Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, desember 28, 2006

Hið mikla brúðkaup



Hið mikla brúðkaup var haldið í gær. Eftir mikinn undirbúning, dúkuð borð og dekkuð kom að þesu öllu saman. Þetta var auðvitað frábært. Gaman að sjá Unni í svona flottum kjól og ofan af svölunum í kirkjunni leit þetta allt svo fullkomlega út. Ræðan hjá sr. Höllu var æðisleg og auðvitað var húmorinn uppi hjá þessum miklu húmonistum. Kórskvísurnar sungu og ég ákvað að heiðra þær með næsrveru minni og söng auðvitað með á þessum merka degi. Tveir kaflar úr Gloriíunni eftir Vivaldi flugu þarna um og hljómaði bara vel held ég ;) Dauðþreytt eftir langan dag steinsofnuðu allir seint um síðir þegar búið var að borða og borða í veislunni, ganga frá og koma öllu í fínt horf. Til hamingju með daginn allir saman :)

Eins og þið sjáið er talvan mín komin í lag og ég orðin tæknivædd enn á ný og búin að krifja netheiminn síðustu mínóturnar. Núna er víst málið að mæta í veilsu númer tvö þar sem matarafgangar gærdagsins munu renna ljúflega niður í svanga maga.

Meira fljótlega..... Valborg Rut dúkalagningameistai

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home