Þótt enga vængi...
Þótt enga vængi Guð þér gefið hafi og gert þér hafi ekki flugið kleipt, í hjarta þínu átt þú andans vængi og öllu skiptir þá að geta hreift.
Hver hefur ekki óskað sér þess að geta flogið? Vissulega væri það ljúft að geta flogið yfir girðingar og fjöll, höf og vötn og þurfa sjaldnast að hugsa út í það hvaða hindranir gætu orðið á vegi okkar. Fuglarnir virðast svo frjálsir, geta farið hvert sem er, hvenær sem er. Líklega þurfa þeir ekki heldur að takast á við erfiði lífsins, áhyggjur eða ákvarðanir. En jafnvel þó svo að við getum kannski ekki flogið á sama hátt og fuglarnir held ég að við höfum samt líka vængi. Okkar vængir sjást kannski ekki en þeir eru þarna samt. Hvert og eitt okkar á í hjarta sér litríka vængi. Ef við förum vel með lífið okkar, heilsu og líkama vaxa og dafna litríkir vængir í hjarta okkar. Með því að koma vel fram við aðra og okkur sjálf getum við sýnt öðrum hversu litríkir okkar vængir eru. Í fallegum persónuleika og góðri sál eru litríkir vængir. Við verðum að varðveita vængina okkar. Það þarf alls ekki svo mikið til þess að týna þeim.
Það er ekki auðvelt þegar þú ert á botninum og finnst enginn tilgangur vera í lífinu. Settu fótinn á neðsta þrep stiganns og byrjaðu að klifra. Það skiptir engu máli hversu erfitt það virðist vera á þeim tíma. Um leið og þú dregur þig upp á næsta þrep vinnur þú þig smátt og smátt út úr örvæntingunni sem þú hefur sokkið í. Líf þitt mun breytast og þú finnur raunverulegan tilgang í lífi þínu og því að lifa.
Stelpan kveður hugsandi, pælandi og skrifandi.
Hver hefur ekki óskað sér þess að geta flogið? Vissulega væri það ljúft að geta flogið yfir girðingar og fjöll, höf og vötn og þurfa sjaldnast að hugsa út í það hvaða hindranir gætu orðið á vegi okkar. Fuglarnir virðast svo frjálsir, geta farið hvert sem er, hvenær sem er. Líklega þurfa þeir ekki heldur að takast á við erfiði lífsins, áhyggjur eða ákvarðanir. En jafnvel þó svo að við getum kannski ekki flogið á sama hátt og fuglarnir held ég að við höfum samt líka vængi. Okkar vængir sjást kannski ekki en þeir eru þarna samt. Hvert og eitt okkar á í hjarta sér litríka vængi. Ef við förum vel með lífið okkar, heilsu og líkama vaxa og dafna litríkir vængir í hjarta okkar. Með því að koma vel fram við aðra og okkur sjálf getum við sýnt öðrum hversu litríkir okkar vængir eru. Í fallegum persónuleika og góðri sál eru litríkir vængir. Við verðum að varðveita vængina okkar. Það þarf alls ekki svo mikið til þess að týna þeim.
Það er ekki auðvelt þegar þú ert á botninum og finnst enginn tilgangur vera í lífinu. Settu fótinn á neðsta þrep stiganns og byrjaðu að klifra. Það skiptir engu máli hversu erfitt það virðist vera á þeim tíma. Um leið og þú dregur þig upp á næsta þrep vinnur þú þig smátt og smátt út úr örvæntingunni sem þú hefur sokkið í. Líf þitt mun breytast og þú finnur raunverulegan tilgang í lífi þínu og því að lifa.
Stelpan kveður hugsandi, pælandi og skrifandi.
9 Comments:
Það er svo gaman að lesa svona pælingar. Ég held samt að fuglar séu ekki áhyggjulausir þótt þeir geti flogið. Vissulega eru vængirnir gagnlegir þar sem þeir fljúga á milli landa til þess að leita eftir betri lífsskilyrðum. En það hlýtur að skapa hjá þeim áhyggjum einhvern tímann. Einu sinni hefur einhver fugl orðið gríðarlega áhyggjufullur af því að hann átti engan mat og var kalt. Þess vegna lagði hann í stórt ferðalag til þess að halda í sér lífinu. Það hlítur að hafa haft áhrif á hann.
