Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, desember 06, 2006

Heimurinn

Hvernig er okkar draumaheimur?

Líklega langar okkur öllum að taka burt stríð og harðindin í heiminum. Mér liði vel ef ég vissi að ekkert barn í heiminum væri án ástar og umhyggju, að allir ættu heimili og nægan mat, enginn þyrfti að svelta eða lifa með nánast ekki neitt. Það væri gott ef öllum liði vel, stéttaskipting í heiminum á bak og burt og allir væru jafnir í samfélögum nútímans.

En getur þetta allt einhverntíman orðið að veruleika?

Vissulega væri það gott ef ég gæti sveiflaði hendinni á komið þessu öllu í lag. Heimurinn væri góður, líklt og við gætum ímyndað okkur að himnaríki væri. En svo auðvelt er þetta líklega ekki. Getur eitthvað orðið til þess að fá þá sem stjórna stríðum, árásum og öllu þessu til þess að sjá hvað þetta er rangt. Að ef allir stæðu saman, kæmu vel fram við allt og alla, hugsuðu vel um náunga sinn og sjálfan sig myndi heimurinn, samfélagið og hvert landið á eftir öðru verða hluti af óskum okkar.

Hversu lengi eigum vaið að bíða? Eigum við að sitja auðum höndum með óskirnar og vonina aðeins sem hugsanir? Eigum við að reyna eftir okkar bestu getu að breyta heiminum? Vitandi að líklega dugi það skammt þar sem við erum jú svo afskaplega lítil í þessum stóra heimi. Líklega þurfum við að gera það upp við okkur sjálf hvar við viljum vera í öllu þessu.

Ef allir sæju tilgang með lífinu,
ef allir létu gott af sér leiða,
ef allir gætu brosað og smitað frá sér gleði,
ef allir gætu þakkað fyrir allt og alla.
Ef.... bara ef þetta myndi nú allt saman virka.

Valborg Rut í miklum heimspælingum.

2 Comments:

  • Mikið er ég sammála þér.En ég er hrædd um að þó öll litlu peðin í heiminum tæku sig saman og reyndu að eyða striðum og lata alla lifa í sátt og samlyndi yrðu alltaf einhverjir stjórnráðamenn og hershöfðingar sem næðu völdum.En hefur þetta ekki verið svona alla tíð.eins og sést í mannkynssögunni sem við lásum í skólanum.Við skulum nú samt reyna að vera góðar og hjálpsamar og bjarga heiminum.Nú snjóar hér stórum snjókornum svo maður kemst í jólaskap.Ég er farin að hlakka til að sjá þig vinan og vita hvort þú ert nokkuð orðin dönsk í háttum. Jólakveðjur frá ömmu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:37 e.h.  

  • Jæja, maður er nú farin að bíða eftir blogginu þinu í dag. Eftir ferðina ykkar til Århus.......
    Helga frænka þín er aftur í Reykjavík ........ og líklega þess vegna ekki búin að biðja fyri kveðju til Ras...
    Hér snjóar, blaut og slabb..
    Kveðja mútta.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home