Heilbrigði í fyrirrúmi
Ég las litla grein í fréttablaðinu í morgun sem fékk mig til þess að brosa. Kannski ekkert sem hver venjuleg manneskja myndi brosa yfir en mér þótti mikið til í þessu og tilefni til að brosa.
Ein stærsta tískuborg heims, Mílanó hefur slegist í hópinn í baráttunni geng átröskunum og útlitsdýrkun. Stjórnendur tískuviku hafa ákveðið að banna öllum fyrirsætum sem eru undir kjörþyngd á hinum svokallaða BMI-stuðli að taka þátt í sýningunum og tískuvikunni í heild sinni. Nú þegar hefur Madríd tekið skrefið en í þeirri borg voru þessar reglur teknar í gildi í haust. Umræðan um þyngd fyrirsætna hafa verið mjög miklar upp á síðkastið og eru margir stórir hönnuðir sem stutt hafa þessa reglu heilshugar.
Spekingar telja að fyrst í Mílanó sé búið að banna of mjóar fyrirsætur á tískupöllum sé ekki langt í það að þessar relgur verði settar á öllum tískuvikum í heiminum.
Það var tími til kominn að fá einhverjar svona reglur. Fyrirsætur eru fyrirmyndir margra og alltaf virðist breikka bilið milli þeirra venjulegu og fyrirmynda þeirra. Ég tel því þessa breytingu afar góða og löngu tímabært að fólk velti þessu fyrir sér og eitthvað að viti sé gert í þessum málum. Við vitum það öll að afar fátt er eðlilegt við útlit þeirra sem eru allra grennstar á tískusýningarpöllunum og því ekki rétt að tróna þeim fram sem fyrirmyndum í daglegu lífi.
Ég vona að heimurinn fylgi í kjölfarið og þessar reglur verði settar á tískusýningum, ljósmyndafyrirsætur og að gínur í búðargluggum öðlist heilbrigðara útlit.
Valborg Rut
3 Comments:
Meiri dugnaðurinn í þér þessa dagana í blogginu. Annars er ég sammála því sem þú segir. Mér skilst að Edinborg sé líka komin með svona þyngdarreglur. Ég las það í tæminu allavega.
By Nafnlaus, at 7:45 f.h.
Frábært!
By Nafnlaus, at 8:54 f.h.
Snilld. Er einmitt búin að heyra mikið talað um þetta. :) Vona að þetta verði til þess að staðalmynd ungra kvenna breytist! Þannig að núna ætti það að vera þannig að eftirsótt þyngd er kjörþyngd og þar fyrir neðan eru viðurkennd veikindi. :)
Stendur þig vel í blogginu. ;)
Sjáumst eftir nokkra daga á nýju ári!
Gleðilegt ár allir saman.
By Nafnlaus, at 7:51 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home