Ísland :-)
Ég er komin heim. Yndislegt. Hef ekki gefið mér tíma til þess að blogga síðan ég kom og auk þess er talvan mín ekki að samþykkja netið hérna. Vinn í því að koma því í lag fljótlega. En ég er komin heim og það er fyrir öllu. Afar stolt af sjálfri mér að hafa getað ferðast þetta allt alein og komist heil heim´. Ferðin gekk vel, ég endaði á réttum stað eftir lestaferðina, gat tékkað mig inn án vanræða, þurfti ekki að borga yfirvigt, fann hliðið mitt alveg sjálf og komst til Keflavíkur. Þar varð ég reyndar þónokkuð stressuð því ég hélt að dótið mitt hefði ekki komið með. Nánast allir farnir með töskurnar sínar en ekkert bólaði á mínu dóti. Það kom þó að lokum eftri smá stesskast yfir hvort ég ætti næstum ekki neitt því öll uppáhaldsfötin mín voru þarna. Gaman að hitta Helgu. Skvísan kom vitnalega að sækja mig að vanda algjör gella. Töluðum frameftir nóttu og vöknuðum svo hressar fyrir allar aldir á mánudagsmorguninn. Tókum okkur í rólegheitum til fyrir búðardag. Það var ekki fyrr en þegar ég ætlaði að halda heim til Akureyrar að vesenið byrjaði. Þarna var ég veðurtept í Reykjavík. Ekki sátt við stöðu mála og þetta endalausa rok sem varð til þess að ég festist í borginni. Ég komst þó heim á þriðjudagsmorguninn. Auðvitað rosa gaman að hitta alla og nú er ég einfaldlega að njóta þess að vera til. Búin að taka úr töskunum, fínisera herbergið mitt og er þónokkuð komin með að setja jólaskrautið á sinn stað í herberginu. Vitanlega besta herbergi í heimi.
En nú kallar mamma.... vill fá prinsessuna til að hjálpa sér að ná í kassa í geymslunni.... meira seinna....
Valborg Rut loksins á Íslandi
En nú kallar mamma.... vill fá prinsessuna til að hjálpa sér að ná í kassa í geymslunni.... meira seinna....
Valborg Rut loksins á Íslandi
3 Comments:
Júhú, ég er komin í jólafrí og við verðum endilega að hittast fyrst þú ert komin á klakann.
By Nafnlaus, at 9:00 f.h.
He he ég hélt að það fyrsta sem þú myndir blogga um værir að þú hefðir unnið mig í keilu. ;) Gott að þú varst ekki að koma núna, þá yrðir þú föst í Rvk ansi lengi út af þessu leiðinda veðri.
By Nafnlaus, at 10:35 f.h.
He he ég bara steingleymdi því því hvað ég vann vann með miklum yfirburðum í keilunni . Ég er náttúrlega keilumeistari ársins hlýtur að vera ;)
Já Abba ætlaði einmitt að bjalla í þig og draga þig á kaffihús eða eitthvað ;)
By Nafnlaus, at 2:41 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home