Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, desember 08, 2006

Århus

Það er komið að Århusblogginu. Í gær rann hinn langþráði dagur upp og við skvísurnar á leið til Århus eftir mikla bið og margra daga niðurtalningar. Vaknaði frekar þreytt korter í sex enda ekki við öðru að búast þar sem þá er ennþá nótt að mínu mati. Ekkert þýddi þó að drolla, dreif mig í sturtu, klæddi mig og var komin út hálf sjö. Hitti stelpurnar á horninu góða og héldum í strætó. Fórum með strætó til Struer og þaðan með lest á áfangastaðinn. Rétt uppúr tíu vorum við mættar á svæðið og gátum hafið að þræða ótreljandi búðir. Þvílíkt búðaúrval og líklega gengum við af okkur fæturnar. Skoðuðum, keyptum, mátuðum, rétt eins og típískar stelpur gera. Pokunum fjölgaði jafnt og þétt allan daginn og veskin urðu talsvert léttari.

Eftir búðirnar átti að fara í Gamla bæjinn. Það er svona lítill krúttlegur bær þar sem allt er 300 ára gamalt að mér skilst og hægt að skoða helling og fá smá gamaldags jólatemmingu. Eftir mikla leit í hvaða átt við ættum eiginlega að labba og ég var búin að fá nóg af "við erum örugglega alveg að koma!" hjá stelpunum ákvað ég að spurja í einhverri búð hvernig við kæmumst þangað. Hehe, hefðum við nú spurt strax hefðum við líklega labbað helmingi minna. En við komumst í gamla bæjinn, rennandi blautar í þessari líka ausandi rigningu sem herjað hafði á okkur allan daginn. Þetta var skemmtilegt að skoða en fannst okkur heldur dýrt að borga 80 danskar fyrir að skoða gömul hús. Sérstaklega þarf sem vitanlega keyptum við smá þarna líka. En gaman að hafa komið þarna engu að síður.

Röltum svo aftur á göngugötuna, hlupum í nokkrar búðir í lestarstöðvabyggingunni áður en við hlupum út í lest. Síðustu krónunum eytt og við gátum haldið dauðþreyttar og rennandi blautar heim á leið í lestinni. Þegar ég kom svo loksins heim uppúr miðnætti henti ég pokunum á gólfið, henti mér í náttfötin, uppí rúm og steinsofnaði.

Niðurstaða: Ég er byrjuð að kaupa jólagjafirnar, einni kápu ríkari, töluvert fátækari og hér er nú safn hluta handa mér og nokkrum öðrum. Frábær dagur með vitanlega frábærum stelpum :-)

Núna hins vegar var ég að klára að skúra, ein í höllinni, er að fara í búðina, svo að baka köku og elda mat þar sem ég ákvað að bjóða stelpunum í mat síðasta föstudaginn okkar saman.

Það eru aðeins 9 dagar þangað til ég kem... bestustu kveðjur Valborg Rut

2 Comments:

  • blessuð,,,
    þetta var gaman að lesa, greinilega mikið gaman hjá ykkur og ég trúi því að veskið sé orðið frakkar þunnt eftir þessa ferð. Nú eru foreldrar þínir og bræður í löggubústaððnum að leika sér á sleða og ætli mamma þín hafi ekki tekið jólakortin með ef ég þekki hana rétt, en ég sit úti á Bjargi því starfsfólkið hér fór í óvissuferð um helgina og einhver þarf að vera á staðnum svo hægt sé að hafa opið. Allt gott að frétta af okkur öllum hér í jólasnjónum,
    kveðja Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:14 f.h.  

  • Hæ ! Loksins fréttir frá århus. Þetta hefur verið skemmtilegt - þrátt fyrir rigninguna.
    Ég var að koma frá Reykjavík í gær. Þar var mjög fallegt veður, svona hrím, alveg logn og blár himinn. Svo þegar ég kom út úr flugvélinni hér fannst mér alveg eins og ég væri komin til Lapplands. Allt á kafi í snjó og ég gat strax byrjað að moka aftur allt það sem ég var marga daga að moka og lauk við fyrir tveimur dögum. - En þetta er svo sem fallegt, ef það hættir einhvern tímann að snjóa svona stöðugt - það verður ÖRUGGLEGA snjór þegar þú kemur heim.
    Hilsner til Ras með vognen.
    Kveðja
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:20 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home