Óperudraugurinn
Það eru augljóslega jól. Ég nýt þess að vera í fríi, vera með fjölskyldunni, lesa bók og liggja í leti. Þar sem talvan mín vill ekki finna netið á Íslandi hefur bloggið líka verið í jólafríi. Ég vinn þó að því að koma þessum tölvumálum enn og aftur í lag.
Á jóladagskvöld lá ég límd fyrir framan óperudrauginn í sjónvarpinu. Hefur lengi langað til þess að sjá þessa mynd og heyra tónlistina úr myndinni í heild. Þetta hreyf mig með sér. Ég lifði mig inn í þetta og þaut áfram með óperunum og þessum fögru tónum. Fannst þetta þó töluvert langdregið en horfði nú samt til enda. Bræður mínir sýndu að þeir hafa smá tónlistargen þegar þeir voru komnir upp í rúm til mín að horfa á þetta með mér. Sofnuðum svo seint um síðir og ja ætli það megi ekki segja að við höfum einnig vaknað seint um síðir í morgun. Drifum okkur þó á fætur og skelltum okkur í messu. Síðustu sex ár hef ég verið að syngja annan í jólum en nú gat ég setið á kirkjubekknum aðgerðarlaus. Í dag er svo hið árlega jólaboð stórfjölskyldunnar í tilefni þess að langafi minn hefði átt afmæli í dag. Alltaf gaman að hittast öll svona einu sinni á ári svo við höldum nú vinskapnum.
Annars hef ég haft það afskaplega gott og notið þess að vera til. Aðfangadagur auðvitað frábær, algjör letidagur með nýja bók eins og alltaf. Bókagagngrýnin kemur seinna. Er þó komin þónokkuð áleiðis, einar hundrað blaðsíður lesnar nú þegar. Ekki má svo gleyma hinu mikla brúðkaupi. Á morgun mun Unnur Helga víst gifta sig og er undirbúningur í hámarki. Ekki á hverjum degi sem brúðkaup er haldið. Auðvitað hlakka allir mikið til. Kannski ég reyni að gaula eitthvað með kórskvísunum sem ég held að heiðri viðstadda með söng sínum. Kemur allt saman í ljós.
En ég allavega óska ykkur öllum gelðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best!
Valborg Rut
Á jóladagskvöld lá ég límd fyrir framan óperudrauginn í sjónvarpinu. Hefur lengi langað til þess að sjá þessa mynd og heyra tónlistina úr myndinni í heild. Þetta hreyf mig með sér. Ég lifði mig inn í þetta og þaut áfram með óperunum og þessum fögru tónum. Fannst þetta þó töluvert langdregið en horfði nú samt til enda. Bræður mínir sýndu að þeir hafa smá tónlistargen þegar þeir voru komnir upp í rúm til mín að horfa á þetta með mér. Sofnuðum svo seint um síðir og ja ætli það megi ekki segja að við höfum einnig vaknað seint um síðir í morgun. Drifum okkur þó á fætur og skelltum okkur í messu. Síðustu sex ár hef ég verið að syngja annan í jólum en nú gat ég setið á kirkjubekknum aðgerðarlaus. Í dag er svo hið árlega jólaboð stórfjölskyldunnar í tilefni þess að langafi minn hefði átt afmæli í dag. Alltaf gaman að hittast öll svona einu sinni á ári svo við höldum nú vinskapnum.
Annars hef ég haft það afskaplega gott og notið þess að vera til. Aðfangadagur auðvitað frábær, algjör letidagur með nýja bók eins og alltaf. Bókagagngrýnin kemur seinna. Er þó komin þónokkuð áleiðis, einar hundrað blaðsíður lesnar nú þegar. Ekki má svo gleyma hinu mikla brúðkaupi. Á morgun mun Unnur Helga víst gifta sig og er undirbúningur í hámarki. Ekki á hverjum degi sem brúðkaup er haldið. Auðvitað hlakka allir mikið til. Kannski ég reyni að gaula eitthvað með kórskvísunum sem ég held að heiðri viðstadda með söng sínum. Kemur allt saman í ljós.
En ég allavega óska ykkur öllum gelðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best!
Valborg Rut
1 Comments:
Gleðileg jól :)
By Nafnlaus, at 8:10 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home