20 kílómetrar
Gærdagurinn byrjaði rólega. Ég hafði mest lítið að gera og var eiginlega ekki að nenna að gera nokkurn skapaðan hlut. Það varð þó leiðinlegt til lengdar og ég ákvað að heimsækja Leifu. Ja með engan bíl þó svo annaðhvort varð ég að labba eða hjóla. Eftir miklar vangaveltur um það hvort væri betra komst ég að því að líklega tæki það mig rúman klukkutíma að hjóla en þrjá að labba. Í íþróttabuxurnar, önnur föt í bakpoka, úlpa, húfa og vetlingar og lagði af stað. Ég var ekki hálfnuð upp risastóru brekkuna inní Lemvig þegar ég hugsaði hvort ég ætti virkilega að halda áfram og velti því fyrir mér að gefast bara upp og fara heim. Nei ekki kom það nú til greina, að viðurkenna að ég kæmist ekki því þetta var of erfitt. Áfram upp og loksins komst ég út úr bænum og þræddi sveitavegina á þessu líka hrillilega hjóli. Ég get allavega fullvissað ykkur um það að í gærkvöldi var ég með marbletti á rassinum eftir sætið, hálsríg eftir að halda hausnum uppi til að sjá á götuna því stýrið var svo látt og hendurnar lengdust örugglega við að teygja mig þangað. En allt kom fyrir ekki og ég komst á áfangastað dauðþreytt en alveg ótrúlega ánægð að hafa ekki hætt við. Auk þess sem mér fannst ég tveimur kílóum léttari en það bættust á í staðinn tvö kíló af áhyggjum yfir því hvernig hnéð mitt tæki þessu daginn eftir. Svo líklega hefur þyngdin staðið í stað. Var svo hjá Leifu fram á kvöld og átti þá eftir að hjóla til baka í svarta myrkri. Það var slæm tilhugsun þegar ég lagði af stað með ekkert ljós, enga ljósastaura, aðeins stjörnurnar á himnum. En ég komst heim seins um síðir eftir þó mun auðveldari hjólaferð því mikið var niðrímóti. Komst án hræðslu út af sveitavegunum og loksins allaveið heim að sofa. Þvílíkt ánægð með að hafa hjólað 20 kílómetra í gær ;)
Núna hins vegar er einn af þeim sunnudögum sem öll fólkin eru heima, engin með bíl og allt lokað svo líklega verður að koma í ljós hvað verður úr deginum. Ég hef þó ákveðið að byrja að pakka nokkrum hlutum og minnska dótið í skápunum. Hvernig í óskupunum á ég samt að vitna núna hvað mig langar að nota um jólin? Þegar ég kem svo heim langar mig örugglega akkurat að vera í því sem ég sendi í annað land. Tímabært að byrja að hugsa. Það styttist nefnilega óðum í að ég komi heim :D
Valborg Rut hjólameistari
Núna hins vegar er einn af þeim sunnudögum sem öll fólkin eru heima, engin með bíl og allt lokað svo líklega verður að koma í ljós hvað verður úr deginum. Ég hef þó ákveðið að byrja að pakka nokkrum hlutum og minnska dótið í skápunum. Hvernig í óskupunum á ég samt að vitna núna hvað mig langar að nota um jólin? Þegar ég kem svo heim langar mig örugglega akkurat að vera í því sem ég sendi í annað land. Tímabært að byrja að hugsa. Það styttist nefnilega óðum í að ég komi heim :D
Valborg Rut hjólameistari
2 Comments:
Blessuð maraþonmanneskjan mín,
Það er ekkert smá afrek og ekki síður afrek að verða ekki hrædd ein í myrkrinu úti í sveit, stjörnurnar góðu hafa örugglega passað þig.
Heldur þú að þú náir því að hafa töskurnar undir 20 kílóum? mér finnst það ósennilegt ef ég þekki þig rétt.
Unnur er í útlandinu núna og gisti í nótt og næstu nótt hjá Helgu Valborgu.
Við bökuðum 420 sörur í gær, ekkert smá duglegar og að sjálfsögðu eru þær frábærar eins og alltaf.
Bless í bili úr vinnunni minni
Stebba
By Nafnlaus, at 4:04 f.h.
Ja töskurnar.... þær eru einmitt vandamálið. Ég var að byrja að pakka í töskuna sem fer til Noregs en hún er að verða full strax og ég varla byrjuð. Auk þess sem ég sé framá að þurfa að senda líka dót heim til Íslands áður en ég fer. Komst að því að líklega hefði ég átt að fljúga með icelandair þar sem þau gefa 20 aukakíló í jólagjöf og þar gæti ég farið með 40 kíló en ekki 20. Frétti þetta þó of seint og verð því að finna aðrar leiðir til að koma bara með 20. Sem flestum þykir kannski alveg nóg en ja ég er næstum viss um að ég þarf að koma með meira ;)
By Nafnlaus, at 7:07 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home