Tveir mánuðir
Í dag hef ég verið í Danmörku í tvo mánuði. Þetta hefur bæði verið fljótt og lengi að líða, sumir dagar voða fínir en aðrir alveg afskaplega lengi að líða og mínóturnar silast áfram hægar en snigill. Ég verð að játa að þetta er nú ekki alveg eins og ég hafði hugsað mér. Kreisíveldi væri líklega betra orð en danaveldi. Hlakka afskaplega mikið til að sofa í rúmin mínu um jólin og þurfa bara að vera til.
Ég er eitthvað afskaplega hugmyndalaus í dag. Stafar kannski af löngun í að neglurnar lagi sig sjálfar og að ég hafi eitthvað skemmtilegt að gera í dag. Að maginn minn verði til friðs um helgina og bakið hætti að kvarta. Ji minn einasti hvað maður er gallaður.
Annars ákvað ég að setja eina mynd af mér hérna.... bara svo þið gleymið nú ekki hvernig ég lýt út ;) Eitthvað þreytt þarna eitt kvöldið/nóttina heima ;)
Kveðja úr herberginu með skrautlegu gardínunum.... Valborg Rut sem kemur bráðum heim ;)
Ég er eitthvað afskaplega hugmyndalaus í dag. Stafar kannski af löngun í að neglurnar lagi sig sjálfar og að ég hafi eitthvað skemmtilegt að gera í dag. Að maginn minn verði til friðs um helgina og bakið hætti að kvarta. Ji minn einasti hvað maður er gallaður.
Annars ákvað ég að setja eina mynd af mér hérna.... bara svo þið gleymið nú ekki hvernig ég lýt út ;) Eitthvað þreytt þarna eitt kvöldið/nóttina heima ;)
Kveðja úr herberginu með skrautlegu gardínunum.... Valborg Rut sem kemur bráðum heim ;)
6 Comments:
Hæ. Við vitum að "heima er best" en samt getum við oftast lagað okkur að breyttum aðstæðum, eins og þú hefur verið að gera núna síðustu tvo mánuðina !! Ég í rólegheitum, strákarnir úti, pabbi að vinna, afi, amma og Helga í Laugaseli hjá Sigga sem er með sprungna hnéskel....eru eitthvað að undirbúa það að fá heitt vatn. Ég gat ekki farið með strákana því einhver karl ætlar að laga olíuleka í bílnum okkar fína á eftir. Stebba að undirbúa sig fyrir árshátíð FSA sem er í kvöld og hún hefur að sjálfsögðu verið í undirbúningsnefnd fyrir.
Hvað eru börn í Lemvig gömul þegar þau komast að í leikskóla ? Þurfa þau að bíða til 2 ára aldurs ?
Gaman að fá myndina að þér hér á skjáinn, oftast myndir af einhverjum öðrum en þér.....
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 6:51 f.h.
Krakkar geta farið á vuggustuen þegar þau eru 1 árs sem er bara eins og leikskóli nema fyrir litla krakka. Svo þegar þau eru 2-3 ára fara þau í börnehaven sem er leikskólinn.
By Nafnlaus, at 11:30 f.h.
Mér finnst þessi mynd svo flott :)
By Nafnlaus, at 12:03 e.h.
He he takk elskan ;)
By Nafnlaus, at 1:54 e.h.
Hæ !
Hér er óveður ! ------ Ég held að flugvélin sem átti að fljúga til Danmerkur í morgun hafi ekki komið hingað - og þess vegna ekkert fluga ennþá til Köben þennan morguninn. - Ég fór bara aðeins í vinnuna vegna leti og rólegheita heima --- mamma þín er að læra að taka á móti súpu í kirkjunni á sunnudögum - ætlar víst að gera það einu sinni í mánuði. - Henni leiddist svo mikið í gær að hún neyddist til að baka brúnu tertuna til jólanna - pabbi þinn múraði svo kremið í hana í gærkvöldi.
Allir inni að hangsa í dag ;-)
----- gott að þú veist núna hvað það er að "hygge sig" - það er nefnilega sagt að Danir séu í því að hafa það gott fyrir jólin - sitja og drekka glögg og rauðvín en stressa sig lítið á því að baka og gera hreint ----- en þú átt vonandi eftir að komast að þessu og sjá og upplifa með eigin augum .
Blæ.
Helga.
By Nafnlaus, at 2:45 f.h.
Skildist einmitt á Agnari áðan að það væri brjálað veður, ég sagði að það væri líka rok hjá mér en hann var fullviss um að það væri sko miklu meira hjá sér!
Það er nú gott að mamma er byrjuð að baka og ekki verra efr pabbi hjálpar! Held nú reyndar að hann hjálpi bara við þessa köku því honum finnst svo gaman að setja kremið á ;)
Það er sko eins gott að ég komist heim um jólin og að það verði ekki alltaf brjálað veður!
Íslendingar mættu læra af dönunum að "hygge sig" fyrir jólin í stað þess að vera þjótandi út um allt í jólastressinu ;)
By Nafnlaus, at 4:06 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home