Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, desember 04, 2006

Jólin komin?

Haldiði ekki að jólatréð standi í öllum sínum skrúða á stofugólfinu. Já ég er ekki að grínast. Í gær fórum við semsagt á herragarðinn og fundum okkur jólatré í skóginum á landareigninni þeirra. Svo hófumst við handa við að höggva að öllu afli og reyndum svakalega á okkur. Ja eða höfðum með okkur vélsög og gerðum þetta töluvert nútímalegra. Þetta var stemming og bara mjög gaman. Veðrið var þó ekki mjög jólalegt, ausandi rigning og maður sökk í drullunni í hverju skrefi. Það vantaði bara öggulítið frost og jólasnjó, þá hefði þetta verið alveg eins og í bíómyndunum! Þegar við komum svo heim með tréð var búið að ná í jóladúkinn, jólatrésfótinn og trénu stillt upp. Þegar ég kom svo upp næst var bara serían og allt heila dótið komið á og búið að jólaskreyta allt hérna. Það vantaði bara jólapakkana. Vá, fyrsti í aðventu og bara allt tilbúið!! Hehe þessu er ég nú ekki alveg vön. En ja það er allavega voða kósí hjá okkur núna með jólatré í stofunni.

Ég hlakka til að koma heim. Það eru 3 dagar í Århus, 13 dagar í Ísland, 14 dagar í Akureyri og 20 dagar í jólin. Yndislegt. Þetta styttist með hverjum deginum en einhvernvegin finnst mér þetta stundum svolítið lengi að líða. Eiginlega bara alltof lengi því ég hlakka svo rosalega til.

Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að skrifa. Er að hugsa eitthvað svo mikið en samt ekkert sem þarf að lenda á þessu bloggi. Ef ég skrifaði nú allt sem flýgur í gegnum hausinn minn.... ji minn einasti. Þá mynduði nú endanlega halda að ég væri klikkuð.

Það er hrillilegt að vera hérna núna. Ég á alltaf svolítið erfitt þegar einhver í kringum mig er með ælupesti. Henrik er semsagt með þetta núna og í morgun vaknaði ég við það að hann var að æla. Yndislegt og við erum að tala um að hann er á næstu hæð fyrir ofan. Og aftur núna, engin smá læti sem fylgja þessu. Ég fæ alveg klíju og þarf næstum að halda fyrir eyrun. Börnin mín verða send til mömmu ef þau fá ælupesti. Ég bara gæti aldrei þrifið þetta upp ef þau myndu æla á gólfið. Ojbarasta.

Hitt og þetta datt hér inn að lokum..... Valborg Rut heima eftir 13 daga!!

2 Comments:

  • Nei Valborg mín ...jólin eru ekki komin....en þau nálgast óðfluga !
    Fyndið að jólatréð sé komið upp í stofunni....það er kannski ekki þannig í Danmörku að jólatré séu í stofunni alveg til 6. janúar heldur bara tekin niður fyrir áramótin.
    Bæó....

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:59 f.h.  

  • Blesssuð,
    Jú, ég held að stráka gallabuxurnar séu aðeins að þrengjast hjá aðalgæjunum, þannig að það endar með því að bæði Baldur, Haukur og jáfnvel afi þinn (djók) fara í þröngar buxur.
    Allt gott að ´rétta af okkur, enginn með ælu og Unnur aðp spóka sig í Englandinu og Haukur á bara eftir eitt próf- örverufræði eða hvað sem það nú heitir.
    Kveðja Stebba sem´veit ekki hvað á að gefa neinum í jólagjöf.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:56 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home