Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, desember 16, 2006

Ísland á morgun

Síðasti dagurinn í Danaveldi. Á morgun verður það Íslandið góða á ný. Annars er búið að pakka mestu, senda hingað og þangað en einhvernegin er ég ekki alveg að koma kuldaskónum fyrir.

Í gær keyrðum við Lilja og að sjálfsögðu Erik til Holstebro. Kíktum í síðasta skiptið mitt á göngugötuna þar í bæ í leit að konfektbúðinni. Jú jú auðvitað smá keypt þar, var samt voða stilt miðað við súkkulaði græðgi mína. Svo var það Bilka, auðvitað urðum við að kíkja við þar. Kláraði að kaupa síðustu jólagjöfina til að skilja eftir hérna. Skunduðum svo aftur til Lemvig, ég fór á pósthúsið í síðasta skipti til að senda smá dót. Konurnar þarna eru örugglega alveg komnar með nóg af mér, dauðfegnar þegar ég verð loksins hætt að flytja búslóð þessara mánaða í kössum og töskum á milli landa. En svona er lífið, maður kaupir, eyðir, gefur og þyggur svo einhvernvegin veðrur maður að koma sér heim ;)

Í gærkvöldi fékk ég svo ekta danskan jólamat í matinn. Þar var önd á ferðinni og bragðaðist bara nokkuð vel. Lilja kom og við reyndum að klára það sem eftir var af namminu mínu sem gleymst hafði inní skáp eftir að hafa lent þar á einum eða öðrum tíma. Allskyns afgangar allavega. Ekki tókst það nú svo líklega verð ég að reyna aftur í kvöld. Í dag á svo bara að klára að pakka og svona því það verður lagt af stað í hinn langa ferðadag á morgun. Aðeins 4 1/2 tími í lest, 4 tíma bið á flugvelli, 3 tíma flug á milli landa, svo loksins Helgan mín á flugvellinum í Keflavík. Yndislegt.

Kveðja og tilhlökkun frá danaveldi... Valborg Rut

3 Comments:

  • Blessuð,,,
    Heldurðu að þú eigir ekki eftir að sakna vistarinnar í danaveldi eða allavega kattarins og barnanna eða allra búðanna?
    Það verður gaman að sjá þig gamla mín en vonandi talar þu íslensku
    Sjáumst hressar og kátar, kysstu svo Helgu frá mér
    Kveðja Stebba.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:13 f.h.  

  • Góða ferð á morgun, hlakka til að sjá þig. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:26 f.h.  

  • Takk takk... ja örugglega á ég eftir að sakna einhvers, gerir maður það ekki alltaf?
    Nei nei nei það verður bara danska öll jólin! Umm.... ja eða ekki. Höldum okkur við íslenskuna held ég , það er lang best ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home