Síðasta kvöldmáltíðin
Aðalsbloggaranum hefur eitthvað farið aftur í blogginu síðustu daga sýnist mér á öllu. Hér hefur ekki dottið inn færsla síðan á mánudag. Líklega hef ég haft eitthvað mikið að gera. Ég veit samt ekki alveg hvað en lítið hefur verið um dauðan tíma. En kannski ég verði að láta reyna að minnið hvað varðar síðustu daga.
Til að byrja með get ég sagt ykkur að ég tók modultestið í sprogskólanum á þriðjudaginn. Rústaði því vitanlega á nó tæm á minni góðu dönsku. Eitt modul allavega komið frá ef mig langar aftur í þennan skóla. Þó fyrr hefði verið að taka þetta próf, búin að bíða eftir því síðan í október!
Í gærkvöldi var síðasta kvöldmáltíðin hladin formleg. Ekki síðasta kvöldmáltíðin í Danaveldi heldur vorum við stelpurnar að kveðjast í gær þar sem Leifa er að fara á morgun og er ekkert heima í dag. Skiptum á jólapökkum, elduðum kjúkling og ótrúlega góðar kartebblur (pælið í þessu orði, prófið að segja það oft og ja þá er það svo út úr kú). Eftir það fengum við jólagraut með möndlum og heitri sósu alveg eins og er borðað hérna í Danmörku í desert á aðfangadagskvöld. Ekki var nú nóg komið og við hituðum okkur eplaskífur og gæddum okkur á þeim með flórsykri og jarðaberjasultu. Allavega þangað til við vorum alveg að springa og gátum einfaldlega ekki borðað meira. Eins og Stebba frænka kenndi mér... æ ekki springa, það er svo afskaplega sóðalegt! Svo var vitanlega talað og hlegið út í eitt og svo bara kvatt og knúsast og við Lilja keyrðum heim.
Það er eiginlega bara stórskrítið að vera allt í einu bara að fara. Að vera byrjuð að kveðja fólk og vita að stelpurnar verða hérna án mín eftir áramótin. Leifa meira að segja á mínu heimili, í mínu herbergi með mína krúttlegu pjakka. Örugglega jafn skrítið fyrir okkur allar. Finnst svo langt síðan ég hitti þær fyrst. Búnar að vera saman á hverjum einasta degi síðan í september og brallað alveg ótrúlega mikið, kjaftað útí eitt og rætt ótrúlegustu málefni til mergjar. En.... jafnvel þó svo við verðum ekki saman er tæknin svo mikil að við vitanlega notumst við hana. Stelpur þið eruð æði :-)
Heim eftir 3 daga.... hitta alla, laga útlitið, dekra við herbergið, njóta þess að vera til. Eftir 4 daga borða ég fiskinn hennar mömmu. Yndælt.
Kveðjur til ykkar allra!! Valborg Rut
Til að byrja með get ég sagt ykkur að ég tók modultestið í sprogskólanum á þriðjudaginn. Rústaði því vitanlega á nó tæm á minni góðu dönsku. Eitt modul allavega komið frá ef mig langar aftur í þennan skóla. Þó fyrr hefði verið að taka þetta próf, búin að bíða eftir því síðan í október!
Í gærkvöldi var síðasta kvöldmáltíðin hladin formleg. Ekki síðasta kvöldmáltíðin í Danaveldi heldur vorum við stelpurnar að kveðjast í gær þar sem Leifa er að fara á morgun og er ekkert heima í dag. Skiptum á jólapökkum, elduðum kjúkling og ótrúlega góðar kartebblur (pælið í þessu orði, prófið að segja það oft og ja þá er það svo út úr kú). Eftir það fengum við jólagraut með möndlum og heitri sósu alveg eins og er borðað hérna í Danmörku í desert á aðfangadagskvöld. Ekki var nú nóg komið og við hituðum okkur eplaskífur og gæddum okkur á þeim með flórsykri og jarðaberjasultu. Allavega þangað til við vorum alveg að springa og gátum einfaldlega ekki borðað meira. Eins og Stebba frænka kenndi mér... æ ekki springa, það er svo afskaplega sóðalegt! Svo var vitanlega talað og hlegið út í eitt og svo bara kvatt og knúsast og við Lilja keyrðum heim.
