Þakkir fyrir hvern fagran morgun...
... þakkir fyrir hvern nýjan dag. Þakkir, já Drottinn þér ég þakka að ég þakka kann.
Það hefur orðið góð breyting á heimilinu. Síðustu daga hefur verið sagt takk fyrir flest allt sem ég hef gert hérna. Ég er mjög ánægð með það og met þakkirnar mikils. Eitt lítið takk getur glatt mann mikið.
Annars hefur þetta verið fínasti dagur. Strákarnir góðir og allir verið í fínasta skapi. Vorum að koma heim úr skólanum, það er ágætt en ég verð nú að segja að ég hef lært mun meira á því að reyna að fylgjast með hvað fram fer hérna á heimilinu. Það er samt fínt að kíkka í skólann eitt kvöld í viku og fá á tilfinninguna að maður er ekki sá eini sem skilur ekki alveg þetta mál.
Það er allt dýrt á Íslandi. Þetta heyrir maður stundum hérna frá þeim sem hafa þangað komið. Ég stóð þó sjálfan mig af því að segja þetta í dag. Ég var að tala við strák frá Úkraínu í skólanum og hann var mjög forvitinn um Ísland eins og svo margir aðrir. Svo vorum við að tala um hvað föt, matur og annað kostuðu í mismunandi löndum. Þegar ég heyrið að þeim fannst ótrúlega dýrt að kaupa allt í danmörku sagði ég að flest væri aðeins dýrara heima. Þá kom þetta, það er allt dýrt á Íslandi. Vitiði, ég held bara að það sé alveg rétt miðað við aðrar þjóðir. Matur á himinháu verði og ekki get ég sagt að aðrir hlutir séu ódýrir þegar ég hef heyrt hvernig verðlagningar eru í Úkraínu. Kannski erum við þó að tala um einhvern gæðamismun, maður veit aldrei.
Líklega er best að ég fari að sofa. Góða nótt allir saman........ Valborg Rut
Það hefur orðið góð breyting á heimilinu. Síðustu daga hefur verið sagt takk fyrir flest allt sem ég hef gert hérna. Ég er mjög ánægð með það og met þakkirnar mikils. Eitt lítið takk getur glatt mann mikið.
Annars hefur þetta verið fínasti dagur. Strákarnir góðir og allir verið í fínasta skapi. Vorum að koma heim úr skólanum, það er ágætt en ég verð nú að segja að ég hef lært mun meira á því að reyna að fylgjast með hvað fram fer hérna á heimilinu. Það er samt fínt að kíkka í skólann eitt kvöld í viku og fá á tilfinninguna að maður er ekki sá eini sem skilur ekki alveg þetta mál.
Það er allt dýrt á Íslandi. Þetta heyrir maður stundum hérna frá þeim sem hafa þangað komið. Ég stóð þó sjálfan mig af því að segja þetta í dag. Ég var að tala við strák frá Úkraínu í skólanum og hann var mjög forvitinn um Ísland eins og svo margir aðrir. Svo vorum við að tala um hvað föt, matur og annað kostuðu í mismunandi löndum. Þegar ég heyrið að þeim fannst ótrúlega dýrt að kaupa allt í danmörku sagði ég að flest væri aðeins dýrara heima. Þá kom þetta, það er allt dýrt á Íslandi. Vitiði, ég held bara að það sé alveg rétt miðað við aðrar þjóðir. Matur á himinháu verði og ekki get ég sagt að aðrir hlutir séu ódýrir þegar ég hef heyrt hvernig verðlagningar eru í Úkraínu. Kannski erum við þó að tala um einhvern gæðamismun, maður veit aldrei.
Líklega er best að ég fari að sofa. Góða nótt allir saman........ Valborg Rut
5 Comments:
---- og nú er kominn dagur aftur !! Það er gott að allt er orðið skemmtilegt og allir kurteisir. Líka gaman að fara út í skóg og höggva jólatré. Manstu ekki eftir að taka myndir - það fer nú hver að verða síðastur með það. Áttu t.d. mynd af herragarðinum, miðbænum og öllum mögulegum stöðum sem þér finnast fallegir ?
Nú þarf að safna góðum minningum á filmu - mundu að hafa myndavélina með til Århus á morgun. Góða ferð þangað - hlýtur að vera frábært ;-)
Hilsner til Ras.
Helga.
By Nafnlaus, at 12:12 f.h.
Ísland er dýrt.. EN bíddu þangað til þú kemur til Noregs! ÞAr er allt enþá dýrara!:o Neeema kannski fötin... eða það eru fleiri og betri útsölur þar heldur en hérna;) Þannig þetta er í góðu:)
Frábært að þú fáir hrós svona rétt í lokin hjá fólkinu:) Þú átt líka alveg stórt hrós skylið fyrir það að vera BRJÁLAÐ dugleg að blogga meðan þú ert þarna!;D
Vá hvað ég hefði verið til í að höggva eitt stikki jólatré!! Og hvað líka með að vera komin með það fullskreytt inní stofu! Það myndi lífga uppá þessa boríng daga núna.. Læra, læra, borða, læra.... Lææra!!;) Hljómar spenanndi ég veit! En ég á öll mín 3 próf eftir (btw 3 próflausir búnir) og verð komin í jólafrí 11.des:D Minna en vika!!!!;D
By Sólveig, at 12:39 f.h.
Gangi þér vel í prófunum Sólveig! Takk fyrir hrósið ;) maður verður nú að standa sig í þessu :)
By Nafnlaus, at 3:46 f.h.
Blesssuð,,,
Helga talar um að taka mynd af herragarðinumog ýmsum stöðum en mér finnst nú að þú ættir að taka myndir af fjölskyldunni allri saman og líka af jólatrénu skreytta.
Kannski ferð þú að sjá eftir því að hætta þar sem "fólkið"er orðið svo almennilegt ;-D en þú heldur bara smá tengslum við það svo þú getir fengið gistingu þegar þú verður þarna á ferðinni seinna.
Allt gott að frétta af Unni - frábært í London og ekkert smáræðisflottur skóli þar. Hæun hitti Sigurð Helga og hann er líka að taka inntökupróf í sama skóla og heldur að sér hafi gengið vel.
Núna er geggjað veður á Akureyrinni okkar- næstum logn léttskýjað og tunglið fallegt, semsagt jólalegt í rökkrinu og jólaljósunum.
Ekki meira í bili því ég er að sjálfsögðu í vinnunni,
kveðja Stebba
By Nafnlaus, at 9:05 f.h.
Ja það er aldrei að vita nema ég eigi eftir að taka nokkrar myndir við tækifæri. Frábært, örugglega geggjað að koma í svona flotta skóla, hvað þá ef maður kemst inn! Þeim gekk örugglega báðum vel, kemur svo bara í ljós hvað gerist ;)
By Nafnlaus, at 9:51 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home