Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, desember 03, 2006

Íslendingar vel klæddir?

Er orðið á götunni rétt? Eru íslenskar konur yfirleitt vel til fara og vel klæddar? Hef velt þessu svolítið fyrir mér síðan ég kom hingað. Ég viðurkenni að ég tek mikið eftir því hverju fólk klæðist og hvernig fötin fara fólki.
Hér í Lemvig er göngugatan yfirleitt troðfull af fólki. Allskonar fólki í allskonar fötum. Sumir eru vel klæddir og bera vel fatalval dagsins. Aðrir hefðu þurft að endurskoða samsetningar og stærðir. Ég hef komist að niðurstöðu. Íslendingar eru upp til hópa mjög vel klætt fólk.

Hér sér maður ekki eins marga snyrtilega til fara og vel greidda. Frekar eins og þeir hafi vaknað, hent sér í einhver föt og haldið af stað út í daginn. Einhvernvegin finnst mér stundum vanta aðeins uppá lúkkið. Auðvitað eru þó nokkrir sem eru afar vel vil fara.

Líklega höfum við íslendingarnir eitthvað um útlit og tísku í genunum. Stundum kannski aðeins of mikið miðað við þær kröfur sem samfélagið okkar gerir í dag. Einhverjir myndu örugglega segja okkur snobbuð.

Ég hef gaman að því að sjá hvernig fólk klæðir sig. Sumir eru einfaldlega mjög spes eins og annarsstaðar í heiminum, druslulegur klæðnaður og skrautlegar flíkur hver yfir aðra sem ekki er að gera sig að mínu mati nema í einstaka tilfellum. Sumir uppstrílaðir og geta bara alls ekki farið út nema stífmálaðir og enn aðrir ósköð venjulegir í gallabuxum og flíspeysu. Hver og einn nákvæmlega eins og hann vill og honum líður best. Þannig á það einmitt að vera.

Hér er í tísku að strákar klæðist þröngum gallabuxum. Ógeðslegt. Svo þröngar að sumir geta varla gengið og jaðrar við að þeir kjagi áfram eins og endur. Tveimur númerum of litlar buxur, límdar eins og plastfilma við rassinn á þeim. Margar buxur þröngar alveg niður. Er þetta í tísku heima?? Þetta er ógeðslegt. Getið allavega fullvissað ykkur um það að ég kem ekki heim með danastrák í þröngum gallabuxum í eftirdragi. Nei takk.

Valborg Rut fataspekúlant kveður í bili.

2 Comments:

  • Hæ-hæ ég er nú alveg hætt að fylgjast með strákumun hvort þeir klæðast þröngum eða víðum buxum en ég held að Haukur Fannar gangi í víðum buxum og Baldur líka .Ég held að aðalatriðið sé að stelpurnar séu snyrtilegar en líka gaman að sjá þær fínar og smart en ekki tildurslegar.Svona er að vera gömul og skrítin amma. Ef þú ert í vandræðum með öll fötin er þá ekki Hjálpræðisher eða Rauður kross þarna .Þú reddar þessu eins og öðru þarna í Danmörku.Jeg håber du har det godt.Kærlige hilsner amma.Morfar siger også har det godt. mormor.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:50 e.h.  

  • Hæ danaskvís og hjólagarpur....
    Já það er frekar líkt þér að spá aðeins í hvernig fólkið á götunni klæðir sig og bara gaman að því. Ég ætla einmitt að fara og kaupa mér efni í stutt pils á eftir sem er bara freka smart og öðruvísi;)
    Guði sé lof að þú komst alla leið heim í fylgd stjarnanna þarna um kvöldið......en þú varst duglega að hjóla þetta allt en mikið hefði ég verið hrædd um þig aleina í myrkrinu.
    Herbergið þitt biður eftir þér...hreint og fínt. Þar er jólahreingerningin búin og serían komin í gluggann ;)
    Fór á aðventukvöld í kirkjuna í gærkvöld. Bara ljúf stund og kórinn okkar söng fallega. Hitti Höllu og Hafdís, þær voru að spurja hvenær þú kæmir. Halla verður í Svíþjóð um jólin hjá systur sinni sem á að eingast lítið jólabarn þann 20. des.
    Þegar ég kem svona í vinnuna á mánudögum er svo gaman að lesa allt það sem þú hefur skrifað frá því á föstudag. Ný vika hafin og prófin aðeins að byrja hjá Baldri. Ég reyni að vera dugleg heima fyrir þó það gangi misjafnlega vel !! Uppskriftirnar sendi ég þér á póstinn þinn.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home