Hjerl Hede
Þá er hinn viðburðarríki sunnudagur búinn. Ótrúlegt hvað þessir dagar sem við erum búnar að hlakka svo til séu bara allt í einu báðir búnir. Komnar frá Århus og búnar að fara á Hjerl Hede safnið. Um hádegi í gær keyrðum við af stað og skunduðum okkur til Vinderup. Rétt fyrir utan þann bæ er Hjerl Hede safnið sem við ætluðum að skoða. Þetta er svona saftn með fullt af húsum og svoleiðis síðan í gamla daga. Svo var svona fólk klætt í gamaldagsföt að vinna svana störf síðan í gamla daga, elda mat, smíða og svoleiðis. Þetta tók sinn tíma enda skoðuðum við alveg helling, tókum myndir og skemmtum okkur þónokkuð vel bara. Myndin er af einu húsinu, finnst þetta eitthvað svo töff hús.
Þegar okkur var orðið passlega kalt var keyt til Struer. Fórum í heimsókn til Sigrúnar og þeirra og þar var vitanlega kjaftað heil ósköp. Fórum svo gellurnar í bíó. Bara fín mynd sem við sáum, svo ekki sé talað um það að sætin í bíóunum hénra eru bara svona ljómandi góð og maður getur alveg dansað með löppunum það er svo mikið pláss! Að lokum var svo bara keyrt heim eftir góðan dag :)
Annars er ég alveg að farast úr kvefi. Þoli ekki svona kvef. Hvað þá þegar þetta fer í augun líka og allt í klessu. Minna en vika þangað til ég kem heim! Ennþá í vandræðum með dótið, líklega best ég fari að kaupa kassa til að senda heim. Er byrjuð að pakka í stóru töskuna líka og hún er næstum hálfnuð en samt er næstum allt eftir í skápnum! Skil bara ekkert hvernig stendur á þessu.
Reyni að setja myndir frá Århusferðinni og gærdeginum inn fljótlega, þetta tekur bara svo langan tíma eitthvað.
Knús í klessu..... Valborg Rut
5 Comments:
Gaman hjá ykkur. Góð þessi síðasta vika í Lemvig.
Já ég gæti nú trúað því að eitthvað hafi bæst við dótið og fötin þessa mánuði !!! kannski þú verðir bara að skilja þetta dót eftir............
Hlakka rosalega til að fá þig heim og við förum á þvæling saman og á kaffihús.....er það ekki bara...ég hlýt að verða svo langt komin með jólaundirbúninginn að við bara dundum okkar....hehe eða þannig...
Dagatölin frá þér eru flott og heilu skáparnir í þeim...og í eitt skiptið kom lyklakippa!!
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 4:19 f.h.
Hvaða mynd fóruð þið á?
By Nafnlaus, at 9:36 f.h.
Frábært mamma, við erum náttúrlega alltaf svo tímarlega að öllu fyrir jólin! ehem... og jújú alltaf að hugga okkur ;) (hygge sig á dönsku) Ja eða þannig verður það allavega þessi jól ;)
Heyðu Helga The Holiday mun það vera. Svaka sæt mynd alveg ;)
By Nafnlaus, at 12:00 f.h.
Æ já, mig langar dáldið á hana. Svona ekta stelpumynd. ;)
By Nafnlaus, at 2:38 e.h.
Hehe já það má sko segja það ;)
By Nafnlaus, at 12:56 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home