Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, desember 02, 2006

Jólalög?

Það var sungið nánast öskrað, hlegið eða grenjað úr hlátri, jólalögin hljómuðu við okkar misgóðu texta og íslensk jólalög voru krifjuð til mergjar. Svona var heimferðin frá Holstebro í gærkvöldi. Við svolítið þreyttar en í þessu líka stuði að keyra þarna á milli. Jólaskapið fór að segja til sín en engir jólageisladiskar voru við hendina en vitanlega létum við það ekki stoppa okkur og sungum bara alla leið. Furðuleg öll þessi íslensku jólalög. Þegar maður fer að pæla í textanum fær maður stundum engan botn í þetta hvað í óskupunum maður er að syngja um. Enda eru mörg þessara laga sem hver syngur bara með sínum texta alveg út í bláinn. Uppá stól stend ég og kanna eða uppá stól stendur mín kanna.... ja hvort ætli sé nú gáfulegra?? Ég man ekki betur en ég hafi nú nánast alltaf sungið um einhverja könnu sem stæði uppá stól og séð fyrir mér svona litla bláa könnu eins og í bókinni. En seinna meir ákvað ég að breyta og syngja stend ég og kanna og meina þá að ég/jólasveinninn stæði uppá stól og kannaði færð og annað. Hvað er svo málið með að syngja eitthvað um hoppland, hlæland, klappland og allt það? Hvernig svo sem ég reyni sé ég ekkert jólalegt við þetta lag. Líklega gæti ég talið upp helling sem mér finnst svo skrítið en læt það kyrrt liggja í bili.

Í gærkvöldi var sem sagt opið í búðum í Holstebro til tíu um kvöldið. Við stelpurnar létum okkur vitanlega ekki vanta og mættum á svæðið þegar við loksins vorum búnar að passa hver á sínum stað uppúr sex. Komumst allavega á áfangastað um átta og hófumst þá handa við að leita að jólagjöfum, jólafötum og ja bara einhverju til að kaupa á útborgunardegi. Komum þó næstum tómhentar til baka með ekki eina einustu jólagjöf. En það er ekkert mál þar sem það er búið að ákveða að fara gelluferð til Århus á fimmtudaginn næsta. Erum allar búnar að fá frí þá svo þá er bara stefnan sett á búða og skoðunarferð til Århus með lestinni um morguninn og aftur heim um kvöldið. Og nú er sko talið í Åthusferðina til að auðvelda biðina heim ;)

Talandi um það.... það eru 15 dagar þangað til ég kem!!!

Ekki fara yfir um í jólastressinu þarna á bestalandinu ;)

Kveðja Valborg

4 Comments:

  • B lessuð,
    ég sé líka fyrir mé svona gamaldagkönnu á stólnum í jólalaginu.
    Frábært að þið séuð að fara til Århus, spurning hvort þið getið kíkkað í gamla bæinn- hann er frábær á sumrin og ábyggilega geggjaður um jól.
    kv.
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:28 f.h.  

  • Hæ,,,
    Fyrst þú ert að fara til Århus þá getur þú farið inn á aarhus.dk og skoðað allt mögulegt um staðinn, t.d veitingastaði, verslanir, söfn og bara nefndu það ;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:15 f.h.  

  • Jú ætlum einmitt að reyna að kíkja í gamla bæjinn ef það er ekki langt frá búðunum ;) Kíkka kannski á þessa heimasíðu líka, sniðugt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:17 f.h.  

  • Hæ !
    Mikið var að þið ætlið að skrönglast til Aarhus. Það verður örugglega mjög skemmtilegt.
    Ég er nú alltaf að hringja í þig annað slagið -------- við mamma þín vorum í bænum áðan í 4 klukkutíma. Keyptum jólagjafir handa Hauki og Lilju - ´svo gaf ég henni að borða og sendi hana svo heim að baka sörurnar - sem við Stebba setjum svo kremið á´, á eftir.
    Hér er gott og fallegt veður en leiðinlegt svell og ójöfnur á götum og plönum.
    Mange hilsner til min Ras med sin vogn.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home