Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, nóvember 03, 2006

Ofur aktíf/v


Aumingja dönunum er svo kalt að ég mátti kappklæða Erik þegar við fórum í gönguferð í gær. Svaka dugleg eða samt aðalega ég þar sem hann lét bara fara vel um sig í vagninum. Litli hnoðrinn minn var í þessari líka svakalega dúnúlpu og get sig hvergi hreift. Honum fannst það nú ekki mjög skemmtilegt en ja það verður líklega ekki langt þangað til ég treð honum í snjóbuxurnar líka.

Annars er ég búin að vera alveg ógeðslega dugleg síðan ég vaknaði í morgun. Klukkan ekki orðin ellefu og ég búin að setja í þvottavél, ryksuga báðar hæðir og hornin líka sem ég á það til að sleppa stundum, skúra allt og sit núna fyrir framan tölvuna og bíð eftir að Erik vakni. Þá er nú friðurinn alveg úti þar sem hann situr ekki á gólfinu í nema mesta lagi 2 mínótur. Annars má ég bara sitja með hann eða labba um gólfin, algjörlega eftir því sem honum hentar. En það er nú bara því ég er svo afskaplega skemmtileg ;)

Í gær var open by night í bænum í Lemvig. Þá eru búðirnar opnar fram á kvöld og fullt af tilboðum í gangi. Skemmtidagskrá og svaka fjör. Talandi um það, við misstum nú endanlega allt álit á dönum þegar við stóðum þarna í miðbænum og horfðum á þetta hrillilega söng-dansatriði. Ji minn einasti, ég hef séð margt slæmt en þetta! Þetta var það versta sem ég hef nokkurntíman séð. Tvær stelpur að dansa í pínulitlum bolum, ef kalla má þetta dans, stelpa að syngja sem hitti nú ekki alveg alltaf á réttu tónana og tveir strákar við sitthvort hljómborðið, sveifluðu höndunum eitthvað til og frá. Þvílík hörmung. Annars var svona ekta jólastemming í bænum. Fullt af fólki, kerti út um allt og fólk með fullt af búðarpokum.

Þvottavélin búin....

Endalaus væntumþykja heim á klakann..... Valborg Rut

4 Comments:

  • hæ !
    Já, það var einmitt verið að tala um það hér á kaffistofunni í morgun að Danir byrjuðu snemma að skreyta og "hygge sig" fyrir jólin - það væri alltaf mikil jólastemming í loftinu.
    Vona að þið farið að finna fyrir henni svona upp úr miðjum nóvember.
    Héðan er annars ekki mikið að frétta. mamma þín með boð í bankanum í dag - smurbrauðstertur í röðum - við hin getum þó vonað að það verði SMÁ afgangur !
    Hér hefur rignt en verið þokkalega hlýtt - 7° - en nú sé ég örlitla sólargeisla og smá bláan himin.
    hafðu það nú gott.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:39 f.h.  

  • Já, helgin sem er framundan verður vonandi bara rólegheita helgi. Ekkert á dagskránni og pabbi að vinna á dagvöktum.
    Afi Baldur loks kominn heim af sjúkrahúsinu og allur að hressast.
    Mig vantar jólakorta hugmynd... átt þú einhverja góða....
    kv. mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:02 f.h.  

  • Gott að minnaast á jólin ég kemst ekki í neitt jólaskap.Hvað á ég að kaupa.Hvar er óskalistinn ?.En ekkert liggur á þetta kemur alltsaman.Gott að heyra að þið vinkonurnar skemmtið ykkur saman.Var Erik nokkuð kalt á höndunum?Ha ha hí Njóttu lífsins þegar þú getur Kær kveðja amma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:00 f.h.  

  • Þetta hygge sig er alveg að gera sig. Fyrst hélt ég að það væri eitthvað að hugga sig eða eitthvað en fljótlega komst ég þó að því að þetta var að hafa notalegt eða það sama og hafa það gott ;) hehe

    Það munaði ekki um sjúkrahússvistina. Hvenær á eiginlega að hætta þessum veisluhöldum? Ja það verður allavega búið að hita vel upp fyrir jólin ;) Heyðu ekki ein einasta jólakortahugmynd. Danir eru augljóslega ekki mikið í jólakortagerðinni. Mann vantar eiginlega bara að komast til Reykjavíkur í föndurbúðirnar þar!

    Ammma kemst ekki í neitt jólaskap... hehe sko það er nú alveg töluvert langt í jólin! Byrjar þetta rukk um jólagjafaóskalistann enn eitt árið í röð. Þetta kemur hægt og sígandi... bíðið bara ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home