Líf og fjör
Það er varla hægt að segja að ég sitji auðum höndum þetta jólafríið. Nei aldeilis ekki því ef ég sit er ég bókin mín yfirleitt ekki langt undan. Í morgun var ég nú alveg svaka aktíf og dreif bræður mína með mér út. Ekki var nú auðvelt að hagga þeim frá tölvuveröldinni en þegar ég sá að þeir voru búnir að vinna leikinn ákvað ég að þetta væri komið gott og lofaði að við færum á subway ef þeir löbbuðu með mér stóra hringinn í kjarna. Umm.... já góð hugmynd! Þarna voru svellbúnkar og þvílík og önnur eins drulla. En við létum þetta ekki á okkur fá og komumst allan hringinn án þess að detta eða hljóta alvarleg meiðsli. Á skyndibitastaðinn var haldið áður en við sóttum mömmu í vinnuna.
Í kvöld brunuðum við mamma á landanum okkar í Dalinn góða og kíktum á jólin í Laugaseli áður en við fórum á tónleika á Dalvík með Karlakór Dalvíkur. Vá og rétt hjá Laugaseli var bara komið heilt hús sem var ekki einu sinni byrjað á þegar ég fór! Og vá það er komið heitt vatn í sumarbústaðinn okkar og hægt að fara í sturtu og allt!! Ekkert smá æðislegt að geta vaskað upp úr heitu vatni, þvegis sér um hendurnar og allt án þess að hita vatn í katli fyrst. Það var náttúrlega svakalega jólalegt í litlja jólahúsinu okkar. Jólaskraut út um allt og jólastjörnur í gluggunum og serían á þakinu svaka flott. Þetta er sko bestasta og krúttlegasta hús í öllum Svarfaðardalnum þó víðar væri leitað ;)
Í dag þegar ég bloggaði hérna var ég full hugmynda. En sko það vildi svo illa til að það datt allt út þegar ég festi það svo það festist víst ekki. Líklega verður þetta þá að nægja í bili og ég kveð hálfsofandi úr góða rúminu mínu í fallega herberginu á Akureyri. (Ji hvað ég er alltaf hágvær)
Valborg Rut býður ykkur öllum góða nótt.
Í kvöld brunuðum við mamma á landanum okkar í Dalinn góða og kíktum á jólin í Laugaseli áður en við fórum á tónleika á Dalvík með Karlakór Dalvíkur. Vá og rétt hjá Laugaseli var bara komið heilt hús sem var ekki einu sinni byrjað á þegar ég fór! Og vá það er komið heitt vatn í sumarbústaðinn okkar og hægt að fara í sturtu og allt!! Ekkert smá æðislegt að geta vaskað upp úr heitu vatni, þvegis sér um hendurnar og allt án þess að hita vatn í katli fyrst. Það var náttúrlega svakalega jólalegt í litlja jólahúsinu okkar. Jólaskraut út um allt og jólastjörnur í gluggunum og serían á þakinu svaka flott. Þetta er sko bestasta og krúttlegasta hús í öllum Svarfaðardalnum þó víðar væri leitað ;)
Í dag þegar ég bloggaði hérna var ég full hugmynda. En sko það vildi svo illa til að það datt allt út þegar ég festi það svo það festist víst ekki. Líklega verður þetta þá að nægja í bili og ég kveð hálfsofandi úr góða rúminu mínu í fallega herberginu á Akureyri. (Ji hvað ég er alltaf hágvær)
Valborg Rut býður ykkur öllum góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home