Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, nóvember 20, 2006

Rykmaurar?


Helsta afrek dagsins var að strauja allan þennan þvott. Svo harkaði ég líka af mér rokið og rigninguna og fór í smá heimsókn til Leifu. Fínt að komast aðeins út þó ég hafi nú kannski ekki hreyft mig mikið, en ég labbaði allavega út í bil ;)

í gærmorgun stóð ég föst á því að býtandi rykmaurar væru sestir að í rúminu mínu. Ekki girnilegt ég veit, veit ekki heldur hvaðan hugmyndin kom. Allavega þegar ég vaknaði var ég öll út í einhverjum rauðum upphleyptum bólum sem voru samt ekki bólur. Þetta var nú ekki til þess að gera mig glaða. Rykmaura hugmyndin varð til þess að ég reif rúmfötin af eftir að hafa verið með þau í viku, dustaði og lamdi og barði allt rúmið, leit undir það til að fullvissa mig um að ekki væri neitt dautt dýr þar eftir köttinn áður en ég setti allt hreint og henti hinu í vélina. Já svona getur maður verið skrítinn. Þess má geta að þessir rauðu aðskotahlutir eru horfnir núna nema eitthvað á úlliðnum sem ég ákvað að klóra í þangað til blæddi. Nú er því aðeins eitt rautt sár eftir. En ég er allavega búin að fæla rykmaurahugmyndina burtu.

Mér var sýnt hvernig haustlauf féllu af tré og síðan bert tré án laufblaða.
Vertu ekki áhyggjufullur. Lífskrafturinn er innra með öllu og frá þeim lífskrafti mun hið nýja spretta fram. Vita skaltu að það gamla verður að deyja svo hið nýja geti fæðst.

Bestustu kveðjur....

2 Comments:

  • Hæ skvís, hehe rykmaurar...gott að hafa varann á allavega. Talandi um rúmföt, ég fékk geggjuð rúmföt frá Margréti og krökkunum! Hún keypti þau í heildsölunni sem hún vinnur í, þau kosta 10.000 kr í tékkkristal! Þetta var fyrirfram afmælisgjöf. ;)
    Ætla núna að fara að sofa, ætla að setja vínberin inn í eldhús áður en ég borða yfir mig af þeim, ótrúlega góð! :)
    Kveðja Helga vínberjasjúka.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:04 e.h.  

  • Já, já.........þegar ég sá myndinar hélt ég að þú værir að fara að pakka niður......en sá svo að þetta er örugglega þvotturinn sem þú hefur verið að strauja...

    Helga systir á góður skriði í borginni og við í símasambandi....og alltaf sér hún eitthvað flottara....gaman.

    Er að fara með ömmu að leyta að jólagjöf handa þér....ömmur vilja vera tímalega að hlutunum....

    Knús til þín. Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home