Pollýönnu-leikurinn?
En ég veit að við sjáumst eftir ótrúlega stuttan tíma og hans verður notið í botn, ekki rétt?
Bestu kveðjur frá mér sem veit ekki heldur hvað á að gefa öllu liðinu í jólagjöf
Stebba
By Nafnlaus, at 11:35 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home