Ofurfyrirsætur hversdagsins
Ekki líður sá dagur að okkur berist ekki einhver tilboð. Sum þeirra reyna að fullvissa okkur um að ef við tökum þeim þá bíði okkur betra líf. Líf þar sem hamingjan er í fyrirrúmi og þar sem ekkert skortir. Eða í fáum orðum sagt: hið fullkomna líf.
Tilboðin beinast að okkur sem persónum. Þau gefa til kynna að einhverjum sé afar umhugað um okkur nánast dag og nótt. Snúast oft um hvernig við getum bætt útlit okkar og er þá búið að gefa sér að eitthvað sé kannski athugavert við það eða við sjálf séum ekki ánægð með hvernig við erum. Tilboðin geyma í raun og veru uppskrift af því hvernig manneskjan eigi að vera samkvæmt hugmyndum mannhönnuða. Þau kynda undir stöðugt ósætti við hversdagslegt líf manneskjunnar þar sem það fellur ekki að uppskriftinni.
Nútímamanneskjan á að vera grönn og fögur, vel klædd og eftirsótt af öllum sakir velgengni og yndisþokka. Hún ekur um á gljáfægðum nýjum bílum og drekkur ilmandi kaffi úr baunum sem hún malar sjálf í eigin kaffivél. Nútímamanneskjan á að þjóta á milli landa með farsímann í annarri hendi og ferðatölvuna í hinni. Býr í húsnæði þar sem ný húsgögn eru í hverju horni eða í stálgrárri auðn ef hún hallast að þeirri línunni. Nútímamanneskjan er mikilvæg og okkur er gefið til kynna að án hennar muni allt fara illa. Heimurinn standi og falli með henni. Já, hún er ómissandi.
Þetta er hluti úr gein eftir Sr. Hrein S Hákonarson fangaprest. Þið getið lesið þetta í heild á http://tru.is/pistlar/2006/11/ofurfyrirsaetur-hversdagsins.
Finnst þetta mjög svo áhugavert. Þetta eru einmitt þær kröfur sem gerðar eru til okkar í samfélaginu. Eitthvað sem ekki er kannski alveg raunhæft og líklega liði okkur ekkert betur þó svo við myndum eftir okkar bestu getu reyna að uppfylla þessi skilyrði nútímans. Hvernig væri að við færum meðalveginn. En hver er eiginlega hinn gullni meðalvegur? Mér finnst margt í dag svo öfgakennt eitthvað. Við viljum tilheyra nútímanum, hafa öll þessu yndislegu þægindi, nútímahönnun, flottan bíl, nýjustu tækin í hinu og þessu en hvar endar þetta? Ef við látum hlaupa með okkur til allra þeirra tilboða sem berast okkur held ég að eftir nokkurn tíma verði þetta hamingjusama og fullkomna líf sem okkur dreymdi um alls ekki svo fullkomið.
Við erum jú sérstakar uppskriftir hvert og eitt :D
Valborg Rut
Tilboðin beinast að okkur sem persónum. Þau gefa til kynna að einhverjum sé afar umhugað um okkur nánast dag og nótt. Snúast oft um hvernig við getum bætt útlit okkar og er þá búið að gefa sér að eitthvað sé kannski athugavert við það eða við sjálf séum ekki ánægð með hvernig við erum. Tilboðin geyma í raun og veru uppskrift af því hvernig manneskjan eigi að vera samkvæmt hugmyndum mannhönnuða. Þau kynda undir stöðugt ósætti við hversdagslegt líf manneskjunnar þar sem það fellur ekki að uppskriftinni.
Nútímamanneskjan á að vera grönn og fögur, vel klædd og eftirsótt af öllum sakir velgengni og yndisþokka. Hún ekur um á gljáfægðum nýjum bílum og drekkur ilmandi kaffi úr baunum sem hún malar sjálf í eigin kaffivél. Nútímamanneskjan á að þjóta á milli landa með farsímann í annarri hendi og ferðatölvuna í hinni. Býr í húsnæði þar sem ný húsgögn eru í hverju horni eða í stálgrárri auðn ef hún hallast að þeirri línunni. Nútímamanneskjan er mikilvæg og okkur er gefið til kynna að án hennar muni allt fara illa. Heimurinn standi og falli með henni. Já, hún er ómissandi.
Þetta er hluti úr gein eftir Sr. Hrein S Hákonarson fangaprest. Þið getið lesið þetta í heild á http://tru.is/pistlar/2006/11/ofurfyrirsaetur-hversdagsins.
Finnst þetta mjög svo áhugavert. Þetta eru einmitt þær kröfur sem gerðar eru til okkar í samfélaginu. Eitthvað sem ekki er kannski alveg raunhæft og líklega liði okkur ekkert betur þó svo við myndum eftir okkar bestu getu reyna að uppfylla þessi skilyrði nútímans. Hvernig væri að við færum meðalveginn. En hver er eiginlega hinn gullni meðalvegur? Mér finnst margt í dag svo öfgakennt eitthvað. Við viljum tilheyra nútímanum, hafa öll þessu yndislegu þægindi, nútímahönnun, flottan bíl, nýjustu tækin í hinu og þessu en hvar endar þetta? Ef við látum hlaupa með okkur til allra þeirra tilboða sem berast okkur held ég að eftir nokkurn tíma verði þetta hamingjusama og fullkomna líf sem okkur dreymdi um alls ekki svo fullkomið.
Við erum jú sérstakar uppskriftir hvert og eitt :D
Valborg Rut
1 Comments:
Góður pistill.
By Nafnlaus, at 8:59 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home