Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, nóvember 06, 2006

Rok

Ég veit ekki hvað ég á að skrifa, veit ekki hvað ég á að segja, veit ekki hvað ég á að gera, veit ekki hvernig allt verður, veit ekki hvort ég verð ánægð, veit ekki hvað bíður, veit ekki... ja veit bara mest lítið í dag.

Það er rok og ótrúlega leiðinlegt veður. Svona veður sem maður vill helst bara sitja inni í hlýjunni með kertaljós og góða bók og helst ekki gera neitt. Það eru 48 dagar í jólin og akkurat 6 vikur í gær þangað til ég kem heim. Rosalega verður það gott. Við erum farnar að hlakka svo til stelpurnar enda kannski ekki skrýtið þar sem okkur leið eins og það væri fyrsti í aðventu í gær. Veit ekki alveg af hverju en eitthvað var svo jólalegt hjá okkur með piparkökurnar á sunnudegi í kulda og roki. Svo ekki sé talað um að danir eru byrjaðir að skreyta og jólaútstillingar komnar í þónokkra búðarglugga. Svo eru alls konar spjöld sem óska manni gleðilegra jóla, ja ekki seinna vænna en að drýfa í því!

Annars mest lítið að frétta. Svaf ekki vel í nótt og er eitthvað hálfþreytt. Henrik fer aftur á sjóinn í dag og verður í 3 vikur. Þar með má ég taka til við eldamennskunna og arbejde hele dagen igen. Vonandi lifi ég þessar vikur af.

Kveðja á klakann..... Valborg Rut

6 Comments:

  • Hæ kella mín ég veit heldur ekki neitt hvað ég á að skrifa.
    'Eg er ekki neitt betri en þú þó að ég geti ekki talið svona mikið upp.Maður getur ekki séð framtíðina mikið fyrir sér enda eins gott.En við getum reynt að hugsa og skipuleggja fram í tímann og reyna að sjá út hvað sé best fyrir okkur.Einu jólin sem ég sé ennþá eru servettur inni í Blómavali svo var verið að taka upp heilmikið af glingri.Líði þér vel í ráðskonu starfinu.amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:11 f.h.  

  • Hæ Vabbý !
    Ég er ALVEG VISS um að þú lifir þessar vikur af - og ´færð þá eitthvað almennilegt að borða.
    ------ annars held ég að þú hafir aðallega mikið að gera við að hugsa næstu daga ;-) ------ Gangi þér vel - ég held að hvor sem ákvörðunin verður munir þú þroskast á því að takast á við hana.
    Kveðja
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:12 f.h.  

  • Blessuð gamla geit,,,
    Loksins heyrirðu frá mér, er eiginlega búin að vera á hvolfi síðustu tvær vilur í öllu sem ég kom mér alveg óvart í, og þar átti árshátíðin mestan hluta. En nú tekur bara næsti undirbúningur við sem er mun skemmtilegri eins og þú getur ímyndað þér . Passaðu þig á að hugsa ekki of mikið því það getur ábyggilega skemmt heilann en ég veit að þú kemst að góðri niðurstöðu á endanum. Bið að heilsa kettinum,,,
    kveðja Stebba.
    Unnur fékk aðalhlutverkið í verkinu sem skólinn hennar ætlar að setja upp einhverntíman í vetur,veit ekki alveg hvenær :-) gaman fyrir hana.
    Kv. S.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:25 f.h.  

  • Já kannski það skemmi heilann að huggsa of mikið. Það er kannski þess vegna sem minn er eitthvað skemmdur ;)
    Dagurinn í dag er allavega að verða búinn svo einn dagur í vikunni er allavega að kárast.
    Frábært fyrir Unni að fá þetta. Ég kem og sé þetta! Rosalega verður við orðin fínt fólk... alltaf í óperunni í sparifötunum og svona! Kannski við komum í séð og heyrt ;) hehe

    Ákvörðun verður tekin... bara á morgun. Einhverntíman verð ég að hætta að hugsa!

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:06 f.h.  

  • Ég held að það að vita ekki neitt sé að ganga.

    Hrjáir ótrúlegasta fólk þessa dagana.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:47 e.h.  

  • He he já Abba kannski það. Ég er allavega pottþétt að taka þetta vel út þennan "sjúkdóm".

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home