8 dagar!
Laugardagur eða rigningardagur? Ja eða bara begge tú! Það er búið að rigna stanslaust í dag. Svo hringir mamma og segir mér að þau séu í löggubústaðnum og þeysist það um á snjósleða í helling af snjó! Fóru meira að segja með báða sleðana okkar og jólakortin til að skrifa á! Vá hvað ég væri til í að vera með. En hérna stóð ég, horfði í kringum mig og sá grænt grasið og rigningu. Ekki mikið vetrarlegt við það skal ég segja ykkur. En svona er það, þegar maður hefur ekki snjóinn langar manni mest af öllu í helling af snjó en þegar hann er hjá manni í miklu magni í langan tíma vill maður helst losna við hann. Skrítið.
Annars ligg ég hér uppí sófa heima hjá Leifu og hér erum við báðar í sófanum, með sitthvora tölvuna í fanginu, súkkulaðiköku á sófaborðinu, tóman pitsukassa á matarborðinu og ekki er ólíklegt að ísinn verði næst á dagskrá. Gaman að segja frá því að okkur hefur verið bent á það að það sé gott að við séum ekki meira saman því við fitnum víst þegar við erum að bralla eitthvað! Skil nú ekkert hvernig sú niðurstað komst..... ;-) Hehehe.
Í dag var vaknað, föt dagsins valin með því að rífa næstum allt út úr skápnum því ég vissi einfaldlega ekkert í hverju mig langaði að vera. Svo kláraði ég að pakka í töskuna sem var á leiðinni til Noregs, pakkaði henni inn og brunaði með herlegheitin á pósthúsið. Þar mátti ég skrifa hvað innihaldið kostaði og setja einhvað nad utan um þetta allt. Ég hélt ég yrði ellidauð þarna þar sem þetta tók óratíma. Hvernig átti ég svo að vita hvað fötin mín og allt dótið mitt kostaði? Ég skrifaði fyrst 10.000 sem er þá 100 þúsund íslenskar. Þetta var jú stór taska með fötum, hlutunum mínum, öllum túlípönunum og fleiru sem saman varð ágætis upphæð þegar ég fór að leiða hugann að þessu. Nei nei konunni leist nú ekkert á að ég ætlaði að senda þetta svo ég lækkaði þetta aðeins og gat eftir langa stund haldið heim á leið. Taskan mín er allavega lögð af stað til Noregs núna á verðandi heimili mitt fyrstu átta mánuði næsta árs. Vonandi kemst þetta alltsaman heilt á leiðarenda.
Á morgun erum við að farað skoða Hjerl Hede safnið. Hlakka mikið til að skoða það. Getið kíkkað aðeins á þetta hér:http://www.hjerlhede.dk/. Svo það má búast við hörku stelpustuði á morgun, ætlum svo að kíkja í bíó í Struer á leiðinni heim. Talandi um það, þetta verður þriðja skipti sem ég fer í bíó síðan ég kom hingað og það er oftar en ég hef farið í bíó síðustu 3 árin á Íslandi. Já.... svona er maður menningarlegur. Annars finnst mér eiginlega bara skemmtilegra að fara á tónleika eða eitthvað, svo kostar þetta mikið, sætin ekki góð, lappirnar í kremju.... ji þá er betra að fara bara á vídjóleigu seinna eða sleppa kvikmyndaheiminum. Ég fer milliveginn. Passlega útúr í þessu öllu saman.
En jæja líklega er ég búin að blaðra/skrifa alveg nóg hérna í kvöld. Hvernig væri svo að skilja eftir sig spor hérna??
Valborg Rut
Annars ligg ég hér uppí sófa heima hjá Leifu og hér erum við báðar í sófanum, með sitthvora tölvuna í fanginu, súkkulaðiköku á sófaborðinu, tóman pitsukassa á matarborðinu og ekki er ólíklegt að ísinn verði næst á dagskrá. Gaman að segja frá því að okkur hefur verið bent á það að það sé gott að við séum ekki meira saman því við fitnum víst þegar við erum að bralla eitthvað! Skil nú ekkert hvernig sú niðurstað komst..... ;-) Hehehe.