Það er eiginlega bara stórskrítið að vera allt í einu bara að fara. Að vera byrjuð að kveðja fólk og vita að stelpurnar verða hérna án mín eftir áramótin. Leifa meira að segja á mínu heimili, í mínu herbergi með mína krúttlegu pjakka. Örugglega jafn skrítið fyrir okkur allar. Finnst svo langt síðan ég hitti þær fyrst. Búnar að vera saman á hverjum einasta degi síðan í september og brallað alveg ótrúlega mikið, kjaftað útí eitt og rætt ótrúlegustu málefni til mergjar. En.... jafnvel þó svo við verðum ekki saman er tæknin svo mikil að við vitanlega notumst við hana. Stelpur þið eruð æði :-)
Heim eftir 3 daga.... hitta alla, laga útlitið, dekra við herbergið, njóta þess að vera til. Eftir 4 daga borða ég fiskinn hennar mömmu. Yndælt.
Kveðjur til ykkar allra!! Valborg Rut
7 Comments:
Ótrúlegt ....bara 3 dagar....
Það hlýtur að vera skrítið að kveðja stelpurnar og hitta þært ekki aftur á nýju ári en það var víst þín ákvörðun að skella þér á nýjan stað og á nýtt heimili. Um að gera að halda vinskapnum samt áfram um hið dásamlega net !!
Hvað heldur þú að hafi gerst í gær ? Ég búin að bera út Dagskrána og kom heim í þvílíku bökunarstuði. Var að þeyta egg og sykur þegar hrærivélin bara skyndilega þagnaði......og dó út.
Þvílikt vesen.....mátti hringja í afa og biðja hann að keyra mig til ömmu gömlu sem lánaði mér hrærivélina sína. Kökurnar heppnuðsut þrátt fyrir þetta og eru nú komnar í baukinn sinn.
Pabbi þinn var í löggubústaðnum í gær og í gær var Agnar að skoða gamla bæinn á Laufási. Leist vel á að búa þar .....vantaði bara eitt sjónvarp og nokkrar tölvur.....
Hlakka til að sjá þig.....
mamma.
By Nafnlaus, at 4:34 f.h.
Hehe já endilega flytjum í torfbæ! Tölvur og sjónvörp.. gat það nú verið. Líklega hefði hann gott af því að fá bara legg og skel um tíma ;) hehe kannski ég gefi honum það í jólagjöf.
Það var nú gott að þú fékkst lánaða hrærivél, við verðum nú að fá smákökurnar okkar!
Við skvísurnar hringjum bara og verðum á msn svo ekki sé minnst á það að þegar við verðum komnar heim í haust skellum við okkur nú kannski til eyja í heimsókn til Leifu svo er nú ekki langt þaðan til Akureyrar ;)
By Nafnlaus, at 4:44 f.h.
Bleeeesuð, gamla dana-prinsessa
greinilega allt á fullu hjá þér, mér líka. Er að fara í klippingu og strípur og svo beint austur í Ljösavatnsskarð að syngja jólalög með kor-kellingunum.
Allt gott hjá okkur eins og vanalega en því miður er ég ekki eins dugleg og mamma þín í undirbúningnum en ég er alveg að fara að spýta í lófana og setja í kraftgírinn.
Jóla-undirbúnings-kveðjur
Stebba.
By Nafnlaus, at 6:46 f.h.
Jæja vinan gott að það er svona gaman hjá ykkur síðustu dagana.Þig eruð aljörir matgæðingar maður verður bara svangur að lesa þetta.Í morgun fór ég í fótsnyrtingu það var rosa gott. við sjáumst glaðar á mánudaginn á okkar ´´iskalda landi.Góða ferð heim. Amma, kveðja frá afa.
By Nafnlaus, at 8:33 f.h.
Ég er viss um að ég detti í sundur af kulda þarna hjá ykkur, ég kann bara ekkert á svona kulda lengur! Við Lilja vorum ein mitt að skoða nýútsprungnar rósir á leiðinni heim úr bænum í dag... það sér maður nú ekki á Íslandi núna það eitt er víst ;)
By Nafnlaus, at 9:55 f.h.
Hér er búið að vera frost lengi og um heglina á að vera um 7°frost en þegar þú kemur heim hlýnar og spáð er 3°hita á mánudag.
Ekki á morgun heldur hinn eins og krakkarnir segja þá leggur þú að stað í heilmikið ferðalag. Vonandi gengur allt vel og þú skalt bara njóta þessa ferðalags vel. Þú skalt vera búin að kaupa þér nesti til að hafa með þér í lestarferðina ....Kata segir að það sé dýrt að kaupa sér að borða í lestinni.
Bæ í bili. Mamma.
By Nafnlaus, at 1:09 f.h.
Sé þig ekki á morgun heldur hinn!!!! :):) Hlakka geðveikt til.
By Nafnlaus, at 2:46 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home