Ég veit að þetta er nú kannski ekki það sem þú varst að pæla. Ég held ég hafi líka verið að persónugera fuglana aðeins of mikið. Eða hvað...
Kv. úr hsp.
P.S. Var að taka siðferði próf. Ég vona að ég sé ekki siðblind :s
By Nafnlaus, at 1:08 f.h.
Það er svo gaman að lesa svona pælingar.
Ég held samt að fuglar séu ekki áhyggjulausir þótt þeir geti flogið. Vissulega eru vængirnir gagnlegir þar sem þeir fljúga á milli landa til þess að leita eftir betri lífsskilyrðum. En það hlýtur að skapa hjá þeim áhyggjum einhvern tímann. Einu sinni hefur einhver fugl orðið gríðarlega áhyggjufullur af því að hann átti engan mat og var kalt. Þess vegna lagði hann í stórt ferðalag til þess að halda í sér lífinu. Það hlýtur að hafa haft áhrif á hann.
Ég veit að þetta er nú kannski ekki það sem þú varst að pæla. Ég held ég hafi líka verið að persónugera fuglana aðeins of mikið. Eða hvað...
Kv. úr hsp.
P.S. Var að taka siðferði próf. Ég vona að ég sé ekki siðblind :s
By Nafnlaus, at 1:10 f.h.
Þú er frábær.....falleg lesning.
Laufabrauðsdagur í dag ;) en aftur vantar þig Valborg mín. En þetta reddast allt og þú verður bara með okkur í huganum. Á morgun verður kannski piparkökurdagur og á laugardag Söru dagurinn mikli. En þá verður veðrið að vera gott svo að við getum sett kökurnar út smá stund.
Hafðu það sem best og keðja frá okkur heima. Mamma.
By Nafnlaus, at 1:39 f.h.
Abba: Já og kannski hafa þeir áhyggjur yfir að rekast á risastóran kött sem vill gjarnan hafa fugl í matinn ;) oj bara , híhí. Hef varla miklar áhyggjur af því að þú teljist siðlaus, engar áhyggjur!
Mamma: Á næsta ári verið ég sko bókað heima í laufabrauðinu, missi af því annað árið í röð! Eins og mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt :) Kannski við gerum bara auka laufabrauð þegar ég kem heim... eða hvað?
By Nafnlaus, at 2:04 f.h.
Ónei stubba mín.....þá verða eldhúsin okkar ömmu orðin svo hrein og fín með jólagardínum þannig að þá má ekki fara bara að steikja laufabrauð.....við dundum okkur bara við eitthvað annað í staðinn sem þér dettur í hug að gera ;)
By Nafnlaus, at 2:29 f.h.
Ónei stubba mín.....þá verða eldhúsin okkar ömmu orðin svo hrein og fín með jólagardínum þannig að þá má ekki fara bara að steikja laufabrauð.....við dundum okkur bara við eitthvað annað í staðinn sem þér dettur í hug að gera ;)
By Nafnlaus, at 2:29 f.h.
Þakka þér fyrir allar þessar pælingar þínar.Þær koma gamalli ömmu til að hugsa og þakka fyrir barnabarnið sitt sem hugsar svona fallega.'Eg er hamingjusöm með ykkur öll.Amma
By Nafnlaus, at 2:40 f.h.
He he okí ég bíð þá bara þangað til næsta ár með laufabrauðið. Já við gerum eitthvað annað skemmtilegt.
Amma: Það er nú gott að þú ert ánægð með okkur, alltaf gaman að fá fólk til að hugsa eitthvað ;) Veit nú samt ekkert hvernig þetta lenti hér, það bara gerðist!
By Nafnlaus, at 4:14 f.h.
Þetta eru nú meiri pælingarnar, en það er gott að ríkt hugmyndaflug. Ég held að þú ættir að fara skrifa bók. Jæja ég er á leiðinni að komast í jólagírinn og byrjaði á smá hreingerningu í gær- vonandi var það upphafið af einhverju laga-til stuði. Sjáumst hressaróg kátar,
1. des. kveðja
Stebba
By Nafnlaus, at 12:57 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home