Í dag var vaknað, föt dagsins valin með því að rífa næstum allt út úr skápnum því ég vissi einfaldlega ekkert í hverju mig langaði að vera. Svo kláraði ég að pakka í töskuna sem var á leiðinni til Noregs, pakkaði henni inn og brunaði með herlegheitin á pósthúsið. Þar mátti ég skrifa hvað innihaldið kostaði og setja einhvað nad utan um þetta allt. Ég hélt ég yrði ellidauð þarna þar sem þetta tók óratíma. Hvernig átti ég svo að vita hvað fötin mín og allt dótið mitt kostaði? Ég skrifaði fyrst 10.000 sem er þá 100 þúsund íslenskar. Þetta var jú stór taska með fötum, hlutunum mínum, öllum túlípönunum og fleiru sem saman varð ágætis upphæð þegar ég fór að leiða hugann að þessu. Nei nei konunni leist nú ekkert á að ég ætlaði að senda þetta svo ég lækkaði þetta aðeins og gat eftir langa stund haldið heim á leið. Taskan mín er allavega lögð af stað til Noregs núna á verðandi heimili mitt fyrstu átta mánuði næsta árs. Vonandi kemst þetta alltsaman heilt á leiðarenda.
Á morgun erum við að farað skoða Hjerl Hede safnið. Hlakka mikið til að skoða það. Getið kíkkað aðeins á þetta hér:http://www.hjerlhede.dk/. Svo það má búast við hörku stelpustuði á morgun, ætlum svo að kíkja í bíó í Struer á leiðinni heim. Talandi um það, þetta verður þriðja skipti sem ég fer í bíó síðan ég kom hingað og það er oftar en ég hef farið í bíó síðustu 3 árin á Íslandi. Já.... svona er maður menningarlegur. Annars finnst mér eiginlega bara skemmtilegra að fara á tónleika eða eitthvað, svo kostar þetta mikið, sætin ekki góð, lappirnar í kremju.... ji þá er betra að fara bara á vídjóleigu seinna eða sleppa kvikmyndaheiminum. Ég fer milliveginn. Passlega útúr í þessu öllu saman.
En jæja líklega er ég búin að blaðra/skrifa alveg nóg hérna í kvöld. Hvernig væri svo að skilja eftir sig spor hérna??
Valborg Rut
3 Comments:
Ég var nú að telja hvað væri mikill peningur í buxnahillunni í skápnum mínum...það kom út ca 80.000. Finnst það nú dáldið mikið en þetta eru nú ekki allar nýjar buxur, er með eitthvað eldgamalt dót þarna. ;)
Já, mér finnst þú orðin ansi menningarleg, held reyndar að við höfum alveg verið þó nokkuð menningarlegar, leikhús, tónleikar, hlusta á Mozart og einhverja fleiri í bílnum! :) Verð að skrifa diskinn fyrir þig! He he. Hvernig safn er þetta sem þið eruð að fara á? Ég hef farið á eitt safn í Danmörku, H.C.Andersen safnið í Odense. :)
7 dagar þangað til að við sjáumst! Hlakka svo til!!! :)
By Nafnlaus, at 3:39 f.h.
Flottar myndir af þessari síðu, ótrúlega fallegt þarna.
By Nafnlaus, at 3:41 f.h.
Nú er blíðuveður frostlaust en samt snjór svo það verður hálka þegar frýs aftur .Siggi bauð okkur á aðventutónleikana hjá synpfoniuhljómsveit norðurlanda í gærkvöldi það var alveg yndislegt svo og jólahlaðborðið á eftir.Ég borðaði yfir mig og svaf illa í nótt.Þú upplifir mikið síðustu dagana í Danmörku.Nú þarf ég að skrifa bréf á dönsku verst að þu skulir ekki vera komin til að hjálpa mér.En nú skal bretta upp ermum og rengöre mit kökken.Betider kökken eldhús.Amma
By Nafnlaus, at 7:24 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home