Í vondu skapi
Fyrsta færslan í dag, þær gætu þess vegna orðið margar þar sem ég hef akkurat ekkert að gera. Brjálað rok úti, ég í fríi en ekki stelpurnar, enginn bíll því einhver var á græna bílnum og hann var keyrður í klessu, sem þýðir enginn bíll í nokkra daga. Skrítni afinn er í heimsókn og kom í gær, er hérna ennþá og lokar ekki klósettinu mínu þegar hann er búinn að nota það. Alveg gjörsamlega óþolandi fyrir litlar prímadonnur eins og mig.
Er ennþá í alveg brjáluðu skapi útaf skólanum í gær. Hélt ég myndi fara yfirum þetta var svo drulluleiðinlegt og mér líður alltaf eins og ég sé í leikskóla. Ég bara get ekki skilið hvernig þeim datt í hug að láta mig í þetta modul. Okey, maðurinn sagði í fyrsta tímanum að ég gæti nú bara farið í næsta modul fyrir ofan. Ég var fljót að samþykkja það og dreif í að lesa þrjár bækur sem þarf að lesa í þessu moduli og skrifa helling um þær allar. Hrillilegar bækur, mest 4 orð í hverri steningu. En þetta tókst og kallinn las yfir þetta og á þéttskrifuðum þremur blöðum voru 3-4 stafsetningarvillur sem mér finnst nú alls ekki mikið. Svo í tímanum var hann svona líka glaður að ég væri búin með þetta, ég meina þetta tók nú ekki langan tíma og ég nenni ekki að hanga í þessu. Í tímanum voru hinir svo að gera eitthvað verkefni sem honum datt ekki einu sinni í hug að láta mig gera svo ég mátti bara lesa skólabókina. Kommon, eftir að hafa lesið47 blaðsíður á nó tæm sagði ég honum að þetta væri nú frekar leiðinlegt og alltaf það sama. Hann bara nú já okí heyrðu hættu þá bara að lesa! Ég var orðin alveg þónokkuð pirruð yfir að þurfa að sitja þarna í marga klukkutíma og spurði hvenær ég gæti tekið modultestið. Þar fór hann alveg með það, í desember kannski!! Halló!!! Ég er ekki að farað borga 500 kall danskar fyrir að læra akkurat ekki neitt. Og þetta er bara fyrir aðra önnina og fólkið mitt ætlar ekki að borga þetta eins og þau eiga held ég að gera. Við fundum samt ekkert um það á netinu þegar Jane konan sem Leifa er hjá var að leita að þessu fyrir mig en það er svo sjálfsagt að ef fólkið vill að maður læri málið þá borgi þau skólann. En nei, ég fékk bara reikninginn og var sagt að fara og borga þetta. Borgunarfresturinn rennur út eftir tvo daga. Ég er ekki til í að borga fyrir að sitja í þessum tíma 4-5 skóladaga í viðbót. Nei takk fyrir pent. Ég er þarna til þess að læra en ekki að glápa út í loftið því ég lærði þetta í 7. bekk í grunnskóla.
Nú er ég búin að ausa úr reiði minni svo ég get hætt að pirra mig á þessu endalaust.
Vonandi verður aðeins skemmtilegra blogg á eftir þessu bloggi.
Valborg Rut í vondu skapi út í þennan skóla.
Er ennþá í alveg brjáluðu skapi útaf skólanum í gær. Hélt ég myndi fara yfirum þetta var svo drulluleiðinlegt og mér líður alltaf eins og ég sé í leikskóla. Ég bara get ekki skilið hvernig þeim datt í hug að láta mig í þetta modul. Okey, maðurinn sagði í fyrsta tímanum að ég gæti nú bara farið í næsta modul fyrir ofan. Ég var fljót að samþykkja það og dreif í að lesa þrjár bækur sem þarf að lesa í þessu moduli og skrifa helling um þær allar. Hrillilegar bækur, mest 4 orð í hverri steningu. En þetta tókst og kallinn las yfir þetta og á þéttskrifuðum þremur blöðum voru 3-4 stafsetningarvillur sem mér finnst nú alls ekki mikið. Svo í tímanum var hann svona líka glaður að ég væri búin með þetta, ég meina þetta tók nú ekki langan tíma og ég nenni ekki að hanga í þessu. Í tímanum voru hinir svo að gera eitthvað verkefni sem honum datt ekki einu sinni í hug að láta mig gera svo ég mátti bara lesa skólabókina. Kommon, eftir að hafa lesið47 blaðsíður á nó tæm sagði ég honum að þetta væri nú frekar leiðinlegt og alltaf það sama. Hann bara nú já okí heyrðu hættu þá bara að lesa! Ég var orðin alveg þónokkuð pirruð yfir að þurfa að sitja þarna í marga klukkutíma og spurði hvenær ég gæti tekið modultestið. Þar fór hann alveg með það, í desember kannski!! Halló!!! Ég er ekki að farað borga 500 kall danskar fyrir að læra akkurat ekki neitt. Og þetta er bara fyrir aðra önnina og fólkið mitt ætlar ekki að borga þetta eins og þau eiga held ég að gera. Við fundum samt ekkert um það á netinu þegar Jane konan sem Leifa er hjá var að leita að þessu fyrir mig en það er svo sjálfsagt að ef fólkið vill að maður læri málið þá borgi þau skólann. En nei, ég fékk bara reikninginn og var sagt að fara og borga þetta. Borgunarfresturinn rennur út eftir tvo daga. Ég er ekki til í að borga fyrir að sitja í þessum tíma 4-5 skóladaga í viðbót. Nei takk fyrir pent. Ég er þarna til þess að læra en ekki að glápa út í loftið því ég lærði þetta í 7. bekk í grunnskóla.
Nú er ég búin að ausa úr reiði minni svo ég get hætt að pirra mig á þessu endalaust.
Vonandi verður aðeins skemmtilegra blogg á eftir þessu bloggi.
Valborg Rut í vondu skapi út í þennan skóla.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home